Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2018, Qupperneq 98

Fréttablaðið - 01.09.2018, Qupperneq 98
E inu sinni var í Austri, uppvaxtarsaga eftir Xiaolu Guo, kom út í íslenskri þýðingu Ing-unnar Snædal í fyrra hjá bókaforlaginu Angúst- úru. Guo var hér á landi á dögunum og flutti erindi í Veröld fyrir troð- fullu húsi. Þessi mikli áhugi kemur ekki á óvart því Guo hefur merki- lega sögu að segja. Guo fæddist árið 1973 í suður- hluta Kína og ólst upp við ömur- legar aðstæður, eins og hún lýsir á áhrifamikinn hátt í bók sinni. Hún lærði kvikmyndagerð í Peking og hefur leikstýrt nokkrum kvik- myndum sem hafa hlotið verðlaun. Bækur hennar hafa einnig vakið mikla athygli og verið tilnefndar til verðlauna. Guo býr í London ásamt sambýlismanni og ungri dóttur. Skriftir eins og meðferð Guo ólst upp hjá afa sínum og ömmu eftir að foreldrar hennar gáfu hana frá sér. Afinn barði ömmuna svo að segja á hverjum degi, spark- aði í hana, hrinti henni og kýldi hana í gólfið meðan Guo, hálfdofin vegna ofbeldisins sem hún sá, faldi sig. „Vesturlandabúum finnst líf mitt örugglega hafa verið mjög sérstakt og óvenjulegt. Sem barn kynntist ég mikilli grimmd, en í Kína þessa tíma þótti hún eðlileg,“ segir hún. Það er ekki sjálfsagt að barn sem elst upp við ástleysi, hörku og grimmd komist óskemmt frá slíkri reynslu. „Sem betur fer er ég listamaður og get skrifað um þessa upplifun og horfst þannig í augu við fortíðina,“ segir Guo. „Minningar mínar frá þessum tíma eru mjög sterkar og nákvæmar og þess vegna góður efniviður fyrir rithöfund. Ein- hver önnur kona hefði hugsanlega þurft sálfræðiaðstoð í hverri viku það sem eftir væri ævinnar til að vinna úr erfiðum og sárum tilfinn- ingum. Fyrir mér eru skriftir eins og meðferð.“ Ein minnisstæðasta persónan í uppvaxtarsögu hennar er amman, manneskja sem var beitt kúgun og ofbeldi á hverjum degi. „Hún var eiginlega sú eina sem sýndi mér væntumþykju. Hún var auðmjúk en einskis metin. Þannig var komið fram við 90 prósent kvenna í Kína á þessum tíma, þar sem ég ólst upp börðu karlmenn konur,“ segir Guo og bætir við: „Þegar ég var unglingur og hugsaði til ömmu minnar fóru tárin ósjálfrátt að renna niður kinnar mínar.“ Fáránlegt hjónaband Foreldrar Guo birtust einn daginn og tóku við uppeldi hennar. „Hjóna- band foreldra minna var ákaflega undarlegt, eiginlega fáránlegt,“ segir hún. „Móðir mín var 17 ára í áróðurshópi Rauða hersins, gekk með rauða kverið í vasanum, tók það reglulega upp og hrópaði: Lengi lifi Maó formaður! Pabbi var mynd- listarmaður og kennari. Þegar þau hittust fyrst var faðir minn meðal menntamanna sem höfðu verið dregnir út á torg og upp á svið þar sem þeir krupu meðan ákærur yfir þeim voru lesnar upp. Móðir mín gekk að föður mínum hrækti á hann og sparkaði í bakið á honum. Þarna hittust þau í fyrsta sinn. Hún tók Listin var lausnin Rithöfundurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Xiaolu Guo ólst upp við ömurlegar aðstæður í Kína. Hún þráði ekkert heitar en að komast burt. Í viðtali ræðir hún um æsku sína, foreldra og listina. „Sem betur fer er ég listamaður og get skrifað um þessa upplifun,“ segir Xiaolu Guo. Fréttablaðið/Eyþór eftir því hversu magur hann var og velti því fyrir sér hvort hann væri virkilega hundur auðvaldsins, eins og henni hafði verið sagt. Móðir mín fór síðan í heim- sókn í endurmenntunarbúðir til að fylgjast með þeim sem þar voru. Þar hitti hún föður minn á ný. Þau gengu í hjónaband eftir að honum var sleppt. Ég var vitni að lífi þeirra saman og sá að það var engin róm- antík á milli þeirra. Þau töluðu ein- ungis saman í stuttum setningum. Hataði móður sína Í bókinni segist Guo hafa hatað móður sína. Á einum stað í bók- inni segir hún um hana: „Hún var hranaleg í framkomu og ekki mjög viðkunnanleg. Hvorki þá né síðar.“ Spurð um tilfinningar sínar til móðurinnar segir Guo: „Hún barði mig og tilfinningar mínar til hennar einkenndust af samblandi af ótta og hatri. Móðir mín var ólæs bónda- dóttir og hún var afar ósátt við að ég skyldi heillast af bókum. Þetta eru gagnslausir hlutir, sagði hún. Hún hafði andúð á menningu meðan við faðir minn vorum afar menningar- lega sinnuð.“ Guo segir að faðirinn hafi verið sterkur áhrifavaldur í lífi sínu. „Raunveruleikinn var harður og ömurlegur og við bjuggum við mikla fátækt. Í miðri þessari eymd var faðir minn að mála fallegar landslagsmyndir. Ég horfði á mynd- irnar og hugsaði: Þarna er heimur án eymdar. Þetta hafði mikil áhrif á barn sem bjó við ástleysi. Listin var lausnin, ekkert annað. Ég þoldi ekki lífið sem ég lifði, það var einmanalegt og takmarkað og ég vildi komast burt. Tvítug fór ég til Peking í kvikmynda- nám. Móðir mín sagði að það væri brjálæðisleg hugmynd að ég færi í háskóla, ég ætti að fá mér vinnu og gifta mig. Þrítug var ég komin til London. Þá var móðir mín afar lítil og veikburða gömul kona en ég var sterk ung kona. Ég óttaðist hana ekki en vildi ekki verða náin henni. Hún fékk krabbamein og dó fyrir fjórum árum. Rétt áður en hún dó fann ég að ég bar ekkert hatur til hennar lengur. Það tók mig um 30 ár að átta mig á því að hún var fórnarlamb kerfisins.“ Faðir Guo dó fyrir fimm árum, einnig úr krabba- meini. Ætlaði aldrei að eignast barn „Saga fjölskyldu minnar einkennd- ist af þvingun og kúgun,“ segir Guo. „Viðbrögð mín við því hafa verið sterk. Þegar ég kom til Evrópu sagði ég: Ég ætla aldrei að giftast og aldrei að eignast barn. Við sambýlismaður minn erum ekki gift og erum enn þá eins og kærustupar. Þegar foreldrar mínir voru að deyja úr krabbameini þá rann upp fyrir mér að lífið ætti að snúast um að viðhalda gangi lífsins. Ég hugsaði með mér: Kannski get ég átt barn. Nú eigum við sambýlismaður minn litla dóttur. Það er yndislegt. Ég vil laða fram allt það besta í henni og kenna henni að njóta lífsins, það er svo margt sem hægt er að elska í þessu lífi.“ Guo lauk nýlega við skáldsögu sem hún segir lýsa að hluta til henn- ar upplifun af því að vera innflytj- andi í Evrópu. „Við sem erum inn- flytjendur en erum ekki frá Evrópu viljum tilheyra þessari heimsálfu en finnum samt að við tilheyrum ekki fullkomlega. Það má kannski kalla þessa bók ástarbréf til Evrópu. Svo er ég að vinna að annarri skáldsögu sem er persónulegri og fjallar um ást miðaldra fólks. Svo var ég að ljúka við heimildar- mynd sem verður frumsýnd seinna í þessum mánuði á London Film Festival, Five Men and a Caravaggio sem fjallar um áhrifin sem myndir listamannsins hafa á fimm ein- staklinga. Mér hefur vegnað vel. Ég geri kvikmyndir og skrifa bækur og hef ekki unnið aðra vinnu frá því að ég fullorðnaðist. Ég tók meðvitaða ákvörðun um að ég skyldi vinna fyrir mér á þann hátt og enginn skyldi sjá fyrir mér annar en ég sjálf. Fólk sagði: Þú getur ekki lifað á því, það er enginn peningur í því. En mér hefur tekist það hingað til.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Móðir Mín gekk að föður MínuM hrækti á hann og sparkaði í bakið á honuM. Þarna hittust Þau í fyrsta sinn. einhver önnur kona hefði hugsanlega Þurft sálfræðiaðstoð í hverri viku Það seM eftir væri ævinnar til að vinna úr erfiðuM og sáruM tilfinninguM. fyrir Mér eru skriftir eins og Meðferð. 1 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r54 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 0 1 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 7 -4 F C 0 2 0 B 7 -4 E 8 4 2 0 B 7 -4 D 4 8 2 0 B 7 -4 C 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 3 1 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.