Fréttablaðið - 01.09.2018, Síða 27

Fréttablaðið - 01.09.2018, Síða 27
bara foreldra mína og stelpurnar tvær. Eldri dóttir mín frestaði brúð­ kaupinu fyrir mig og bíður eftir að ég losni,“ segir Mirjam og bendir á að ólíkt íslenskum föngum sem geta fengið heimsóknir, farið í dagsleyfi og viðhaldið tengslum við fjöl­ skyldu sína, hefur hún ekki haft nein tök á að hitta fólkið sitt í Hol­ landi frá því að hún var handtekin. Lögfræðingur Mirjam vinnur nú að því að fá ákvörðuninni um boðun í fangelsi breytt. Mirjam var veittur frestur, fyrst í viku og svo í mánuð til viðbótar. Sá frestur renn­ ur út 7. september. Að óbreyttu þarf Mirjam að mæta til afplánunar eftir viku. Hún segir margt hafa breyst frá því símtalið kom. „Svo er alltaf verið að hringja í mig á næturnar, út af tækinu,“ segir Mirjam og vísar til móttökutækis ökklabandsins. Hún veit ekki hvort þau eru frá Fangelsis­ málastofnun eða öryggisfyrirtækinu sem sér um ökklaböndin. Þau áttu sér aldrei stað áður en hún fékk boðun um að mæta aftur til afplán­ unar. „Mér líður eins og það sé fylgst með hverju skrefi sem ég tek og þess beðið að ég stígi feilspor sem rétt­ læti að ég verði sett inn.“ Hvað vilt þú helst að gerist? „Ég vil bara að þetta hverfi. Ég vil bara fá að ljúka minni afplánun næsta vor og fara heim til Hollands. En nú er það ekki lengur möguleiki. Það er ekki hægt að taka aftur hina breyttu ákvörðun.“ Mirjam ætlar að berjast fyrir frelsi sínu og lögmaður hennar er vakinn og sofinn í málinu og er daglegur gestur í helstu stofnunum sem hafa með málið að gera. „En í sannleika sagt er ég hundleið á þessu,“ segir Mirjam. „Mig langar ekkert að berj­ ast, mig langar bara til að lifa lífinu. En ef þeir setja mig í fangelsi, þá kæri ég þá til andskotans.“ Vildi geta sýnt kerfinu virðingu Mirjam segist oft hafa haft tæki­ færi til að kvarta undan ýmsu og fara með mál í fjölmiðla. „En ég hef altaf hugsað það vandlega, og hver áhrifin af því gætu orðið. Ekki bara fyrir mig heldur líka af virðingu fyrir starfsfólki stofnunarinnar. Ég fæ ekkert út úr því að nudda þeim upp úr því sem rangt hefur verið gert. Ég ber almennt virðingu fyrir fólki og er yfirhöfuð hvorki haturs­ full né bitur manneskja. En núna hef ég bara hugsað, þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur það sýnt sig að þetta fólk ber ekki snefil af virðingu fyrir mér eða mínu lífi og framtíðarvonum eftir afplánun. Mér líður eins og það sé stöðugt verið að draga fram í mér allar mínar verstu tilfinningar, hatur, biturð og reiði, í staðinn fyrir að nálgast mig af kær­ leika. Þetta veldur mér svo miklum vonbrigðum, líka bara með fólk. Af hverju má ég ekki bara halda áfram með lífið?“ Aðspurð um framtíðina segir Mirjam erfitt að skipuleggja líf sitt þegar maður veit ekki hvar maður má vera. „Lífið hefur bara verið í bið og óvissan lamar mann í svo mörgu. Ég var til dæmis að hugsa um að læra íslensku en til hvers? Í húsinu okkar á Akranesi hef ég stóra vinnu­ aðstöðu til að gera töskur, en ég hef ekki standsett hana eða skipu­ lagt neitt. Á efri hæðinni langar mig svo að hafa gallerívegg með myndum af börnunum mínum og börnunum hans Tomma og myndir úr lífi okkar. En ég hef ekki byrjað á neinu af því að ég veit ekki hvort við verðum hér; hvort ég fæ að vera í þessu landi öðru vísi en í fangelsi. Þetta er svo mikil byrði, að vita ekki, að ég hef bara ekki orku til að hugsa um framtíðina. Eini slök­ unartíminn minn er þegar ég er með hestunum,“ segir Mirjam sem hefur verið hestakona frá unga aldri og þegar hún var á Vernd keypti Tommi handa henni hest. Nú eiga þau tvo hesta og Mirjam segir að bestu stundir þeirra hjóna séu með hestunum. Langar að heimsækja Auschwitz En eitthvað hlýtur þig að langa til að gera í framtíðinni? „Mig langar svo að ferðast. Eign­ ast húsbíl og keyra um alla Evrópu. Við höfum bæði gengið í gegnum svo margt og ég verð fimmtug á næsta ári. Nú langar mig bara að lifa lífinu aðeins. Ég hef líka fengið annað tækifæri í lífinu eftir hjarta­ aðgerðina og mig langar bara að njóta þess, og með Tomma, því að við elskum félagsskap hvort annars og okkur líður svo vel saman og við skiljum hvort annað svo vel. Því í sannleika sagt þá erum við líka bæði frekar brotin eftir fangelsisvistina því að fangelsi breytir fólki. Það breytir manni fyrir lífstíð og með óafturkræfum hætti að vera sviptur frelsinu.“ Hvernig breytir fangelsi manni? „Það er erfitt að treysta fólki til dæmis. Mig langar að treysta fólki og reyni að sjá það góða í fólki en á erfiðara með að hleypa fólki að mér núna. Tommi er alveg eins. Þess vegna erum við svo góð saman, af því að við skiljum hvort annað.“ Hvað langar þig að sjá í Evrópu? „Ég veit að þetta hljómar undar­ lega, en mig langar að sjá Auschwitz. Amma var í andspyrnunni. En fyrst af öllu vil ég fara heim og stinga tánum í hollenska fjöru og anda að mér hollenska loftinu.“ Áttu eftir að taka Ísland í sátt? „Sko, ég þoli ekki Ísland. En ég elska samt landið og náttúruna. Við Tommi förum oft í langa bíltúra og svo erum við auðvitað mikið úti í náttúrunni með hestana og landið er dásamlegt. En þegar kemur að pólitíkinni og hræsninni hér þá skil ég ekki hvernig Íslendingar geta horft fram hjá því sem gerist hér stundum, ekki bara í mínum málum heldur víðar. Ég veit að ég gerði rangt enda fékk ég þyngsta dóm sögunnar fyrir og þótt ég muni berjast gegn þessu alla leið þá langar mig mest bara til að halda áfram með lífið. Mig langar ekkert að rífast og berjast. Vegna þess líka að í öllum þessum hryllingi fann ég eitt gott. Ég fann ég manninn minn og ég má bara ekki vera að þessu.“ Mig langar ekkert að berjast. Mig langar bara að lifa lífinu. en ef þeir setja Mig aftur í fangelsi þá kæri ég þá til andskotans. Höll í Naustareit — til leigu 1. h æ ð 2. h æ ð 550 2090Áhugasamir hafi samband: Tryggvagata 10 N or ðu rs tíg ur Besta hornið í bæ num ! naustareitur@festir.is Fiskhöllin, Tryggvagötu 10, var byggð sem sláturhús árið 1906 úr steypusteinum en var seinna notuð sem fiskgeymsla, fiskbúð og íbúðarhús. Húsið hefur verið endurbyggt í upprunalegri mynd. Til að mynda eru gluggarammar og turn hússins endurgerð. Við leitum að áhugasömum rekstraraðilum í húsið sem mun verða áberandi kennileiti við gömlu höfnina. Ýmiskonar rekstur kemur til greina. h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 27l A U g A R D A g U R 1 . s e p T e m B e R 2 0 1 8 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 7 -8 1 2 0 2 0 B 7 -7 F E 4 2 0 B 7 -7 E A 8 2 0 B 7 -7 D 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.