Fréttablaðið - 01.09.2018, Page 30

Fréttablaðið - 01.09.2018, Page 30
Jafnöldrurnar úr FH Sif Atla-dóttir og Guðbjörg Gunnars-dóttir hafa upplifað margt á löngum ferli. Þær hafa leikið fjölda landsleikja, unnið titla með félagsliðum sínum og spilað sem atvinnumenn erlendis. Eitt eiga þær þó eftir að afreka; að leika í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Þær og stöllur þeirra í landsliðinu fá tæki- færi til að skrifa þann kafla í íslenska fótboltasögu þegar Ísland mætir Þýskalandi á Laugardalsvellinum í dag. Með sigri tryggir íslenska liðið sér farseðilinn til Frakklands þar sem HM verður haldið á næsta ári. „Það er erfitt að bera þennan leik saman við leiki í lokakeppni en þetta er stærsti leikur sem við höfum spilað í undankeppni. Þetta er allavega stærsti leikur sem ég hef spilað á Laugardalsvelli,“ segir Guð- björg þegar blaðamaður Frétta- blaðsins hitti þær Sif að máli fyrr í vikunni. Þær voru þá nýkomnar frá Svíþjóð þar sem þær leika báðar sem atvinnumenn. Íslenska kvennalandsliðið hefur komist inn á síðustu þrjú Evrópu- mót en hingað til hefur ekki verið neinn hægðarleikur að komast inn á heimsmeistaramótið sem er haldið á fjögurra ára fresti. „Það er erfiðara að komast á HM,“ segir Guðbjörg. „Núna þarftu reynd- ar „bara“ að vinna þinn riðil en áður fyrr þurftirðu að vinna riðilinn og síðan sigurvegarann úr öðrum riðli. Þetta var varla raunhæft.“ Ísland vann fyrri leikinn gegn Þýskalandi í undankeppninni með þremur mörkum gegn tveimur. Það er stærsti sigur kvennalandsliðsins ef litið er til styrkleika andstæð- ingsins og árangursins gegn honum í sögulegu samhengi. Fyrir leikinn í október í fyrra hafði Þýskaland unnið alla 14 leiki sína gegn Íslandi með markatölunni 56-3 og Íslend- ingar höfðu ekki skorað í tíu leikjum í röð gegn Þjóðverjum. Leikurinn í Wiesbaden var annar leikur íslenska liðsins eftir EM í Hol- landi þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum og féll úr leik í riðla- keppninni. Bjartsýnin fyrir leikinn gegn Þýskalandi var því ekki ýkja mikil. En þrátt fyrir allt segir Sif að trúin í íslenska hópnum hafi verið mikil fyrir leikinn. „EM var vonbrigði miðað við hvað okkur langaði að gera. Maður verður að vera með háleit markmið. Stund- um nær maður þeim og stundum ekki. EM hjálpaði okkur rosalega mikið í undirbúningi fyrir Þýska- landsleikinn og það var mikilvægt að fá Færeyjaleikinn fyrst. Við skor- uðum mörk og fengum sjálfstraust,“ segir Sif og vísar til fyrsta leiksins í undankeppni HM og fyrsta leiksins eftir EM þar sem Ísland vann Fær- eyjar 8-0 á heimavelli. Merkasti sigurinn Sif segir að sigurinn gegn Þýskalandi hafi verið sá stærsti í sögu kvenna- landsliðsins og Guðbjörg tekur undir það. „Ég hugsa oft til leiksins gegn Hollandi þegar við tryggðum okkur sæti í 8-liða úrslitum á EM. En þegar maður horfir á heildarmyndina, þá höfðum við ekki unnið Þýskaland áður og að vinna þær á útivelli var stórt. Síðan ég man eftir mér hefur Þýskaland verið besta landsliðið ásamt Bandaríkjunum.“ Guðbjörg lék sinn fyrsta landsleik árið 2004 og Sif þremur árum síðar. Þótt þær hafi spilað samtals 135 landsleiki hafa þær aldrei upplifað að spila fyrir framan tæplega 10.000 áhorfendur á Laugardalsvelli. Það breytist í dag en uppselt er á leikinn gegn Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á leik íslenska kvennalandsliðsins. „Okkur hefði aldrei dreymt um fullan völl,“ segir Guðbjörg. „Mér finnst þetta sýna hvað kvennafót- bolti hefur vaxið í augum almenn- ings. Strákarnir fóru á HM í ár og við eigum möguleika á því núna. Við viljum alltaf meira,“ segir Sif. „Það Höfum þurft að berjast fyrir tilverurétti okkar Sigur á Þýskalandi í dag kemur kvennalandsliðinu á HM. Í samtali við Fréttablaðið ræða Sif Atladóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir um leikinn, skrefin sem KSÍ hefur tekið í jafnréttisbaráttunni og hætt- una á að missa tengslin við fótboltann þegar skórnir fara á hilluna. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir, samherjar í FH, Val og í landsliðinu en mótherjar í sænsku úrvalsdeildinni. Þær dreymir um að komast á HM í Frakklandi á næsta ári. FréttAblAðið/SiGtryGGur Ari Ingvi Þór Sæmundsson ingvithor@frettabladid.is Á Íslandi myndu allar rétta upp hönd Talið berst að fyrirmyndum, hvort leikmenn á þeirra aldri hafi átt slíkar af sama kyni þegar þær byrjuðu að æfa fótbolta. „Bara karlkyns fyrirmyndir,“ segir Guðbjörg. Hjá Sif voru fyrirmynd- irnar í fjölskyldunni, faðir hennar, Atli Eðvaldsson, fyrrverandi lands- liðsfyrirliði og -þjálfari, og bróðir hennar, Egill, sem lék lengst af ferlinum með Víkingi R. Að sögn Sifjar og Guðbjargar eru kvennalandsliðið og leikmenn þess miklu sýnilegri en áður. Og það skiptir máli. „Það er búið að vera inn- prentað í mig lengi að þegar þú ert í meistaraflokki ertu fulltrúi félagsins þíns eða landsliðsins. En maður áttar sig ekki alveg á því. Þegar við tökum þessa umræðu heima er oft sagt að við gerum okkur ekki grein fyrir hversu stórar við erum. Svíþjóð er öðruvísi. Við vorum með æfingu fyrir stelpur á aldrinum 12-14 ára og spurðum hvort þær vissu hver fyrirliði sænska kvennalandsliðsins væri. Þrjár stelpur af 55 réttu upp hönd. Ef við myndum spyrja sömu spurningar hér heima myndu 55 af 55 vita það. Við erum miklu sýni- legri en áður og það skiptir miklu máli,“ segir Sif. Guðbjörg og fyrirliðinn Sara björk Gunnarsdóttir. FréttAblAðið/EyÞór ↣ 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r30 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -6 8 7 0 2 0 B 7 -6 7 3 4 2 0 B 7 -6 5 F 8 2 0 B 7 -6 4 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.