Fréttablaðið - 01.09.2018, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
ALFA ROMEO GIULIETTA
FRUMSÝNING LAUGARDAGINN
1. SEPTEMBER KL. 12-16.
ALFA ROMEO FRUMSÝNING
UMBOÐSAÐILI ALFA ROMEO Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
alfaromeo.is
StjórnSýSla Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvenær staða for-
stjóra Barnaverndarstofu verður
auglýst. Staðan hefur verið laus frá
því í júní, þegar Bragi Guðbrandsson
sagði starfi sínu lausu í kjölfar þess
að hann var kjörinn í barnaréttar-
nefnd Sameinuðu þjóðanna í júní.
Bragi hafði þá verið í tímabundnu
leyfi frá því í febrúar og því legið í
loftinu frá þeim tíma að staða hans
myndi losna. Heiða Björg Pálma-
dóttir hefur starfað sem staðgengill
forstjóra frá því í febrúar. Hennar
tímabundna skipun rennur út í
október.
„Ákvörðun um auglýsingu verður
tekin á næstu vikum,“ segir Ásmund-
ur Einar Daðason velferðarráðherra,
aðspurður um stöðuna.
Bragi Guðbrandsson verður á
fullum forstjóralaunum hjá Barna-
verndarstofu til 28. febrúar á næsta
ári, samkvæmt samningi sem vel-
ferðarráðuneytið gerði við Braga, þá
forstjóra Barnaverndarstofu, undir-
rituðum þegar framboð Braga var í
undirbúningi. Í samkomulaginu er
fjallað um starfskjör Braga bæði á
framboðstímanum og eftir kjör hans
í nefndina.
Auk nefndarsetunnar í New York
sinnir Bragi sérverkefnum fyrir vel-
ferðarráðuneytið; veitir ráðgjöf og
sinnir afmörkuðum verkefnum sam-
kvæmt nánari ákvörðun ráðherra,
eins og greinir í 2. gr. samningsins.
Þegar launagreiðslum Barnavernd-
arstofu lýkur í lok febrúar á næsta
ári tekur velferðarráðuneytið við
og greiðir Braga full forstjóralaun til
31. ágúst 2019 en frá þeim tíma og
þar til Bragi lætur af störfum fyrir
barnaréttarnefndina, verður hann
í hálfu starfi hjá ráðuneytinu, ann-
ars vegar vegna nefndarsetunnar og
hins vegar í ráðgjöf fyrir ráðuneytið.
Hjá Sameinuðu þjóðunum er ekki
litið á nefndarsetuna sem starf og er
Staða Braga enn ekki auglýst
Óákveðið er hvenær staða forstjóra Barnaverndarstofu verður auglýst. Bragi Guðbrandsson sagði henni
upp í júní. Bragi er á fullum launum í sérverkefnum og nefndarstörfum. Nefndarsetan er ólaunuð hjá SÞ.
Bragi Guðbrandsson var í eldlínunni í vor, hér á leið til fundar við velferðarnefnd Alþingis. FréttABlAðið/SiGtryGGur Ari
hún ólaunuð. Hins vegar er greiddur
ferðakostnaður auk dagpeninga en
nefndin kemur saman tvisvar til
þrisvar á ári í fjórar vikur í senn.
Fjallað er um barnaréttarnefnd-
ina í samningi Sameinuðu þjóðanna
um réttindi barnsins. Nefndin hefur
það hlutverk að fara yfir skýrslur
um réttarstöðu og aðbúnað barna
í aðildarríkjum barnasáttmálans
og taka kvörtunum um brot á
samningnum. Lögð er áhersla á að
nefndarmenn séu óháðir í störfum
sínum hjá þeim nefndum Sam-
einuðu þjóðanna sem hafa eftirlit
með mannréttindasamningum. Í
skráðum viðmiðum um hlutleysi
og óhlutdrægni nefndarmanna
slíkra nefnda er vikið að sambandi
nefndarmanna við heimaríki sín.
Með hliðsjón af mögulegum áhrifum
þess að nefndarmenn eru tilnefndir
í nefndina af pólitískum fulltrúum
framkvæmdarvaldsins er sérstaklega
brýnt fyrir nefndarmönnum að gæta
að stöðu sinni í nefndinni í öllum
samskiptum við ríkið á málefnasviði
samningsins.
adalheidur@frettabladid.is
Starfskjör og
starfssvið Braga
á næstu árum:
1. mars 2018 –
28. febrúar 2019
n Full forstjóralaun frá
Barnaverndarstofu
n Ráðgjöf og afmörkuð
verkefni fyrir vel-
ferðarráðuneytið
samkvæmt nánari
ákvörðun ráðherra
1. mars 2019 –
31. ágúst 2019
n Full forstjóralaun frá
velferðarráðuneytinu
n Störf fyrir barna-
verndarnefndina og
og ráðgjöf á sviði
barnaverndarmála
fyrir ráðuneytið
1. september 2019
þar til Bragi lætur af
störfum í nefndinni
n Hálf forstjóralaun frá
velferðarráðuneytinu
n Störf fyrir nefndina
og ráðgjöf fyrir ráðu-
neytið í hálfu starfi
Björgólfur
Jóhannsson
forstjóri Ice
landair Group
kvaðst axla
ábyrgð á ákvörð-
unum sem valdið
hefðu Icelandair tjóni
og sagði þess vegna upp. Hann
sagði breytingarnar á sölu- og
markaðsstarfi auk breytinga á
leiðakerfi gerðar á sinni vakt. Ljóst
væri að þessar breytingar hefðu
valdið félaginu fjárhagslegu tjóni.
Mahad
Mahamud
lífeindafræðingi
er gert að mæta daglega til
skráningar hjá lög-
reglu. Hann sótti
um hæli hér eftir
að hafa verið
sviptur ríkis-
borgararétti í
Noregi.
Hildur
Björnsdóttir
borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins
kvaðst ætla að
leggja fram til-
lögu í borgar-
stjórn um að
almennar bólu-
setningar yrðu
skilyrði fyrir inn-
töku barna í leikskóla borgarinnar.
Þrjú í fréttum
Ábyrgð, skráning
og bólusetning
tölur vikunnar 26.08. 2018 - 01.09. 2018
3,1 milljarði króna
nam vörusala skyndibitakeðj-
unnar KFC á Íslandi í fyrra. Salan
jókst um sex prósent á milli ára
eða 160 milljónir.
30 milljarða króna
er áætlað að námsmenn hafi unnið
sér inn frá því að skólum lauk í vor,
samkvæmt tölum sem Hagstofa
Íslands tók saman
fyrir Samtök
atvinnu-
lífsins.23% var hlutfall
iðnaðar af lands-
framleiðslu á síðasta
ári. Hlutur byggingar-
starfsemi af lands-
framleiðslu nam 7,7 prósentum.
18,6% að jafnaði var
hlutfall innflytjenda af starfandi
fólki á öðrum ársfjórðungi 2018
samkvæmt frétt Hagstofu Íslands.
22 króna verðmunur
var á vörukörfunni
í Bónus og
Krónunni
í nýrri
verð-
könnun
verðlags-
eftirlits ASÍ
sem gerð
var 28. ágúst.
7 voru ákærðir
í einu um-
fangsmesta
þjófnaðar-
máli síðari
ára hér á
landi. Málið
varðar þjófnað
á 600 öflugum
Bitcoin-leitarvélum
úr þremur gagna-
verum í lok síðasta árs
og upphafi þessa árs.
Ásmundur
Einar Daðason,
velferðarráð-
herra.
1 . S e p t e m b e r 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
0
1
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
B
7
-6
3
8
0
2
0
B
7
-6
2
4
4
2
0
B
7
-6
1
0
8
2
0
B
7
-5
F
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
1
2
s
_
3
1
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K