Fréttablaðið - 31.08.2018, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
ALFA ROMEO STELVIO OG GIULIA
FRUMSÝNING LAUGARDAGINN 1. SEPTEMBER KL. 12-16.
ALFA ROMEO FRUMSÝNING
UMBOÐSAÐILI ALFA ROMEO Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
alfaromeo.is
dómsmál Grímsnes- og Grafnings-
hreppur á yfir höfði sér hópmálsókn
sumarhúsaeigenda vegna ákvörð-
unar sveitarfélagsins um að hækka
fasteignagjöld hjá öllum þeim sem
sækja um leyfi til 90 daga heimagist-
ingar. Lögmaður sumarhúsaeigend-
anna segir enga lagastoð fyrir gjald-
tökunni og að sveitarfélagið hunsi
úrskurð yfirfasteignamatsnefndar
en sveitarstjóri segir að bíða þurfi
niðurstöðu í dómsmáli áður en hægt
sé að taka ákvörðun um framhaldið.
Sveitarfélagið tók ákvörðun um
að reikna fasteignagjöld á viðkom-
andi sumarhús samkvæmt gjald-
stofni atvinnuhúsnæðis í 90 daga
sem eru um fjórum sinnum hærri
en af íbúðarhúsnæði. Gjaldtakan er
óháð því hvort eigandi sumarhúss-
ins leigi út í 90 daga eða engan dag.
Einar Hugi Bjarnason hæstarétt-
arlögmaður sækir málið fyrir sumar-
húsaeigendurna. Hann telur skorta
fullnægjandi lagastoð fyrir gjald-
tökunni.
„Í lögum um veitingastaði, gisti-
staði og skemmtanahald er sér-
staklega tekið fram að heimagisting
teljist ekki fara fram í atvinnuhús-
næði í skilningi laganna um tekju-
stofna sveitarfélaga. Þetta getur vart
verið skýrara í mínum huga,“ segir
Einar. „Rök sveitarfélagsins fyrir því
að skattleggja heimagistingu sem
atvinnustarfsemi á grundvelli laga
um tekjustofna sveitarfélaga eru því
haldlaus með öllu.“
Um eitt og hálft ár er frá því að
sveitarfélagið tók ákvörðun um
gjaldtökuna. Einn sumarhúsaeig-
andi skaut málinu til yfirfasteigna-
matsnefndar sem komst að þeirri
niðurstöðu að álagður fasteigna-
skattur á sumarhús sem er skráð til
útleigu heimagistingar í Grímsnes-
og Grafningshreppi skyldi að öllu
leyti miðast við íbúðarhúsnæði.
„Sveitarfélagið hefur hunsað
þessa niðurstöðu yfirfasteignamats-
nefndarinnar og lagði á fasteigna-
gjöld fyrir árið 2018 með sama hætti
og áður,“ segir Einar. Aðspurður
segir hann að nokkrir sumarhúsa-
eigendur hafi leitað til hans en slag-
krafturinn verði meiri eftir því sem
fleiri koma að.
Þá segir hann mikla hagsmuni í
húfi enda séu hvergi á landinu jafn
mörg sumarhús í útleigu og í Gríms-
nes- og Grafningshreppi.
Ingibjörg Harðardóttir sveitar-
stjóri segir sveitarfélagið bíða nið-
urstöðu í dómsmáli áður en hægt
verði að taka ákvörðun um fram-
hald gjaldtökunnar.
„Sveitarstjórn samþykkti að höfða
viðurkenningarmál á álagningu
fasteignagjalda eftir úrskurð yfir-
fasteignamatsnefndar fyrir Héraðs-
dómi Suðurlands vegna þess að
okkur fannst úrskurðurinn stangast
á við aðra úrskurði nefndarinnar,“
segir Ingibjörg.
„Við búumst við niðurstöðu í mál-
inu um miðjan október en þangað
til höldum við okkar striki. Ef niður-
staðan er sú að við séum að inn-
heimta fasteignagjöld á rangan hátt
þá leiðréttum við það að sjálfsögðu.
tfh@frettabladid.is
Undirbúa hópmálsókn vegna
hækkunar á fasteignagjöldum
Sumarhúsaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi ætla að hefja hópmálsókn vegna hækkunar á fast-
eignagjöldum. Sveitarfélagið tók ákvörðun í fyrra um að hækka fasteignagjöld hjá öllum sem sækja um 90
daga heimagistingu. Hæstaréttarlögmaðurinn sem sækir málið segir rök sveitarfélagsins haldlaus með öllu.
Hvergi á landinu eru jafn mörg sumarhús í útleigu og í Grímsnes- og Grafningshreppi. Fréttablaðið/HaG
ingibjörg
Harðardóttir
Einar Hugi
bjarnason
HEIlBRIGÐIsVÍsINdI Vísindamönnum
við Southwestern-háskólasjúkra-
húsið í Texas hefur tekist að sporna
við framgangi Duchenne-vöðvarýrn-
unarsjúkdóms (DMD) í hundum.
Þeir beittu erfðabreytingatækninni
CRISPR og er þetta í fyrsta skipti sem
tekst að sporna við DMD í spendýri af
þessari stærð.
DMD er erfðasjúkdómur sem
hamlar framleiðslu dystrófín-prótíns
sem viðheldur vöðvavefjum. Aðferðin
er tiltölulega einföld og er vitnisburð-
ur um hina miklu möguleika CRISPR-
erfðatækninnar.
CRISPR er samheiti yfir nokkrar
mismunandi, en nátengdar, raðir
erfðaefnis sem dreifkjörnungar – fyrst
og fremst bakteríur – virkja og nota
sem eins konar leiðarvísi til að finna,
geyma og eyða framandi erfðaefni,
sem oftast á rætur að rekja til árása
vírusa. CRISPR er í raun ævafornt
ónæmiskerfi baktería.
Á undanförnum árum hafa erfðavís-
indamenn notað CRISPR og pró tínið
Cas9, sem klýfur erfðaefni í sundur,
sem hárnákvæm sam einda skæri til að
eiga við og breyta DNA. Mismunandi
útgáfur CRISPR má nota til að eiga við
erfðaefni í öllum lífverum.
Vísindamennirnir við Southwest-
ern notuðu tæknina til að gera breyt-
ingar á svæði í erfðaefni hundanna
sem myndar dystrófín-genið.
Afraksturinn var sá að innan nokk-
urra vikna hafði dystrófín í hjarta og
vöðvum hundanna aukist upp í 92
prósent af eðlilegu magni.
DMD er algengasta tegund vöðva-
rýrnunar og leggst sjúkdómurinn
fyrst og fremst á unga drengi. Einn af
hverjum 5.000 drengjum greinist með
sjúkdóminn. – khn
Erfðabreytingum beitt til að stöðva DMD í hundum
Hundar að leik. Fréttablaðið/VilHElm
BaNdaRÍkIN Sarah Palin er á bann-
lista í jarðarför Johns McCain, öld-
ungadeildarþingmanns Repúblik-
ana í Arizona sem lést á dögunum.
Frá þessu greindu bandarískir miðl-
ar í gær. Palin er fyrrverandi ríkis-
stjóri Alaska og var varaforsetaefni
Johns McCain í kosningunum sem
þau töpuðu árið 2008.
NBC News sagði að heimildar-
maður með góð tengsl við Palin-
fjölskylduna hefði sagt að fjöl-
skyldan hefði ekkert að segja um
ákvörðunina um bannið. Talsmaður
fjölskyldunnar sagði á miðvikudag-
inn að vinskapurinn við McCain-
fjölskylduna í gegnum árin hefði
verið þeim kær.
Samkvæmt People Magazine
tók ekkjan Cindy McCain þessa
ákvörðun. „Hún ætlar að gera sitt
besta til að vernda arfleifð Johns.
Hún er einnig syrgjandi ekkja og
ég held hún sé einfaldlega að gera
sitt besta,“ sagði heimildarmaður
blaðsins sem vildi ekki láta nafns
síns getið. – þea
Palin ekki boðið
í jarðarförina
Sarah Palin. NordicPHotoS/aFP
3 1 . á G ú s t 2 0 1 8 F Ö s t U d a G U R4 F R é t t I R ∙ F R é t t a B l a Ð I Ð
3
1
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
B
5
-C
1
0
C
2
0
B
5
-B
F
D
0
2
0
B
5
-B
E
9
4
2
0
B
5
-B
D
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K