Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2018, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 01.09.2018, Qupperneq 6
Sefitude — ný meðferð við kvíða og svefntruflunum Notkun Við vægum kvíða: fullorðnir, 1 tafla á dag allt að 3 á dag. 12–18 ára: 1 tafla á dag allt að 2 á dag. Við svefntruflunum: fullorðnir og eldri en 12 ára: 1 tafla ½–1 klukkustund fyrir svefn. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með börn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Fæst í öllum helstu apótekum án lyfseðils Ert þú að fást við svefntruflanir eða kvíða? Sefitude er viðurkennt jurtalyf unnið úr rót garðabrúðu. Styttir tímann til að sofna og bætir gæði svefns. florealis.is/sefitude Í stjórnarsáttmálanum segir að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir samstilltu átaki með aðilum vinnumarkaðarins til að tryggja að kjarasamningar skili launþegum og samfélaginu raunverulegum ávinningi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar „Það er unnið hörðum höndum að undirbúningi kröfugerðar. Við erum í greiningar- vinnu hér á kjaramálasviðinu og erum að skoða mjög margt.“ Sólveig Anna segir líka að beðið sé eftir niðurstöðum úr ítarlegri launakönnun meðal félagsmanna. „Niðurstöður þessarar könnunar munu nýtast okkur vel því við erum að kanna hug félagsmanna og stemninguna meðal þeirra.“ Þar að auki mun Efling standa fyrir fundaröð sem hefst í dag. „Við munum fara yfir ýmislegt, ekki síst áherslurnar í kjaramálun- um. Svo verðum við með vinnu- staðafundi í næstu viku þar sem við eigum beint samtal við okkar félagsmenn.“ Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar „Það má segja að við séum að versla í okkar kröfugerð. Við auglýstum eftir hugmyndum félagsmanna og það er byrjað að skila sér. Svo verðum við með félagsfund þar sem fólk fær tæki- færi til að taka þátt í afgreiðslu tillagnanna.“ Aðalsteinn segir ýmsar hug- myndir þegar fram komnar. Sumar snúi að launatölum, meðal annars að lágmarkslaun verði 375.000 krónur á mánuði. „Svo eru hugmyndir um hækkun persónuafsláttar og að hann falli niður við milljón króna tekjur. Einnig um styttingu vinnu- vikunnar og hækkun vaxta- og barnabóta.“ Hilmar Harðarson formaður Samiðnar „Við erum að leggja af stað í það verkefni að móta okkar kröfugerð. Það verður farin hring- ferð þar sem öll aðildarfélögin verða heimsótt. Það er mikilvægt fyrir okkur að heyra í grasrótinni hvar áherslur okkar eiga að liggja. Svo vinnum við úr þeim gögnum.“ Hilmar segir það kröfu félags- ins að fá góða kaupmáttaraukn- ingu. „Þrátt fyrir áherslu á hækkun lægstu launa hefur kaupmáttur þessa hóps aukist mun minna en þeirra sem eru hærra launaðir.“ Þá gagnrýnir Hilmar að æðsta stjórnkerfið sé orðið leiðandi í launaþróun. „Hugsanlegir erfið- leikar í tengslum við kjarasamn- inga skrifast alfarið á stjórn- völd.“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR „Við sendum könnun til okkar félagsmanna um afstöð- una til komandi kjarasamninga. Það hefur verið gríðarlega mikil svörun og greinilegt að baklandið er orðið virkara. Við höfum ekki séð svona mikinn áhuga í langan tíma.“ Ragnar Þór segir það klárt mál að ef alvara sé á bak við það að bæta kjör almennings þurfi að ráðast í almennar kerfisbreytingar sem séu forsenda þess að launa- hækkanir skili sér. „Það er þegar búið að sam- þykkja hluta kröfugerðarinnar. Við munum leggja mikla áherslu á húsnæðismálin og viljum þjóðarátak þar. Svo verður áhersla á skattkerfisbreytingar eins og þrepaskiptan persónuafslátt.“ Tónninn sleginn í kröfugerð vegna komandi kjarasamninga KJARAMÁL Stjórnvöld hafa staðið fyrir samráðsfundum með aðilum vinnumarkaðarins frá því í árs- byrjun. Í aðdraganda komandi kjarasamninga var Gylfi Zoëga hag- fræðiprófessor fenginn til að vinna skýrslu um stöðu efnahagsmála. Í skýrslunni sem kynnt var í samráðs- hópnum í síðustu viku kemur fram að svigrúm til launahækkana sé um fjögur prósent. Ljóst er að verkalýðshreyfingin lítur einnig til aðgerða stjórnvalda til að liðka fyrir samningum. ASÍ sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem segir að tími aðgerða sé runninn upp. Búið sé að greina stöðuna og er þar meðal annars vísað í ársgamla skýrslu sam- bandsins um þróun á skattbyrði launafólks. Segir í tilkynningunni að kaup- máttaraukning síðustu ára hafi síður skilað sér til lágtekjufólks vegna vaxandi skattbyrði. Stjórnvöld hafi í skattaáherslum sínum unnið gegn áherslu verkalýðshreyfingarinnar á sérstaka hækkun lægstu launa. Þessi þróun hafi orðið vegna þess að skattleysismörk hafi ekki fylgt launaþróun á sama tíma og vaxta- og barnabætur hafi lækkað. ASÍ segir að boltinn sé hjá stjórnvöldum og tími til kominn að tekið verði á þessu augljósa óréttlæti. sighvatur@frettabladid.is Kjarasamningar á al- mennum vinnumarkaði renna út um næstu áramót. Verkalýðs- hreyfingin vinnur nú að kröfugerð sinni en at- vinnurekendur hafa sagt að lítið svigrúm sé til launahækkana. Verka- lýðsfélög leita til gras- rótarinnar til að fá fram áherslumálin. DóMsMÁL Vigfús Jóhannesson var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra, fyrir misneytingu og ítrekaðar nauðganir á þroskaskertri konu. Hann var bocciaþjálfarinn hennar um nokkurra ára skeið og var gerður að persónulegum talsmanni hennar árið 2015. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn sýndi enga iðrun þrátt fyrir að hafa ekki getað dulist fötlun konunnar og erf- iðar aðstæður. Vigfús var einnig dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir í miskabætur ásamt vöxtum en í framburði sálfræðings fyrir dómi kom fram að brot mannsins hefðu haft mjög alvarleg áhrif á andlega heilsu konunnar. – aá Nauðgari fékk fjögurra ára fangelsisdóm Vigfús fékk fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín gegn konunni. FRÉTTABLAÐIÐ/AuÐunn NeyteNDuR Heildsöluverð á smjöri hækkar um fimmtán prósent í dag og heildsöluverð mjólkur og mjólk- urafurða annarra en smjörs um 4,86 prósent. Atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið tilkynnti um þessa ákvörðun verðlagsnefndar búvara í gær. Lágmarksverð mjólkur til bænda hækkar um 3,52 prósent, eða úr 84,4 krónum í 90,48 krónur. Samkvæmt því sem kom fram í tilkynningu ráðuneytisins er hækkunin til komin vegna kostn- aðarhækkana við framleiðslu og vinnslu mjólkur. Greint er frá því að síðasta verðbreyting hafi verið gerð á nýársdag 2017 og síðan þá hafi gjaldaliðir í verðlagsgrund- velli kúabús hækkað um 3,6 pró- sent. Reiknuð hækkun vinnslu- og dreifingarkostnaðar afurðastöðva hafi þá hækkað um 8,14 prósent. – þea Rukka meira fyrir smjörið 1 . s e p t e M b e R 2 0 1 8 L A u G A R D A G u R6 f R é t t i R ∙ f R é t t A b L A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -7 7 4 0 2 0 B 7 -7 6 0 4 2 0 B 7 -7 4 C 8 2 0 B 7 -7 3 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.