Fréttablaðið - 16.08.2018, Page 25

Fréttablaðið - 16.08.2018, Page 25
Við vitum öll að einnota tíska fer afar illa með umhverfið. Talið er að milljarður fata- plagga sé framleiddur árlega og um helmingur þess ódýra fatnaðar sem seldur er fer í ruslið innan árs. Þetta viðskiptalíkan fær okkur til að versla án þess að leiða hugann að því hvað við þurfum og munum í raun nota. Föt að andvirði 30 milljarðar enskra punda hanga í fataskápum án þess að nokkur hafi nokkru sinni klæðst þeim og fatnaður að andvirði 140 milljarðar punda fer í landfyllingar ár hvert svo það er ekki að undra að tískuiðnaðurinn muni nýta um fjórðung af mengunarkvóta heimsins árið 2050. Sumar versl- anir, eins og H&M til dæmis, hafa gripið boltann og bjóða viðskipta- vinum sínum að skila ónýtum eða ónotuðum fötum í búðirnar og fá í staðinn inneign í búðinni. Deila má um hvort það sé nóg. Því hafa æ fleiri horft til möguleik- ans á leigutísku. Westfield-verslunar- miðstöðin í Bretlandi gerði tilraun með að opna tískuleigu í nokkra daga til að athuga hvort sá möguleiki væri raunhæfur og niðurstöðurnar voru jákvæðar fyrir þá sem láta sig umhverfið varða. Hægt var að leigja dýran hátískufatnað og fylgihluti fyrir aðeins brot af raunvirði um jólaleytið sem er mikil veislutíð í Bretlandi. Flestir leigðu sér eitthvað tvennt og meðalleigutíminn var aðeins eitt kvöld. Karlar voru aðeins viljugri til að leigja sér veislufatnað en konur en samkvæmt könnunum reynast 60% Breta líta á það sem ákjósanlegan kost að leigja sér fatnað til að nota við sérstök tilefni frekar en að fjárfesta fyrir eitt kvöld. Nefndu flestir það sem kost að geta leigt dýr föt frá þekktum merkjum sem þeir hefðu ekki efni á að kaupa en fannst gaman að geta skartað við rétt tilefni. Einnig sögðu margir að það borgaði sig að leigja frekar en kaupa föt við tilefni þar sem mikið er tekið af myndum, eins og brúð- kaupsveislur. Deilihagkerfið hefur breytt við- horfum gríðarlega á undanförnum árum og framtíðarspár gera ráð fyrir að tískuleiga muni aukast tölu- vert á næstu árum. Tískan er enda síbreytileg og erfitt að tolla í henni nema með stórum fjárfestingum á hverjum ársfjórðungi sem er bæði slæmt fyrir umhverfið og budduna. Bloggarar og áhrifavaldar eru löngu farnir að nýta sér tískuleigu- markaðinn. Ef einhver úr þeim hópi deilir mynd af sér í því sem viðkom- andi segir vera nýju fötin sín eru lík- urnar miklar á því að viðkomandi sé þegar búinn að skila þeim í leiguna og farinn að leita að næsta setti. Shika Bodani, stofnandi hátísku- leigusíðunnar FrontRow, segir að eftirspurnin sé mest eftir dýrum merkjavörum og fylgihlutum en á síðunni má fá hátísku leigða til fimm daga í senn og fyrir töluverðar upphæðir sem slaga þó ekki hátt í raunverðmiðann á vörunni. „Fólk er ekki bara að hugsa um hag- kvæmnina,“ segir Bodani, „þó hún sé eflaust stærsti þátturinn, heldur líka umhverfisþáttinn sem hefur verið æ meira áberandi í umræðunni kringum tískuna.“ Því hefur verið spáð að tískuleiga sé komin til að vera á sama hátt og Spotify, Netflix og Airbnb, enda er möguleikinn fyrir hendi að þeir sem vilja fjárfesta í einstökum tísku- vörum geti síðan leigt þær kvöld og kvöld og þannig deilt gleði sinni með öðrum og fengið upp í afborgunina. Og allir græða, líka umhverfið. Nýjasta tíska til leigu Hugmyndin um tískuleigur ryður sér til rúms. Byggir hún á hugmyndafræði deilihagkerfis, að þú þurfir ekki að fjárfesta í hlutum heldur getir leigt eða fengið lánað það sem þú þarft hverju sinni. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Þessi kjóll er úr lystisnekkjulínu Chanel 2018 og er til leigu í fimm daga fyrir 30.000 krónur sem eru tíu prósent af söluvirði úr búð. Þessi Elie Saab kjóll úr diskólínunni 2017 fæst leigður í fimm daga á innan við tíu prósent af kaupverði. Þessi Gucci peysa úr vorlínunni 2018 er meðal fatnaðar sem hægt er að leigja hjá tískuleigum eins og Front- Row. MYNDiR/NoRDiCphotoS/GEttY Haustið er komið í Comma í Smára- lind og verslunin stútfull af nýjum vörum. Köflótt, röndótt og tein- ótt eru heitustu mynstrin í haust- tískunni. Haustin eru líflegur tími þar sem skólinn hefst á ný, fólk snýr aftur til vinnu eða breytir um starf. Þá er gaman að klæða sig upp á og ganga þannig í augun á skóla- og vinnufélögun- um,“ segir Hjördís Sif Bjarnadóttir, eigandi Comma í Smáralind. Hún segir ýmis ný trend koma inn með haustinu. „Köflótt, rönd- ótt og teinótt. Þessi þrenna verður áberandi þennan vetur,“ lýsir hún og bætir við að í haustlínunum sé að finna ullar- og kasmírpeysur, blússur, leðurpils, töff klúta og áberandi hálsmen. Hvað með liti? „Þeir litir sem verða áberandi í haust og vetur eru fjólublár og dökkrauður, dökkblár og koníaksbrúnn í bland, og föl- bleikur með svörtu,“ svarar Hjördís og finnst skemmtilegt að slík litagleði skuli lífga upp á komandi vetur. Hún segir dragtir koma sterkar inn og í boði sé mikið úrval af þeim. „Þá eru kjólarnir og pilsin alltaf vinsæl og við eigum úrval af þeim bæði til að nota dagsdaglega og við sparileg tækifæri.“ Alltaf er hægt að finna eitthvað nýtt og skemmtilegt í verslun Comma enda eru línurnar tólf á hverju ári og nýjar vörur berast vikulega. „Okkar áhersla er alltaf á viðskiptavininn því við viljum að honum líði vel í því sem hann klæðist. Fötin okkar eru með þýskum sniðum sem henta okkur Íslendingum sérstaklega vel. Við bjóðum upp á klæðilegar blússur og mismunandi snið á buxum enda erum við ekki allar eins í laginu,“ segir Hjördís glaðlega en boðið er upp á stærðir frá 34 til 46. Í tilefni af því að verslunin fyllist nú af haustvörunum býður Hjördís viðskiptavinum Comma að kíkja í verslunina á annarri hæð Smára- lindar í dag, fimmtudag, og njóta léttra veitinga og kynningar á því sem koma skal í vetur. Litríkt og mynstrað haust í Comma Comma kynnir nýja haustlínu í verslun sinni í Smáralind í dag. Af því tilefni verður viðskiptavinum boðið upp á léttar veitingar. 22.490 kr. 8.990 kr. 11.990 kr. 18.490 kr. 13.990 kr. FÓLK KYNNiNGARBLAÐ 5 F i M Mt U DAG U R 1 6 . ág ú S t 2 0 1 8 1 6 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 9 6 -1 8 2 4 2 0 9 6 -1 6 E 8 2 0 9 6 -1 5 A C 2 0 9 6 -1 4 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.