Fréttablaðið - 01.09.2018, Side 10

Fréttablaðið - 01.09.2018, Side 10
Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000 TIL LEIGU Myndir, teikningar og nánari upplýsingar má nálgast á www.reitir.is og hjá Halldóri Jenssyni sölustjóra í 840 2100 eða halldor@reitir.is. Lyngás 17, 748 m2 Bjart skrifstofurými í Garðabæ Skrifstofurými á 2. hæð í lyftuhúsi í Garðabæ. Rýmið skiptist í opin rými með góðum gluggum og skrifstofur/fundarherbergi. Góð lofthæð, þakgluggar og fallegt útsýni. Reitir geta útfært eða breytt rýminu í takt við þarfir nýrra leigutaka. Kína Ásakanir nefndar Sameinuðu þjóðanna um upprætingu kynþátta- fordóma um að Kínverjar starfræki risavaxnar heilaþvottabúðir fyrir Uyghur-fólk í Xinjiang-héraði eru óábyrgar og byggðar á röngum upp- lýsingum. Þetta sagði Hua Chunying, upplýsingafulltrúi utanríkisráðu- neytis Kína, á blaðamannafundi í gær. Nefndin lýsti áhyggjum sínum af ástandinu í skýrslu á fimmtudaginn. „Margar ábendingar hafa borist um fangelsun stórra hópa Uyghur-fólks og annarra minnihlutahópa sem eru íslamstrúar. Fólki sé meinað að hafa samband við umheiminn í langan tíma án þess að hafa verið ákært fyrir nokkuð eða farið fyrir dómstóla. Þetta sé gert undir því yfirskini að verið sé að berjast gegn hryðjuverkum og trúaröfgum,“ segir í skýrslu sem nefndin birti almenningi á fimmtu- dag. Ýmis hryðjuverkasamtök innan þjóðflokksins hafa gert árásir í Kína. Vitnað er til sönnunargagna frá Xinjiang í skýrslunni sem benda til þess að tugum þúsunda sé haldið í fangabúðum í héraðinu. Þar sé fólkið „endurmenntað“. Nefndin lagði til að Kommúnistaflokkur Kína sleppti þeim sem hefðu ekki verið ákærð eða hlotið dóm og rannsakaði vandlega og á óhlutdrægan hátt ásakanir um kynþáttafordóma í garð Uyghur-fólks og annarra múslima. Einnig fór nefndin fram á að Kín- verjar greini opinberlega frá staðsetn- ingu og ástandi flóttamanna úr Uyg- hur-þjóðflokknum sem kínverska ríkið krafðist að kæmu heim á undan- förnum fimm árum. Farið var fram á skýringu á því hversu margir væru í fangabúðunum í Xinjiang, hvers vegna hver og einn hefði verið fluttur þangað og ástandi fanga og kennslu- skrá „endurmenntunarinnar“. Newsnight, fréttaskýringaþáttur á BBC, fjallaði ítarlega um málið á fimmtudag. Meðal annars var greint frá því að gervihnattamyndir sýndu að stórar fangabúðir hefðu nýlega verið byggðar og þá voru sýndar ljós- myndir af föngum sem áttu að hafa verið teknar í búðunum. Rætt var við tvo sjónarvotta, annar hafði verið í búðunum og hinn heim- sótt þar ástvin. Frásögnum þeirra bar saman um að fólk væri látið kyrja söngva Kommúnistaflokksins, afneita trú sinni og þylja upp boðskap kín- verska kommúnismans. Maðurinn sem hafði verið í búð- unum sagðist hafa verið pyntaður og hengdur upp klukkutímum saman fyrir framan ýmis pyntingartæki. Sá sem heimsótti búðirnar sagði að vinir hans og vandamenn í búðunum hefðu virst eins og vélmenni. John Sweeney, blaðamaður BBC sem var með umfjöllunina, sagði að þótt Kínverjar hefðu talað um endur- menntun í útgefnu efni kallaðist starf- semin í búðunum í Xinjiang einfald- lega „heilaþvottur“ á mannamáli. Mannréttindabrotarannsakandi sem BBC ræddi við sagði að afar hóf- legt væri að áætla að 100.000 væri haldið í búðum í Xinjiang. Mögulega væri talan mun nær milljón. Allnokkrir bandarískir þingmenn úr röðum beggja stóru flokkanna kölluðu eftir því í vikunni að ráðist yrði í þvingunaraðgerðir vegna máls- ins. „Í ljósi fangelsunar allt að milljón Uyghur-fólks og annarra múslima í „pólitískum endurmenntunarbúð- um“ er nauðsynlegt að alþjóðasam- félagið bregðist við af hörku,“ sagði í bréfi sem þingmennirnir sendu Mike Pompeo utanríkisráðherra. „Saga mannréttindamála í Kína er mun betri en í Bandaríkjunum þann- ig að Bandaríkin eru ekki í neinni stöðu til þess að dæma okkur. Kína er staðráðið í því að tryggja trúfrelsi kínverskra borgara,“ sagði Hua um bréfið. thorgnyr@frettabladid.is Kína hafnar ásökunum um heilaþvott Nefnd á vegum SÞ sakar Kínverja um að heilaþvo Uyghur-fólk í búðum í Xinjiang-héraði. Kínverjar sakaðir um heilaþvott og pynting- ar. Talið að milljón gæti verið í haldi án ákæru eða dóms. Kínverjar hafna ásökununum og segja þær byggðar á röngum upplýsingum. Hua Chunying, upplýsingafulltrúi kínverska utanríkisráðuneytisins, hafnaði ásökununum í gær. NordiCpHotos/AFp 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -8 6 1 0 2 0 B 7 -8 4 D 4 2 0 B 7 -8 3 9 8 2 0 B 7 -8 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.