Fréttablaðið - 16.08.2018, Síða 2

Fréttablaðið - 16.08.2018, Síða 2
Veður Fremur hæg norðlæg átt í dag og rigning með köflum fyrir norðan, en léttir til sunnan heiða með síðdegis- skúrum syðst. Hlýnar sunnan til, en kólnar norðaustanlands. sjá síðu 24 Suðræn sveifla við Tjörnina Karlar sem konur tóku snúninginn í Tjarnarbíói og sameinuðust í suðrænni sveiflu undir tilfinningaþrungnum söng og gítarleik. Byrjendur stigu þar sín fyrstu skref í flamenco. Þetta var fyrsta sýning af fjórum. Sú næsta verður í Gamla kaupfélaginu á Akranesi í kvöld. Fréttablaðið/Ernir Bílar Samgönguráðuneyti Suður-Kóreu hefur bannað ökumönnum 20.000 BMW-bíla að aka þeim og krefst innköllunar á bíl- unum. Gera yfirvöld í Suður-Kóreu þetta vegna þess að á fyrstu sex mánuðum ársins hefur eldur blossað upp í 27 BMW- bílum þar í landi og með því vilja þau tryggja öryggi farþega. BMW hefur verið gert að inn- kalla alla þessa bíla og gera við gallann sem þessu veldur. BMW ætlar reyndar að gera gott betur og innkalla 106.000 bíla sem gætu verið með þennan galla sem felst í eldsneytiskerfi þeirra, en eldur- inn hefur í öllum tilfellum læst sig í vélarrúm bílanna. Eigendur þeirra bíla sem innköll- unin nær til mega aka bílunum að þeim stöðum þar sem gert verður við þá, en eingöngu þangað. BMW hefur gengið einkar vel að selja bíla í Suður-Kóreu á undanförnum árum og hefur fimm- faldað sölu bíla sinna þar á undanförnum fimm árum og seldi hátt í 60.000 bíla þar í fyrra. – fot BMW-bílar í Suður-Kóreu kyrrsettir vegna eldhættu Sjá nánar á Fréttablaðið+ Fleiri bílafréttir má sjá á Fréttablaðið+. dómsmál Leigutaki Þverár og Kjarr- ár áfrýjaði ekki dómi Héraðsdóms Vesturlands í máli gegn tveimur veiðiþjófum. „Það var ekki talið svara kostnaði að fara með málið áfram, sérstaklega þegar horft er til þess að tjónvaldar eru oft ekki borgunarmenn,“ segir Páll Mikael Kristjánsson, lögmaður Stara ehf. „Það breytir því ekki að niðurstaða héraðsdóms var augljós- lega röng og ljóst að önnur mál verða sótt af hörku ef þau koma upp.“ Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru tveir menn staðnir að veiðiþjófnaði í Kjarrá í fyrrasumar. Auk þess að vera ekki með veiði- leyfi – sem kostuðu 245 þúsund krónur fyrir daginn á þeim tíma – veiddu þeir á maðk, sem er strang- lega bannað í Kjarrá. Héraðsdómur Vesturlands dæmdi þá í 50 þúsund króna sekt en hafnaði kröfum Stara ehf. um bætur því ekki hefði tekist að sanna neitt tjón. „Þetta var mjög einbeittur brota- vilji hjá þessum mönnum,“ segir Ingólfur Ásgeirsson, einn leigu- takanna. Fyrst hafi sést til mann- anna á veiðum í Lambá, hliðará Kjarrár, eftir að bónda grunaði að óboðnir gestir væru á svæðinu og setti dróna á loft. Þegar veiðivörður hafi komið að þeim hafi þeir verið búnir að veiða einn lax á maðk í Efra-Rauðabergi, þekktum veiði- stað í sjálfri Kjarrá. Þangað er vel hálftíma gangur. „Þeir velja þennan stað alveg klárlega með það í huga að það séu minni líkur á að þeir verði gripnir. Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga,“ segir Ing- ólfur. Veiðiþjófarnir játuði brot sitt en höfnuðu bótakröfum Stara. „Dóm- arinn treysti sér ekki til að dæma neinar bætur – sem er merkilegt vegna þess að þarna er verið að taka vöru ófrjálsri hendi,“ segir Ingólfur. Að sögn Ingólfs færist veiði- þjófnaður í vöxt. Veiðivarsla hafi verið aukin víða. „Við erum með eftirlit með drónum og hestum, það er mjög vel fylgst með. Vöktun á ánum almennt er orðin miklu skipulagðari og drónar eru mjög góður þáttur í því. Það er ekki verið að fylgjast með veiðimönnunum sjálfum heldur því sem gerist utan veiðitíma og kannski á svæðum sem eru langt í burtu.“ Viðurlög við veiðiþjófnaði á Íslandi eru alltof væg að mati Ing- ólfs. Breyta þurfi lagarammanum og hann viti til þess að Landssam- band veiðifélaga sé að skoða málið. Erlendis sé staðan önnur. „Ef menn eru staðnir að veiði- þjófnaði í Kanada til dæmis er allt gert upptækt; ef þú ert á bíl þá er hann tekinn af þér og ef þú ert á bát þá er hann tekinn af þér. Sektin er allt að 20 þúsund Kanadadollurum og þú ferð á sakaskrá – þetta er bara meiriháttar mál.“ gar@frettabladid.is Una veiðiþjófadómi en boða hörku framvegis Dómi um að veiðiþjófar í Kjarrá þurfi ekki að greiða veiðileyfasala bætur verður ekki áfrýjað. Lögmaður boðar hins vegar hörku ef fleiri slík mál kom upp. Leigu- takinn segir veiðiþjófum fjölga og að herða þurfi viðurlög við brotunum. Efra-rauðaberg er þekktur veiðistaður í Kjarrá. Þangað er talsverður gangur. bilun í eldsneytiskerfi bMW-bíla. menning Áhugafólk um lúðrablást- ur hefur ekki misst af árlegu „lúðra- sveitabattli“ þriggja lúðrasveita eins og skilja mátti af myndatexta í blaðinu í gær. Liðsmenn úr Lúðrasveitinni Svani, Lúðrasveit Reykjavíkur og Lúðrasveit verkalýðsins kynntu í fyrradag „lúðrasveitabattlið“ sem sjálft fer ekki fram fyrr en á Menn- ingarnótt. Viðburðurinn verður við Hljómskálann í Hljómskálagarð- inum og hefst með látum klukkan fimm síðdegis á laugardag. – gar Battlinu ólokið blásið af krafti. Fréttablaðið/StEFán Þetta var einfaldlega skipulögð ferð með veiðiþjófnað í huga. Ingólfur Ásgeirsson, leigutaki Þverár/ Kjarrár 1 6 . á g ú s t 2 0 1 8 F i m m t u d a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 6 -1 3 3 4 2 0 9 6 -1 1 F 8 2 0 9 6 -1 0 B C 2 0 9 6 -0 F 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.