Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2018, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 01.09.2018, Qupperneq 16
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Er ekki eðlilegt að forsvarsmenn lífeyrissjóð- anna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verð- mætabruni endurtaki sig? Umrót er í viðskiptalífinu svo ekki sé meira sagt. Stóru flugfélögin, Wow og Icelandair, eru fyrirferðarmest. Hið fyrr­nefnda náði mikilvægum fjármögnun­aráfanga í vikunni og virðist, ef marka má orð stjórnenda, vera komið fyrir vind fram að fyrirhugaðri skráningu félagsins á næstu 18 til 24 mánuðum. Icelandair birti sína aðra afkomuviðvörun á réttum sex vikum. Í kjölfarið axlaði forstjórinn, Björgólfur Jóhannsson, ábyrgð á slælegu gengi og hætti störfum. Mikið hefur verið rætt um kerfislega áhættu sem af kunni að hljótast ef annað flugfélaganna, eða bæði, lenda í rekstrarvandræðum eða gjaldþroti. Ferða­ mannaiðnaðurinn er okkar stærsta útflutningsgrein. Vart þarf að fjölyrða um áhrifin ef verulegur hluti ferðamanna sem hingað ætla sér að koma kemst ekki. Að þessu leyti eru flugfélögin tvö á sama báti. Bæði eru þau orðin kerfislega mikilvæg fyrir land og þjóð. Að öðru leyti eru þau gerólík. Wow er ungt fyrirtæki sem vaxið hefur gríðarlega undir stjórn forstjóra þess, og eina eiganda, Skúla Mogensen. Lengi hefur verið á allra vitorði að Skúli og Wow hafi spilað djarft. Það fylgir því einfaldlega að vera ungt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti. Tímabundin lausafjárvandræði eru þekkt stærð á þeirri vegferð. Icelandair er rótgróið íslenskt stórfyrirtæki, upp­ runalega stofnað 1937, og að mörgu leyti samofið auknum samskiptum Íslands við umheiminn. Flug­ leiðir, eins og Icelandair hét lengi vel, er flaggskipsflug­ félag, rétt eins og BA í Bretlandi eða SAS á Norðurlönd­ unum. Vandræði Icelandair rista einfaldlega dýpra í þjóðarsálinni. En kannski er það einmitt þessi staða Icelandair sem eins af krúnudjásnunum í íslensku viðskiptalífi sem er rót vandans. Félagið er nánast einvörðungu í eigu íslenskra lífeyrissjóða, og því á forræði fólks sem sýslar með annarra manna fé. Ýmislegt bendir til þess að skjólstæðingar lífeyris­ sjóðanna hafi látið áhrif og völd í stórfyrirtækinu afvegaleiða sig frá því meginhlutverki að fylgjast með rekstrinum og veita aðhald. Icelandair missti á meðan sjónar á rekstrarkostnaði, og fór í auknum mæli að fjárfesta í óskyldum rekstri. Hvers vegna, fyrst lífeyrissjóðirnir hafa slíka trú á flugrekstri, voru öll eggin sett í Icelandairkörfuna? Hefði ekki verið eðlilegt að dreifa áhættunni og fjárfesta samtímis í öðrum innlendum og erlendum flugfélögum? Hlutabréf í Icelandair hafa lækkað um 60% á einu ári, 80% yfir tveggja ára tímabil. Lífeyrisþegar hafa orðið fyrir gríðarlegu tjóni. Er ekki eðlilegt að forsvars­ menn lífeyrissjóðanna hugsi sinn gang – reyni að átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir að slíkur verðmæta­ bruni endurtaki sig? Egg í sömu körfu Hugmyndafræði er eins og eðlisfræðiformúla búin til úr fiðurkoddum og kasmírull: x + y = klippt og skorin veröld þar sem íbúar sofa værum svefni á hverri einustu nóttu með höfuðið á handtíndum æðardún umvafnir vandlega ofinni voð og vissu um að hlutirnir eru sléttir og felldir, annaðhvort svartir eða hvítir, og martraðir á borð við efa og óvissu eru efnislegur ómöguleiki. Hugmyndafræði er á yfirborðinu jafnkósí og upp­ búið rúm í Ikea. En þeir sem hreiðra um sig í slíku kerfi fljóta þó gjarnan sofandi að feigðarósi. Auðlindir handa öllum Fyrir nokkrum vikum birtist í Fréttablaðinu grein um eignarhald á landi eftir Ögmund Jónasson, fyrrverandi þingmann og ráðherra. Í greininni spyr Ögmundur Sam­ tök atvinnulífsins hvort ekki sé ráð að sameinast um að auðlindir Íslands á borð við land verði Íslendinga allra. Þeim til skemmtunar sem hafa gaman af ritdeilum beit Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Sam­ taka atvinnulífsins, á agnið og svaraði Ögmundi fullum hálsi. Halldór kveður það glapræði að færa land í hendur fjöldans. Vísar hann í kennisetningu um „harmleik almenninganna“ og segir: „Þegar eitthvað er í eigu allra hefur enginn hagsmuni af því að ganga vel um það.“ Nýlega kom út í Bretlandi ævisaga Geralds Gros ve­ nor, sjötta hertogans af Westminster sem lést árið 2016. Grosvenor fjölskyldan hefur kynslóðum saman verið ein auðugasta fjölskylda Bretlands. Fjölskyldunafnið sem og auðæfin má rekja aftur um þúsund ár. Forfaðir Geralds, Normanninn Hugh „Le Grand Veneur“ (mikli veiðimaðurinn), var stór vexti og var því uppnefndur „Le Gros Veneur“ (feiti veiðimaðurinn). Hugh þessi var handgenginn Vilhjálmi 1. Englandskonungi, eða Vilhjálmi bastarði eins og hann er gjarnan kallaður, og að launum hlaut hann mikið land í Cheshire. Það var hins vegar árið 1677 þegar Thomas Grosvenor kvæntist hinni tólf ára Mary Davies, erfingja að votlendi sem síðar varð að fínustu hverfum Lundúna, Mayfair og Belgravia, að ríkidæmi fjölskyldunnar var tryggt. Þegar Gerald Grosvenor lést var hann einn stærsti landeigandi Bretlands og var hann talinn þriðji ríkasti maður landsins. Var viðskiptaveldi hans metið upp á 8,3 milljarða punda eða 1.200 milljarða íslenskra króna. Hertoginn var góðvinur Karls Bretaprins og guðfaðir Vilhjálms Bretaprins. Eitt sinn spurði ákafur blaðamaður Financial Times hertogann hvaða ráð hann gæti gefið ungum athafna­ mönnum sem vildu leika eftir velgengni hans. Her­ toginn svaraði: „Að eiga forföður sem var góðvinur Vilhjálms bastarðar.“ Markaðurinn og eiginhagsmunir Árið 2007 fullyrti Alan Greenspan, fyrrverandi seðla­ bankastjóri Bandaríkjanna og óþreytandi talsmaður hugmyndafræðinnar um hinn frjálsa markað, að laga­ setningar á sviði fjármála væru svo gott sem óþarfar: „Stærstur hluti alþjóðlegra fjármálaviðskipta heims­ ins og þar af leiðandi viðskipta einstakra landa sér sjálfur um að setja sér leikreglur; markaðurinn virkar ... Við vitum ekki hvernig en hann virkar.“ Árið 2008, eftir að alþjóðlega efnahagskreppan brast á, varð Greenspan að éta ofan í sig orð sín: „Það voru mistök af minni hálfu að gera ráð fyrir að eiginhagsmunir stofnana á borð við banka væru betur til þess fallnir að vernda hluthafana.“ Eiginhagsmunir tryggja ekki neitt. Ef hagsmunir okkar stýrðu gjörðum okkar værum við öll í kjörþyngd með blóðþrýstinginn í lagi, viðbótarlífeyrissparnað skipulagðan í Excel, búin að plana fisk og salat í kvöld­ matinn, afhenda börnunum bók í staðinn fyrir iPadd­ inn og að skræla gulrætur í kvöldsnarl á leiðinni í jóga á hjóli með aukalóð á fótunum. Það eina sem hugmyndafræði framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins tryggir er að góðvinir Vilhjálms bastarðar samtímans og afkomendur þeirra mega eiga von á góðu. Bastarðar samtímans Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30 í leikfimissal Hvassaleitisskóla. Námskeiðið er tólf vikur. Kennari er Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari. Skráning er hafin á námskeiðið sem hefst þriðjudaginn 11. september kl. 17.30. Upplýsingar og skráning í síma: 899-8669. SUÐRÆN SVEIFLASUÐR N SVEIFLA Suðræn sveifla er skemmtileg líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun, latin dönsum eins og Cha Cha, Jive, Salsa og fl., kviðæfingum og góðri slökun. Hver tími er 60 mínútur og kennt er tvisvar í viku á þriðjudögum og fim- mtudögum kl. 17:30 í leikfimissal Hvassaleitisskóla. Einnig verður kennt á miðvikudögum kl. 18:00 og laugardögum kl. 11:00 í Stúdíói Sóleyjar Jóhannsdóttur, Mekka Spa. Kennarar eru Birgitta Sveinbjörnsdóttir danskennari.og Ólöf Björk Björnsdóttir Skráning er hafin á bæði nám- skeiðin sem hefjast þriðjudaginn 11.janúar og miðvikudaginn 12.janúar Upplýsingar og s ing í síma: 899-8669. Suðræn sveifla tileg líkamsrækt fyrir konur á öllum aldri. Námskeiðið byggist upp á mjúkri upphitun, latin dönsum eins og Cha Cha, Jive, Salsa og fl., kviðæfingum og nidra slökun. 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -4 A D 0 2 0 B 7 -4 9 9 4 2 0 B 7 -4 8 5 8 2 0 B 7 -4 7 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.