Fréttablaðið - 01.09.2018, Page 4

Fréttablaðið - 01.09.2018, Page 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið ALFA ROMEO GIULIETTA FRUMSÝNING LAUGARDAGINN 1. SEPTEMBER KL. 12-16. ALFA ROMEO FRUMSÝNING UMBOÐSAÐILI ALFA ROMEO Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 alfaromeo.is StjórnSýSla Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær staða for- stjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Staðan hefur verið laus frá því í júní, þegar Bragi Guðbrandsson sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess að hann var kjörinn í barnaréttar- nefnd Sameinuðu þjóðanna í júní. Bragi hafði þá verið í tímabundnu leyfi frá því í febrúar og því legið í loftinu frá þeim tíma að staða hans myndi losna. Heiða Björg Pálma- dóttir hefur starfað sem staðgengill forstjóra frá því í febrúar. Hennar tímabundna skipun rennur út í október. „Ákvörðun um auglýsingu verður tekin á næstu vikum,“ segir Ásmund- ur Einar Daðason velferðarráðherra, aðspurður um stöðuna. Bragi Guðbrandsson verður á fullum forstjóralaunum hjá Barna- verndarstofu til 28. febrúar á næsta ári, samkvæmt samningi sem vel- ferðarráðuneytið gerði við Braga, þá forstjóra Barnaverndarstofu, undir- rituðum þegar framboð Braga var í undirbúningi. Í samkomulaginu er fjallað um starfskjör Braga bæði á framboðstímanum og eftir kjör hans í nefndina. Auk nefndarsetunnar í New York sinnir Bragi sérverkefnum fyrir vel- ferðarráðuneytið; veitir ráðgjöf og sinnir afmörkuðum verkefnum sam- kvæmt nánari ákvörðun ráðherra, eins og greinir í 2. gr. samningsins. Þegar launagreiðslum Barnavernd- arstofu lýkur í lok febrúar á næsta ári tekur velferðarráðuneytið við og greiðir Braga full forstjóralaun til 31. ágúst 2019 en frá þeim tíma og þar til Bragi lætur af störfum fyrir barnaréttarnefndina, verður hann í hálfu starfi hjá ráðuneytinu, ann- ars vegar vegna nefndarsetunnar og hins vegar í ráðgjöf fyrir ráðuneytið. Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki litið á nefndarsetuna sem starf og er Staða Braga enn ekki auglýst Óákveðið er hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Bragi Guðbrandsson sagði henni upp í júní. Bragi er á fullum launum í sérverkefnum og nefndarstörfum. Nefndarsetan er ólaunuð hjá SÞ. Bragi Guðbrandsson var í eldlínunni í vor, hér á leið til fundar við velferðarnefnd Alþingis. FréttABlAðið/SiGtryGGur Ari hún ólaunuð. Hins vegar er greiddur ferðakostnaður auk dagpeninga en nefndin kemur saman tvisvar til þrisvar á ári í fjórar vikur í senn. Fjallað er um barnaréttarnefnd- ina í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Nefndin hefur það hlutverk að fara yfir skýrslur um réttarstöðu og aðbúnað barna í aðildarríkjum barnasáttmálans og taka kvörtunum um brot á samningnum. Lögð er áhersla á að nefndarmenn séu óháðir í störfum sínum hjá þeim nefndum Sam- einuðu þjóðanna sem hafa eftirlit með mannréttindasamningum. Í skráðum viðmiðum um hlutleysi og óhlutdrægni nefndarmanna slíkra nefnda er vikið að sambandi nefndarmanna við heimaríki sín. Með hliðsjón af mögulegum áhrifum þess að nefndarmenn eru tilnefndir í nefndina af pólitískum fulltrúum framkvæmdarvaldsins er sérstaklega brýnt fyrir nefndarmönnum að gæta að stöðu sinni í nefndinni í öllum samskiptum við ríkið á málefnasviði samningsins. adalheidur@frettabladid.is Starfskjör og starfssvið Braga á næstu árum: 1. mars 2018 – 28. febrúar 2019 n Full forstjóralaun frá Barnaverndarstofu n Ráðgjöf og afmörkuð verkefni fyrir vel- ferðarráðuneytið samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra 1. mars 2019 – 31. ágúst 2019 n Full forstjóralaun frá velferðarráðuneytinu n Störf fyrir barna- verndarnefndina og og ráðgjöf á sviði barnaverndarmála fyrir ráðuneytið 1. september 2019 þar til Bragi lætur af störfum í nefndinni n Hálf forstjóralaun frá velferðarráðuneytinu n Störf fyrir nefndina og ráðgjöf fyrir ráðu- neytið í hálfu starfi Björgólfur Jóhannsson forstjóri Ice­ landair Group kvaðst axla ábyrgð á ákvörð- unum sem valdið hefðu Icelandair tjóni og sagði þess vegna upp. Hann sagði breytingarnar á sölu- og markaðsstarfi auk breytinga á leiðakerfi gerðar á sinni vakt. Ljóst væri að þessar breytingar hefðu valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Mahad Mahamud lífeindafræðingi er gert að mæta daglega til skráningar hjá lög- reglu. Hann sótti um hæli hér eftir að hafa verið sviptur ríkis- borgararétti í Noregi. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kvaðst ætla að leggja fram til- lögu í borgar- stjórn um að almennar bólu- setningar yrðu skilyrði fyrir inn- töku barna í leikskóla borgarinnar. Þrjú í fréttum Ábyrgð, skráning og bólusetning tölur vikunnar 26.08. 2018 - 01.09. 2018 3,1 milljarði króna nam vörusala skyndibitakeðj- unnar KFC á Íslandi í fyrra. Salan jókst um sex prósent á milli ára eða 160 milljónir. 30 milljarða króna er áætlað að námsmenn hafi unnið sér inn frá því að skólum lauk í vor, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands tók saman fyrir Samtök atvinnu- lífsins.23% var hlutfall iðnaðar af lands- framleiðslu á síðasta ári. Hlutur byggingar- starfsemi af lands- framleiðslu nam 7,7 prósentum. 18,6% að jafnaði var hlutfall innflytjenda af starfandi fólki á öðrum ársfjórðungi 2018 samkvæmt frétt Hagstofu Íslands. 22 króna verðmunur var á vörukörfunni í Bónus og Krónunni í nýrri verð- könnun verðlags- eftirlits ASÍ sem gerð var 28. ágúst. 7 voru ákærðir í einu um- fangsmesta þjófnaðar- máli síðari ára hér á landi. Málið varðar þjófnað á 600 öflugum Bitcoin-leitarvélum úr þremur gagna- verum í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Ásmundur Einar Daðason, velferðarráð- herra. 1 . S e p t e m b e r 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -6 3 8 0 2 0 B 7 -6 2 4 4 2 0 B 7 -6 1 0 8 2 0 B 7 -5 F C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.