Fréttablaðið - 16.08.2018, Page 36
Hvernig tryggjum við að börn nái tökum á læsi og þeirri flóknu málnotkun sem nútíma sam-félag útheimtir?
Það er nokkuð sem við þurfum að
ræða,“ segir Hrafnhildur Ragnars-
dóttir prófessor um viðfangsefni
ráðstefnu Menntavísindasviðs HÍ
sem haldin er í dag.
Hrafnhildur bendir á að aðstæð-
ur íslenskra barna til að öðlast
góðan málþroska og lesskilning
hafi um margt gerbreyst á síðustu
tíu árum, að ekki sé talað um ef
horft er lengra aftur. „Nú eru börn
í skólum lungann úr deginum
frá tveggja ára aldri, fjölskyldu-
mynstur hafa breyst og flestir
foreldrar vinna langan vinnudag
þannig að samskipti við nánustu
fjölskyldu, tilfinningaleg og vits-
munaleg, eru ekki söm og áður.
Svo er það blessuð tólmenningin,
tölvur og snjalltæki sem taka sinn
toll, ekki síst hjá eldri börnum og
unglingum. Þetta þýðir að við þurf-
um að hugsa dæmið upp á nýtt og
kafa mun dýpra en mér finnst gert í
umræðunni á Íslandi í dag.“
Er hægt að snúa þessari þróun við
eða hvern telur Hrafnhildur sjálf
lykilinn vera að góðum málþroska?
„Við þurfum að skilja hvernig
börn læra mál og öðlast færni í
lestri og ritun til að ná að laga upp-
eldið að síbreytilegum aðstæðum.
Þar er fullorðna fólkið gullnáman.
Því meiri samskipti sem börn hafa
við aðstandendur og aðra full-
orðna, og því tilbúnari sem þeir
eru til að setja sig í spor barnanna,
svara spurningum, hvetja þau
áfram og fræða þau um allt milli
himins og jarðar, því betra. En það
gerist ekki nema tími og vilji sé
fyrir hendi,“ segir Hrafnhildur.
Er hún að boða lífsstílsbreytingu?
„Ja, auðvitað er það samfélagið
sem hefur áhrif á stóru myndina,
setur leikreglurnar og ræður tempó-
inu. Síðan verðum við aðstand-
endur, foreldrar, ömmur og afar,
að forgangsraða með það í huga að
börnin nái að blómstra. Það gerum
við með því að gefa okkur meiri
tíma með börnunum. Samræður
eru svo mikil vægar í sambandi við
allan skilning og ef lesið er fyrir
börn og augu þeirra opnuð fyrir
lífinu umhverfis, náttúru og menn-
ingu, er svo miklu auðveldara fyrir
þau að skilja það sem kemur fram
í skólanum um þau efni. Umræðu-
efnin breytast svo þegar börnin
verða unglingar en samræðurnar
eru áfram lykilatriði.“
Tilfinninga- og félagsþroski er
mikilvægur í öllu námi að mati
Hrafnhildar. „Ef börn eru að lesa um
fólk í öðrum menningarsamfélögum
eða frá öðrum tíma í sögunni en þau
þekkja, þá er nauðsynlegt að þau
geti sett sig í spor annarra. Það er
svo aftur ein mikilvæg undirstaða
lesskilnings. Við megum ekki leggja
of mikla áherslu á hraða í lestri, við
verðum líka að gefa okkur tíma til að
skilja og meðtaka það sem lesið er.“
Hrafnhildur hefur unnið í 42 ár
við kennslu og fræðimennsku í
Kennaraháskólanum og á Mennta-
vísindasviði HÍ.
„Ráðstefnan í dag er haldin að
mínu frumkvæði í tilefni af starfs-
lokum með dyggum stuðningi sam-
starfskvenna minna. Ég á vini og
samstarfsfólk bæði hér og erlendis
sem er að gera nýja og merkilega
hluti í sambandi við undirstöður
og langtímaþróun lesskilnings og
læsis, allt fólk sem var til í að taka
þátt í þessu giggi. Mig langaði að
láta fyrrverandi nemendur mína,
kennarana í skólunum og auðvitað
allan almenning, njóta þess áður en
ég yfirgef sviðið.“
Aðstæður barna hafa gerbreyst á síðustu árum
„Við þurfum að skilja hvernig börn læra mál og öðlast færni í ritun til að ná að laga uppeldið að síbreytilegum aðstæðum,“ segir Hrafnhildur. Fréttablaðið/Eyþór
RannsakenduR á heimsvísu
Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru
rannsakendur á heimsvísu frá
Bandaríkjunum, Noregi og Svíþjóð
sem allir eru í framvarðarsveit í
mál- og læsisrannsóknum.
Meðal þeirra er Catherine Snow,
prófessor við Harvard Graduate
School of Education. Hún hefur
stýrt tímamótarannsóknum á mál-
þroska, læsi og lesskilningi barna
og ungmenna. Þær rannsóknir hafa
orðið leiðarljós í stefnumótun
á öllum skólastigum í Bandaríkj-
unum og verið ráðgefandi í sam-
bærilegum rannsóknum um víða
veröld. Rauði þráðurinn í rannsókn-
um Snow hefur verið að skilgreina
hvers konar reynsla, samskipta-
mynstur og kennsla, heima og í
skóla, stuðlar helst að velgengni
og góðum námsárangri barna og
unglinga, einkum og sér í lagi þeirra
sem eru í áhættuhópi vegna félags-
legra aðstæðna eða vegna þess að
móðurmál þeirra er annað en það
sem notað er í skólanum.
Byggjum brýr og
eflum læsi frá leik-
skóla til unglings-
ára er heiti ráð-
stefnu sem haldin
er í dag í hí að
frumkvæði hrafn-
hildar Ragnars-
dóttur prófessors.
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
ef lesið eR fyRiR
BöRn og augu
þeiRRa opnuð fyRiR
lífinu umhveRfis,
náttúRu og menningu,
eR svo miklu auðveld-
aRa fyRiR þau að skilja
það sem kemuR fRam í
skólanum um þau efni
Fjölmennur samráðsfundur um bókmenntir og bókmennta-hátíðir verður haldinn í Gunn-
arshúsi við Dyngjuveg í kvöld. Davíð
Stefánsson skáld hefur skipulagt
fundinn.
„Þetta er í raun fagfundur,“ segir
hann. „Tilefnið er það að hér á landi
eru staddir góðir gestir frá Svíþjóð,
þau Anita Alexanderson og Victor
Estby frá sænsku sumarbókmennta-
hátíðinni Bokdagar i Dalsland. Þau
sjá auk þess um umfangsmikla starf-
semi í Västra Götaland þar sem rit-
höfundum er boðið til dvalar.“
Davíð segir Anitu hafa verið annan
tveggja stofnenda bókmenntahá-
tíðarinnar Bokdagar i Dalsland árið
2000. „Hátíðin hefur vaxið stöðugt
síðan og Victor tók við stjórnar-
taumunum í fyrra. Hún er hins vegar
kjarnorkukona og hvergi nærri hætt,
heldur starfar áfram sem alþjóðlegur
tengiliður bókmenntafólks og bók-
menntahátíða á Norðurlöndunum
og í Evrópu allri.“
Sjálfur kveðst Davíð hafa dvalið
í þrjár vikur í fyrra á vegum þessa
heiðursfólks í borginni Åmål, að
skrifa skáldsögu.
„Áhugi þeirra Anitu og Victors
á Íslandi er mikill. Ég stakk upp á
að þau kæmu hingað í heimsókn
á Menningarnótt og það varð úr.
Reyndar er rosalega mikill Íslands-
áhugi í Svíþjóð almennt. „Ég var bara
eins og stjarna og Einar Már er eins
og súperstjarna þar.“ – gun
Bókmenntafólk frá Svíþjóð komið í heimsókn
Victor Estby og anita alexanderson ætla til dæmis að upplifa Menningarnótt.
1 6 . á g ú s t 2 0 1 8 F I M M t U D A g U R28 M e n n I n g ∙ F R É t t A B L A ð I ð
1
6
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
9
6
-1
8
2
4
2
0
9
6
-1
6
E
8
2
0
9
6
-1
5
A
C
2
0
9
6
-1
4
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
1
5
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K