Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.08.2018, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 16.08.2018, Qupperneq 8
Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2019 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknum skal skila í síðasta lagi mánudaginn 1. október 2018. Úthlutað verður úr eftirfarandi sjóðum: launasjóður hönnuða launasjóður myndlistarmanna launasjóður rithöfunda launasjóður sviðslistafólks launasjóður tónlistarflytjenda launasjóður tónskálda Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka: ● Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð. ● Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð. ● Starfslaun fyrir sviðslistahópa. Sviðslistahópaumsókn er felld inn í atvinnuleikhópaumsókn. Umsóknareyðublöð og eyðublöð fyrir framvinduskýrslu ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn má finna á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nota þarf rafræn skilríki við umsóknina. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu vegna síðustu úthlutunar hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. ● Ferðastyrkir verða ekki veittir. ● Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís, listamannalaun@rannis.is. Stjórn listamannalauna, ágúst 2018 Umsóknarfrestur 1. október Listamannalaun 2019 Hafnarfjörður Fulltrúar minni- hluta í Hafnarfirði eru mjög ósáttir vegna þeirrar stefnubreytingar sem varð í stóra knatthúsamáli bæjarins í síðustu viku þegar ákveðið var á fundi bæjarráðs að bærinn keypti öll þrjú knatthús Fimleikafélags Hafnarfjarðar á 790 milljónir og FH- ingar stæðu sjálfir að byggingu nýs knatthúss á eigin kostnað og ábyrgð. Á aukafundi í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar í gær lögðu fulltrúar minni- hlutans fram fjölda fyrirspurna vegna málsins en fyrir liggur að kaup bæjarins á mannvirkjunum hafa það markmið að gera félag- inu mögulegt að byggja nýtt knatt- hús. Meðal annars er vísað til þess að félagið hafi fengið eitt húsanna að gjöf frá bænum árið 1989 en skilyrði gjafagerningsins hafi ekki verið uppfyllt á tilsettum tíma og hann því aldrei farið í gegn og húsið sé því enn í eigu bæjarins. Óskað er upplýsinga um kostnað bæjarins við kaup á þessari eign sinni, þar á meðal tilfallandi kostnaði verði gjafagerningurinn gjaldfærður áður en kaupin fara fram. Einnig er gagnrýnt að hvorki liggi fyrir verðmat né mat á ástandi umræddra eigna heldur fari kaup- verðið eftir fjárþörf FH vegna bygg- ingar nýs húss. Guðlaug Svala Kristjánsdóttir, oddviti Bæjarlistans í Hafnarfirði, segir þetta ekki góða meðferð skatt- fjár. „Nei, alls ekki, og við í minni- hlutanum erum sammála um það að þessi vinnubrögð séu vafasöm og höfum beint því til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins að ganga úr skugga um það hvort þetta sé löglegt. Okkar tilgáta er sú að þetta sé ólöglegt.“ Knatthúsamálið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum Hafnar- fjarðar um nokkurra ára skeið og var málið uppspretta stöðugra deilna innan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar á síðasta kjör- tímabili. Tvö knatthús eru í Hafnarfirði, bæði á athafnasvæði FH, þar á meðal Risinn í Kaplakrika sem bærinn leigir af félaginu fyrir tugi milljóna á ári. Haukar eiga ekkert yfirbyggt knatthús og vilja fá sams konar samning og gerður var við FH en meirihlutinn í Hafnarfirði hefur ákveðið að FH fái þriðja knatthús bæjarins. adalheidur@frettabladid.is sveinn@frettabladid.is Hafnarfjörður kaupi hús í eigin eigu af FH Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar vill kaupa þrjú knatthús á 790 millj- ónir. Eitt húsið er reyndar í 80 prósent eigu bæjarins. Minnihlutinn segir ekkert verðmat liggja fyrir og því óvarlega farið með peninga bæjarbúa. Reisa á þriðja knatthúsið á svæði FH-inga. Málið hefur verið þrætuepli í bæjarmálum í Hafnarfirði FRéttablaðið/GVa Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti bæjarlistans. Kjaramál Stjórn Flugfreyjufélags Íslands hefur samþykkt að boða til atkvæðagreiðslu meðal allra félags- manna sinna um vinnustöðvun félagsmanna hjá flugfélaginu Prim- era Air Nordic. Allir félagsmenn geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni og er búist við því að niðurstaða verði klár í lok septembermánaðar. Deil- an hefur staðið yfir í nokkur ár. Berglind Hafsteinsdóttir, formað- ur stjórnar FFÍ, segir samningavið- ræður við Primera Air Nordic hafa verið hálfgerðan skrípaleik. „Það hafa verið haldnir eitthvað um átta fundir hjá ríkissáttasemjara þar sem aðilar flugfélagsins hafa aldrei mætt. Krafa okkar er afar einföld í þessari deilu. Við viljum einfald- lega að gerður verði við flugfreyjur kjarasamningur þar sem ljóst er að flugfélagið starfi hér á landi. Það er ekki óeðlileg krafa að okkar mati,“ segir Berglind. „Nú höfum við óskað eftir því að ríkið komi að borðinu án árangurs og því er þetta lokatilraun okkar til að knýja á um að samið verði við flugfreyjur hjá fyrirtæk- inu.“ Fyrirtækið telur sig hins vegar ekki vera starfandi á íslenskum markaði, heldur í Riga í Lettlandi. Flugliðar starfa sem verktakar hjá fyrirtækinu sem telur sig aðeins þurfa að greiða laun í samræmi við það sem gengur og gerist í Lettlandi. – sa Flugfreyjur kjósa um vinnustöðvun Primera air er skráð í lettlandi en fyrirtækið sjálft hér á landi. Flugfreyjur vilja að gerður verði kjarasamningur við flugfreyjur fyrirtækisins. FRéttablaðið/HöRðuR reyKjavíK Fulltrúar Sjálfstæðis- flokks í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar gengu af fundi ráðsins í gær. Hildur Björnsdóttir, einn af þremur fulltrúum flokksins í ráðinu, segir Sjálfstæðismenn efast um lögmæti fundarins. Á fundi ráðsins í gær voru 75 mál á dagskrá. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins töldu sig ekki hafa fengið fundargögn með nægilegum fyrir- vara til að kynna sér málin og einnig hafi nokkrir gestir ekki fengið boð um að mæta á fundinn. „Við fengum ekki gögnin fyrr en eftir hádegi í gær. Þetta eru fleiri hundruð blaðsíður. Við viljum vanda okkur og berum virðingu fyrir málaflokknum,“ segir Hildur Björnsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. „Mér finnst skrýtið að borgar- fulltrúar haldi að það sé val hvort við mætum á fund eða ekki. Það á ekki að vera eðlilegt að ganga út af fundi vegna þess að þeim mislíkar eitthvað,“ segir Kristín Soffía Jóns- dóttir, fulltrúi Samfylkingar í skipu- lags- og samgönguráði. „Það er hins vegar eðlilegt að málum sé frestað ef fulltrúar telja sig þurfa að kynna sér málin betur. Þetta eru aftur á móti vinnubrögð sem ég hef ekki séð áður og er augljóst leikrit sett á svið á kostnað eðlilegra vinnu- bragða.“ – sa Gengu af fundi skipulagsráðs Við viljum vanda okkur og berum virðingu fyrir mála­ flokknum Hildur Björns- dóttir, fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í skipulagsráði Kristín Soffía Jónsdóttir, varaformaður umhverfisráðs. 1 6 . á g ú s t 2 0 1 8 f I m m t u D a g u r8 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 6 -3 5 C 4 2 0 9 6 -3 4 8 8 2 0 9 6 -3 3 4 C 2 0 9 6 -3 2 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.