Fréttablaðið - 01.09.2018, Síða 22

Fréttablaðið - 01.09.2018, Síða 22
Sunnudaginn 2. septem-ber verður Jazzhátíð Reykjavíkur þjófstartað með skemmtilegu „jam-session“ á Bryggjunni Brugghúsi kl. 20 þar sem aðgangur er ókeypis. Jazzhátíðin sjálf hefst hins vegar miðvikudag- inn 5. september með skrúðgöngu frá Lucky Records við Hlemm kl. 17 og gengið verður að Borgarbóka- safninu þar sem hátíðin verður formlega sett. Heimsklassa djasskonur spila Jazzhátíð Reykjavíkur verður með öðruvísi sniði í ár þar sem viðburðir verða á víð og dreif um borgina og heildar- myndin því fjölbreyttari. Allt helsta djasstónlistarfólk landsins tekur senn upp hljóðfæri sín en það sem vekur ef- laust athygli í ár er að hátíðin hefur náð góðum árangri í að auka hlut kvenna í þessum annars karllæga geira. Drottning dönsku djasssenunnar, Marilyn Mazur, ásamt tíu kvenna hljómsveit sinni en hún var í hljómsveit goðsagnarinnar Miles Davis forðum daga. Sigmar Þór Matthíasson, bassa- og tón- fræðikennari. læra að finna æta sveppi? Það er ráðlegt að þekkja æta sveppi frá þeim eitruðu. Í dag klukkan tíu heldur Háskóli Íslands ásamt Ferða- félagi Íslands í árvissa göngu þar sem sveppum er safnað í Heiðmörk. Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands, leiðir gönguna ásamt fjölda nemenda sem allir hafa sérþekkingu á íslenskum sveppum. Um helgina Af hverju ekki að… Ragga nagli: Öfgakenndur í örstutta stund? Á haustin gera margir metnaðarfullar áætlanir tengdar líkamsrækt fyrir veturinn. Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, minnir á að öfgar eru ekki líklegar til árangurs. „Það er ekkert mál að vera öfgakenndur í örstutta stund. Það er meiri áskorun að feta meðalveginn í langan tíma. En sú nálgun mun skila þér langtíma árangri. Tileinkaðu þér litlar heilsuvenjur frekar en að umturna öllu á einni nóttu. Ef þú getur ekki hugsað þér mataræði eða hreyfingu eftir sex mánuði, eitt ár þá ertu ekki á réttri braut.“ skoða vitann sem er opinn almenningi í dag? Einu sinni á ári er Gróttuviti opnaður almenningi. Dagskráin er fjölbreytt, útijóga, flugdrekasmiðja og vöfflukaffi. horfa á The Innocents (Netflix)? Drungalegur og rómantískur vísindatryllir um kær- ustuparið June og Harry sem hleypst á brott til að hefja nýtt líf. Jóhannes Haukur Jóhannesson fer á kostum í aðalhlutverki. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is Dagskráin í grófum dráttum Grand Hótel „Það verður mikið um að vera þessa daga og það sem stendur kannski upp úr er 10 kvenna hljómsveit slagverksleikarans Marilyn Mazur. Hljómsveit hennar heitir Shamania og er Mazur án efa drottning danska djassins enda eina konan sem hefur verið í hljómsveit goðsagnarinnar Miles Davis.“ Tónleikarnir fara fram á Grand Hóteli á laugardeginum kl. 19.30. Fyrr um daginn stígur á svið söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir sem sló svo eftir- minnilega í gegn í hlutverki Ellyjar Vilhjálmsdóttur í Borgarleikhús- inu. Katrín Halldóra og Haukur Gröndal ásamt hljómsveit hans, Arctic Swing kvintett, leika lög frá gullaldarárum djass- ins 1927-1945 en tónleikarnir hefjast kl. 13. Tuttugu ára gamla tríóið Marcin Wasilewski Trio spilar einnig á laugardeginum. Tjarnarbíó Gítarleikarinn Ralph Towner kemur frá Bandaríkjunum og leikur ein- leik á klassískan gítar. Það sem er einstakt við gítarleik Towners er að hann spilar á nælonstrengjagítar. „Sjálfur er ég mjög spenntur fyrir þessum tónleikum. Towner er mikill meistari í sínu fagi enda fáheyrt að spilað sé á nælonstrengi. Towner er hvað þekktastur fyrir leik sinn með hljóm- sveitinni Oregon en hefur leikið með mörgum af stærstu nöfnum djassins,“ segir Leifur. Tónleikarnir hjá Towner fara fram í Tjarnarbíói föstudaginn 7. september kl. 21.30. Sunna Gunnlaugsdóttir verður með útgáfutónleika á fimmtudeg- inum í Tjarnarbíói kl. 21.30. Sunna fór til Finnlands í nóvember sl. með tríó sitt og vann með trompet- leikaranum Verneri Pohjola. Sveitin kom fram á nokkrum stöðum og hljóðritaði í leiðinni efnið sem er að finna á nýju plötunni, Anchestry. Giulia Valle Trio, Ingi Bjarni Trio, Sigmar Þór Matthíasson og Scott McLemore Quartet koma einnig fram í Iðnó. Leifur Gunnarsson, hátíðarhaldari og tónlistar- maður. Það sem er nýtt í ár er að dag- skráin færist úr Hörpu yfir á fleiri staði en einnig er í ár lögð áhersla á fleiri konur í djasstónlist. Sex konur eru í fararbroddi atriða á hátíðinni í ár auk Rósu Guðrúnar Sveinsdóttur sem leiðir skrúðgönguna í ár. „Í dag er mikið hugað að jöfnum möguleika kynjanna og í djass- geiranum eru konur í miklum minnihluta. Þetta á ekki bara við hér á Íslandi, þó svo að við séum kannski á eftir samanburðarþjóð- um í þessum málum. Við í stjórn hátíðarinnar trúum því að með því að flytja inn heimsklassa kvenkyns hljómleikafólk gefum við kvenkyns tónlistarnemendum fyrirmyndir. Stelpur spila líka djass,“ segir Leifur hátíðarhaldari og tónlistarmaður. Virku dagana fara tónleikar fram í Hannesarholti, Iðnó og Tjarnar- bíói sem eru í göngufæri hvert við annað en helgardagskráin fer fram á Grand Hóteli og í Gömlu kartöflu- geymslunum. Meginuppistaðan á hátíðinni er það helsta úr íslensku djasssenunni, en einnig eru flutt inn nokkur atriði frá útlöndum. Hægt verður að kaupa staka miða á alla viðburði á Jazzhátíð en einnig eru í boði afsláttarpakkar á 4, 6 eða 8 tónleika. Miðasala fer fram á tix.is og dagskrána í heild sinni má finna á reykjavikjazz.is. gunnthorunn@frettabladid.is Hannesarholt Agnar Már og Lage Lund taka nokkur lög í Hannesarholti en þeir eru nýkomnir úr hljóðveri í Brooklyn þar sem þeir tóku upp nýja tónlist eftir Agnar. Sigurður Flosason og sænski píanóleikarinn Lars Jansson hafa þekkst í nokkur ár og spilað tals- vert saman. Þeir spila á tvennum tónleikum í Hannesarholti þar sem áhersla verður á tónsmíðar þeirra beggja. Iðnó Sellóleikarinn Þórdís Gerður Jónsdóttir og danska tónskáldið og kontrabassaleikarinn Richard Andersson stíga á svið í notalegum húsakynnum Iðnó. Þórdís Gerður flytur eigin tónsmíðar en hún er einnig mikið fyrir spuna í djassi. Gömlu kartöflugeymslurnar Aðalstuðið verður svo í Gömlu kartöflugeymslunum en þar koma fram Andrés Þór og Miro Herak, Dóh Tríó, Skeltr og Una Stef sem hefur verið áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár. Hún hefur heillað landann með sálar- og djassskotnum lögum sínum líkt og „Mama Funk“. 1 . s e p t e M b e R 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R22 H e L G i n ∙ F R É t t A b L A ð i ð helgin 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -8 1 2 0 2 0 B 7 -7 F E 4 2 0 B 7 -7 E A 8 2 0 B 7 -7 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.