Fréttablaðið - 01.09.2018, Síða 12

Fréttablaðið - 01.09.2018, Síða 12
Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu. Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu og ágætan hagnað. Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða möguleika á veltuaukningu bæði í verslun, heildverslun og verktöku. Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða samhenta fjölskyldu. Fyrirtæki með mikla möguleika Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu. Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu og ágætan hagnað. Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða möguleika á veltuaukningu bæði í verslun, heildverslun og verktöku. Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða samhenta fjölskyldu. Fyrirtæki með mikla möguleika Fyrirtæki með mikla möguleika Gamalgróin og vel þekkt raftækjaverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu. Mikill eigin innflutningur á ýmis konar rafmagnsvörum sem gefur töluverða möguleika á veltuaukningu bæði í verslun og heildverslun. Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða samhenta fjölskyldu. Gamalgróið fjölskyldufyrirtæki með verslun og heildverslun á besta stað í Reykjavík er til sölu. Afkoma er góð með um 80 milljóna kr. ársveltu og ágætan hagnað. Mikill eigin innflutningur sem gefur töluverða möguleika á veltuaukningu bæði í verslun, heildverslun og verktöku. Tilvalið fyrirtæki fyrir hugmyndaríkt fólk eða samhenta fjölskyldu. Fyrirtæki með mikla möguleika Æðstu yfirmenn m j a n m a r s k a hersins, sem kallaður er Tat­ma daw á máli heimamanna, voru í vikunni sakaðir um alvarleg brot á alþjóðalögum. Í skýrslu sem rannsóknarnefnd á vegum mann­ réttindaráðs SÞ birti voru mennirnir sakaðir um þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi. Yfirvöld í Mjanmar, til að mynda Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, eru sökuð um að ljúga um glæpi hersins. Bæði yfirvöld og her hafa lýst sig saklaus af ásökununum. Skýrslan er sögð einhliða. Þótt skýrslan fjalli einnig um ofbeldi í Shan­ og Kachin­ríkjum Mjanmar er að mestu fjallað um þjóðarmorðið á þjóðflokknum Róhingjum í Rakhine­ríki. Á meðan meirihluti Rakhine, og Mjanmar alls, er byggður búddistum eru Róhingjar múslimar. Svart haust Haustmánuðir síðasta árs rata á spjöld sögunnar sem einir þeir svörtustu í sögu þessa heimshluta, jafnvel heimsins alls. Eftir auknar ofsóknir í kjölfar átaka í ríkinu árið 2012 höfðu margir Róhingjar fengið nóg. Frelsisher Róhingja (ARSA) gerði árás á herstöðvar í Rakhine þann 25. ágúst 2017. Ekki var um háþróaða árás stór­ hættulegra hryðjuverkasamtaka að ræða. Lítill hluti óþjálfaðra leiðtoga ARSA bar skotvopn en flestir árásar­ mennirnir voru algjörlega óþjálfaðir og báru prik og hnífa. Sumir höfðu frumstæðar sprengjur. Tólf fórust í árásunum. „Viðbrö ð yfirvalda, sem fóru af stað innan við klukkutíma seinna, voru snör, harðneskjuleg og úr öllu samhengi við upphaflegu árásirnar,“ segir í skýrslunni. Markmið yfir­ valda var að afmá „hryðjuverkaógn­ ina“ sem stafaði af ARSA og á næstu dögum og vikum breiddist ofbeldið út til hundraða bæja. Aðgerðirnar beindust gegn öllum Róhingjum og töluðu yfirvöld um „hreinsunarað­ gerðir“ í þessu samhengi. Á árinu sem fylgdi flúðu að nærri 750.000 Róhingjar til Bangladess. Rannsakendur segja að árásar­ mynstrið hafi verið hið sama alls staðar. Róhingjar vöknuðu við skotvelli, sprengingar eða öskur nágrann sinna. Kveikt var í bygg­ ingum, byrgt fyrir dyrnar og skotið var inn um glugga. Landið sem hinir brenndu bæir stóðu á fór ekki aftur til Róhingja. Jarðýtur flöttu landið út og var þannig öllum ummerkjum um fyrri veru Róhingja á svæðinu eytt. Nýjar byggingar voru svo reistar fyrir „alvöru“ íbúa Mjanmar. Hrottaleg brot Mat rannsakenda á tölu látinna er það að of hóflegt væri að áætla að 10.000 Róhingjar hafi verið myrtir. Í skýrslunni eru útlistuð nokkur af svæsnustu brotum hersins. Fjallað er um að í Min Gyi, Maung Nu, Chut Pyin, Gudar Pyin og í fleiri bæjum hafi stórfelldar fjöldaaftökur farið fram. Í mörgum tilfellum hafi hundruð verið myrt í einu. Einnig greina rannsakendur frá því að hermenn hafi beitt kyn­ ferðisofbeldi sem vopni. Konum hafi verið nauðgað í hópum, jafn­ vel þangað til þær létu lífið, fyrir framan fjölskyldu sína. Ásakanir rannsakenda Yfirmenn mjanmarska hersins eru í skýrslunni sakaðir um stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðar­ morð. Mælst er til þess að öryggisráð SÞ komi sér saman um að sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt. Annað­ hvort með því að vísa málinu til Alþjóðaglæpadómstólsins eða með því að samþykkja skipun sjálfstæðs stríðsglæpadómstóls. Í ljósi við­ bragða Kínverja í vikunni, í þá átt að skýrslan hafi verið til þess fallin að auka á togstreituna og gert illt verra, er ljóst að erfitt verður fyrir ráðið að ná samkomulagi um aðgerðir. Imogen Foulkes hjá BBC benti á í vikunni að með því að skipa sérstak­ an stríðsglæpadómstól, líkt og gert var í kringum stríðsglæpi í Rúanda og Júgóslavíu, væri hægt að komast hjá neitunarvaldi öryggisráðsins. Allsherjarþingið gæti skipað dóm­ stólinn. Hins vegar þyrfti mjan­ marska ríkið að vinna með rann­ sakendum, tryggja að hinir ákærðu mættu fyrir dóm. Nóbelsverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi er þjóðarleið­ togi Mjanmar. Hún komst til valda í kosningum 2015 eftir að henni hafði verið neitað um að taka við völdum eftir kosningar árið 1990. Eftir þær kosningar fór hún í stofu­ fangelsi og fékk hún friðarverðlaun Nóbels ári seinna fyrir friðsamlega andstöðu sína gegn herforingja­ stjórninni, sem ógilti kosningarnar. Suu Kyi sneri aftur 2015 og tók sæti eftir kosningar sem ríkisráðgjafi. Þrátt fyrir að hafa engin völd yfir hernum er Suu Kyi ekki undanskilin gagnrýni rannsakenda í skýrslunni. Hún er sögð, líkt og ríkisstjórn hennar öll, hafa logið um glæpi hersins, neitað því að þeir hafi átt sér stað og um að torvelda starf rannsakenda. Ólíklegt þykir þó að Suu Kyi verði sjálf dregin fyrir dóm. Viðbrögð Mjanmar Mjanmarska ríkið neitaði því alfarið í vikunni að þjóðarmorð hefði verið framið. „Við leyfðum nefndinni ekki að koma til Mjanmar og þar af leiðandi munum við ekki sam­ þykkja eða vera sammála neinum ályktunum mannréttindaráðsins,“ sagði Zaw Htay, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Htay sagði að ríkisstjórnin hefði sjálf ráðist í rannsókn á „upplognum ásökunum stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins“. Þá væri ríkisstjórnin algjörlega and­ víg öllum mannréttindabrotum. Þessar rannsóknir mjanmarskra yfirvalda eru sagðar algjörlega marklausar í skýrslunni. Suu Kyi gagnrýnd Zeid Ra’ad al Hussein, mannrétt­ indastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á fimmtudag að Suu Kyi hefði getað gert mun meira til þess að koma í veg fyrir hörmungarnar. Hún hefði getað sagt af sér og hefði í raun átt að gera það frekar en að reyna að hreinsa mannorð hersins. „Hún var í góðri stöðu til þess að beita sér. Annaðhvort hefði hún átt að þegja eða einfaldlega segja af sér. Það var engin þörf á því að hún yrði talsmaður mjanmarska hersins,“ sagði Hussein í viðtali við fyrrnefnda Foulkes hjá BBC. Suu Kyi hefur sjálf ekki tjáð sig um skýrslu vikunnar. Hún hefur áður sagt, í viðtölum við fjölmiðla og á ráðstefnum, að ásakanirnar byggist á misskilningi og falsfréttum. Þjóðarmorð á Róhingjum í Mjanmar Mjanmarskir herforingjar voru í vikunni sakaðir um þjóðarmorð. Sagðir hafa brennt Róhingja inni í húsum þeirra og tekið af lífi í hrönnum. Mjanmarska ríkið neitar sök og fyrrverandi friðarverðlaunahafinn sem leiðir ríkisstjórnina hefur sagt um falsfréttir að ræða. Ungar Róhingjastelpur á bak við gaddavírsgirðingu í Kutupalong-flóttamannabúðunum í Bangladess. NoRdicpHotoS/AFp Aung San Suu Kyi ríkisráðgjafi á ráðstefnu í vikunni. NoRdicpHotoS/AFp Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Haustmánuðir síðasta árs rata á spjöld sögunnar sem einir þeir svörtustu í sögu þessa heimshluta. Umfjöllun um baksögu þessarra ofsókna má nálgast á +Plús síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +plús er eingöngu í Fréttablaðs-appinu eða í pdF-útgáfu blaðsins sem er aðgengileg á frettabladid.is. +plúS 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -7 2 5 0 2 0 B 7 -7 1 1 4 2 0 B 7 -6 F D 8 2 0 B 7 -6 E 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.