Fréttablaðið - 01.09.2018, Page 38

Fréttablaðið - 01.09.2018, Page 38
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Jóhanna Gísladóttir, formaður samtakanna, í Háskóla Íslands sem hefur gert stórátak í endurvinnslumálum. MYND/EYþór Átakið gekk svo vel í fyrra að við vorum staðráðnar í að hafa september líka plastlausan í ár,“ segir Jóhanna Gísladóttir, formaður samtakanna Plastlaus september. „Í fyrra kom upp hugmyndin að vera með markað þar sem fólk gæti nálgast plastlausar vörur og sameina opn- unarhátíð átaksins en það náðist ekki þá og verður núna í staðinn.“ Markaðurinn verður í Tjarnarsal Ráðhússins milli 12 og 16 og þar kennir ýmissa grasa. „Umhverfis- ráðherra setur átakið og sendi- herra ESB á Íslandi flytur ávarp. Þá verður erindi frá Landspítal- anum sem er dæmi um vinnustað sem getur ekki án plasts verið en sem hefur markvisst dregið úr ónauðsynlegri plastnotkun og Farfuglar halda erindi um plast- lausnir sínar. Á markaðinum verða ýmsir söluaðilar en einnig fræðslubásar, til dæmis frá Land- vernd, Sorpu sem kynnir flokkun á plasti, Umhverfisstofnum mætir með plastkassann góða sem sýnir plastneyslu fjölskyldu á mánuði, leikskólinn Fífuborg í Grafarvogi kynnir Ellu endurvinnsludúkku sem kennir leikskólabörnum umhverfisvernd og svo verður bás frá pokastöðvunum á Íslandi þar sem verða saumaðir taupokar.“ Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka plastnotkun. „Plastlaus september hvetur okkur til að taka eftir plastnotkun okkar og í framhaldinu að kaupa minna af einnota plasti. Við getum valið hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, heilan mánuð eða til frambúðar,“ segir Jóhanna sem viðurkennir að hafa ekki hugsað mikið út í plastið áður en Plastlaus september kom til sögunnar. „Ég er í doktorsnemi í umhverfis- og auðlindafræði og var auðvitað mikið að pæla í umhverfismálum eins og kolefnisfótsporinu, fjöl- nýtingu og að lágmarka rusl og eignasöfnun en ekkert sérstak- lega í plastinu. Þegar mér var svo boðið að taka þátt í Plastlausum september í fyrra fór ég að pæla í hvað plastið skapar gríðarlegan og margþættan vanda í heim- inum, þessi gríðarlega, einnota hraða neysla og hugsunarleysið sem henni fylgir í daglegu lífi. Það hefur verið mjög hvetjandi að kafa djúpt í þessi mál með svipað þenkjandi fólki og finna lausnir,“ segir hún og bætir við að áherslan sé á að vera á jákvæðum nótum. „Við viljum ekki vera svartsýn og skamma heldur leggja áherslu á hvað er ótrúlega auðvelt að breyta hlutum.“ Hún bendir enn fremur á nauðsyn þess að kynna vanda- málin sem fylgja plastneyslu fyrir fólki og lausnirnar líka. „Fjöl- miðlar hafa tekið vel við sér frá því í fyrra og fjalla um plasttengd málefni nánast vikulega. Á heima- síðunni okkar er listi yfir leiðir til að minnka plastnotkun og það skiptir allt máli, það þarf ekki allt eða ekkert,“ segir Jóhanna og bætir við: „Ég er formaður átaksins og ég er ekki alveg plastlaus en ég geri mitt besta. Ég held sem dæmi að ég hafi ekki tekið nema tvo plastpoka í matvöruverslun síðustu átján mánuði. Við Íslendingar notum 70 milljón plastpoka á ári sem þýðir að hver einstaklingur notar 282 poka. Þannig að mín fjölskylda er búin að spara fullt af pokum. Hver og einn getur fundið eitt eða fleiri atriði í lífinu þar sem hægt er að minnka plastnotkun. Kaupa bambustannbursta, muna eftir fjölnotapokanum þegar þú ferð út í búð og bara vera meðvituð um að koma minna plasti í umferð yfir- höfuð, þessu óþarfa einnota plasti sem við höfum ekkert við að gera. Endilega fylgið okkur á samfélags- miðlum til að fá góðar hugmyndir og lausnir að minni plastnotkun. Það er fínt að plokka og safna í endurvinnslu en best að byrja á byrjuninni. “ Hægt er að skrá sig í átakið á heima- síðunni plastlausseptember.is. Auðveldara en margan grunar Árvekniátakið Plastlaus september hefst í dag en átakið var fyrst haldið í september í fyrra. Markmiðið er að vekja athygli á því hversu auðvelt er að minnka plastnotkun. Hver og einn getur fundið eitt eða fleiri atriði í lífinu þar sem hægt er að minnka plast- notkun. Jóhanna Gísladóttir, formaður Plastlauss septembers Vilt þú geta dansað? Við getum kennt þér. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? Frettabladid.is færir þér nýjustu fréttir dagsins og ítarlega umöllun um málefni líðandi stundar. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook 4 KYNNINGArBLAÐ FóLK 1 . s E P t E M B E r 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 B 7 -C 6 4 0 2 0 B 7 -C 5 0 4 2 0 B 7 -C 3 C 8 2 0 B 7 -C 2 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.