Fréttablaðið - 31.08.2018, Side 8
Frá degi til dags
Halldór
Útgáfufélag: torg ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
ritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is fréttablaðið.iS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttablaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5800, ritstjorn@frettabladid.is helgarblað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
menning: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Félagið má
ekki við því
að fleiri stórar
rangar
ákvarðanir
verði teknar á
næstunni.
Auðvitað á
Ísland að
hefja upp-
byggingu í
eldi með
þessum
skilyrðum
fremur en að
fara í aðgerðir
þegar skaðinn
er skeður eins
og er tilfellið í
Noregi.
lausn á leikskólavandanum?
Sitt sýnist hverjum um þá til-
lögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins að bólusetningar verði
skilyrði fyrir leikskóladvöl.
Sóttvarnalæknir telur hana
óþarfa og vill reyna aðrar leiðir.
Fulltrúar meirihlutans styðja
heldur ekki tillöguna. Telja hana
ýmist ekki standast lög eða bera
vott um forræðishyggju.
Í síðustu viku birtust fréttir
um að 182 börn biðu þess enn
að hefja leikskóladvöl þrátt
fyrir fögur fyrirheit um að öllum
börnum 18 mánaða og eldri skuli
tryggð vist. Maður hefði nú hald-
ið að meirihlutinn myndi fagna
öllum hugmyndum sem yrðu til
þess að fleiri pláss losnuðu á leik-
skólum borgarinnar.
ódýrt vinnuafl
Hagstofan greindi frá því í gær að
tæp 19 prósent starfandi fólks á
öðrum ársfjórðungi hefðu verið
innflytjendur. Það er ekkert nýtt
að erlent vinnuafl sé flutt inn á
uppgangstímum enda oft um lág-
launastörf að ræða.
Nýlega bárust af því fregnir að
ýmsir bæjarstjórar landsins væru
hærra launaðir en borgarstjórar
erlendra stórborga á borð við
París, London og New York.
Sú spurning blasir því við
hvers vegna sveitarfélögin fari
ekki sömu leið og leiti út fyrir
landsteinana að reyndum stjórn-
endum og skeri niður launa-
kostnaðinn í leiðinni.
sighvatur@frettabladid.is
Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldistöðva, Kristján Davíðsson, vandaði Pálma Gunnarssyni, tónlistarmanni og baráttumanni fyrir náttúru
vernd, ekki kveðjurnar í grein hér í blaðinu á dögun
um. Er Kristján við sama heygarðshorn og ýmsir aðrir
sjókvíaeldismenn sem virðast standa í þeirri trú að yfir
gangur sé leiðin til þess að þröngva þessum iðnaði upp
á þjóðina með tilheyrandi vá fyrir umhverfi og lífríki
Íslands.
Athyglisvert er að bera saman þessa harkalegu fram
göngu við sjónarmið framkvæmdastjóra skoska lax
eldisfyrirtækisins Grieg Seafood Shetland, sem rætt er
við í fréttaskýringu í fagfjölmiðlinum Intrafish um fjöl
mörg vandamál sem tengjast fiskeldi í opnum sjókvíum.
Ólíkt íslenskum kollegum sínum hefur Grant Cumm
ing, framkvæmdastjóri skoska fyrirtækisins, miklar
áhyggjur af því sem gerist þegar eldislax sleppur úr
kvíum. „Þegar flótti á sér stað eru megináhyggjuefnin
þau að eldisfiskur blandist villtum stofnum og breyti
þannig staðbundinni erfðagerð þeirra,“ segir Cumming
og bendir á að nánast ómögulegt sé að útiloka að fiskur
sleppi. Hér láta sjókvíaeldismenn hins vegar eins og
þetta sé ekkert sem þurfi að hafa áhyggjur af.
Í fréttaskýringu Intrafish er bent á að mögulega borga
dýrar fyrirbyggjandi aðgerðir sig ekki fyrir sjókvíaeldis
fyrirtækin þegar þau fá sitt tjón bætt af tryggingafélög
um. Full ástæða er fyrir þessum hugleiðingum því ekk
ert lát er á stórslysum í sjókvíaeldi hvort sem það er við
Noreg, Skotland, Chile eða Ísland. Fyrirtækin fá sitt tjón
bætt, en skaðinn er skeður fyrir umhverfið og lífríkið.
Við hjá IWF höfum bent á að Norðmenn stefna að
því að ganga svo frá eldisstöðvum sínum að úrgangur
verður hreinsaður, engin laxalús verði í kvíunum og
enginn fiskur sleppi. Þessum markmiðum verður náð
mishratt en eigi síðar en fyrir 2030 samkvæmt vegvísi
samtaka norskra iðnfyrirtækja.
Norðmenn eru þarna að koma skikki á sinn laxeldis
iðnað í kjölfar mikilla búsifja fyrir náttúru landsins.
Auðvitað á Ísland að hefja uppbyggingu í eldi með
þessum skilyrðum fremur en að fara í aðgerðir þegar
skaðinn er skeður eins og er tilfellið í Noregi.
Yfirgangur
Freyr
Frostason
arkitekt og for-
maður stjórnar
Icelandic Wild-
life Fund
Queen
13.693 kr.
á mánuði*
KING KOIL ALPINE PLUSH
Hágæða Amerískt heilsurúm með millistífu fimm
svæða skiptu poka gorma kerfi, mjúkur toppur
og steyptir kantar, ásamt botni og fótum.
Stærð King (193x203 cm)
AFMÆLISVERÐ
213.459 kr.
18.816 kr.* á mánuði með kredikortaláni
Fullt verð 355.765 kr.
Stærð Queen (153x203 cm)
AFMÆLISVERÐ
154.070 kr.
13.693 kr.* á mánuði með kredikortaláni
Fullt verð 256.783 kr.
King
18.816 kr. á mánuði*
*12 mánaða vaxtalaus kreditkortalán**. Einnig hægt að greiða með Netgíró.
Það er eitthvað mikið að hjá Icelandair. Ekki er langt síðan tilkynnt var um að stjórnarformaður flugfélagsins hefði keypt hlutabréf í félaginu fyrir 100 milljónir. Kaup af slíkri stærðargráðu hafa ekki þekkst á meðal stjórnenda þess
og hækkaði gengi bréfanna umtalsvert í kjölfarið.
Tveimur vikum síðar sendi fyrirtækið frá sér afkomu
viðvörun, þá þriðju á árinu, þar sem upplýst var um
að tekjur yrðu talsvert lægri en áður var gert ráð fyrir
og hlutabréfaverð félagsins féll um 17 prósent dag
inn eftir. Fullyrða má að stjórnendur fyrirtækisins
hafi því aðeins fáum dögum áður, eða þann 13. ágúst
þegar formaðurinn fjárfesti fyrir verulega fjárhæð
í Icelandair, ekki haft upplýsingar um að útlit væri
fyrir að afkoma ársins yrði mun verri en fyrri spár
höfðu áætlað. Það er ekki góðs viti.
Vandinn sem flugfélögin standa frammi fyrir er
vel þekktur. Gríðarleg samkeppni, sem hefur haldið
niðri meðalfargjöldum, og miklar hækkanir á olíu
verði hefur leitt til þess að afkoman hefur versnað
til muna. Spár Icelandair um að meðalfargjöld hlytu
að fara hækkandi á ný, sem flugfélagið áætlar núna
að muni gerast 2019, hafa ítrekað reynst rangar og
á sama tíma hefur launakostnaður haldið áfram að
aukast langt umfram tekjur. Útlit er fyrir að launa
kostnaður sem hlutfall af tekjum á þessu ári verði
um 35 prósent sem er einsdæmi í samanburði við
önnur sambærileg flugfélög. Verði ekkert gert,
samhliða því að félaginu tekst ekki að velta þessum
aukna kostnaði út í verðlagið, stefnir í óefni.
Fjárhagsstaða Icelandair er vitaskuld um margt
sterk og félagið því í góðri stöðu til að takast á
við núverandi erfiðleika, sem vonandi eru aðeins
tímabundnir. Eiginfjárhlutfallið er um 30 prósent
og handbært fé um 25 milljarðar. Meðal annars af
þeim sökum getur Icelandair brugðist við því þegar
fyrirtækið mun síðar á árinu, eins og nú virðist óum
flýjanlegt eftir síðustu afkomuspá, brjóta lánaskil
mála sem kveða á um að vaxtaberandi skuldir megi
ekki vera meiri en sem nemur 3,5 sinnum EBITDA
félagsins. Það væri engu að síður óskhyggja að halda
að hægt sé að brjóta slíka skilmála án þess að það
kunni að hafa neikvæðar afleiðingar í för með sér,
ekki hvað síst fyrir lánakjör fyrirtækisins í fram
tíðinni.
Fá fyrirtæki skipta Íslendinga – og íslenskt efna
hagslíf – jafn miklu máli og Icelandair. Eftirmanns
Björgólfs Jóhannssonar, sem axlaði ábyrgð á slökum
rekstri með því að segja af sér, í forstjórastól Ice land
air bíður ekki öfundsvert hlutverk. Á meðal þess sem
hann gæti þurft að taka til skoðunar er hvort það
hafi verið rétt að ganga til samninga á sínum tíma
um kaup á sextán vélum frá Boeing. Margt bendir til
að svo hafi ekki verið. Eitt er að minnsta kosti víst.
Félagið má ekki við því að fleiri stórar rangar ákvarð
anir verði teknar á næstunni.
Á móti vindi
3 1 . á g ú s t 2 0 1 8 F Ö s t U D A g U R8 s k o ð U n ∙ F R É t t A B L A ð i ð
SKOÐUN
3
1
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
B
5
-C
F
D
C
2
0
B
5
-C
E
A
0
2
0
B
5
-C
D
6
4
2
0
B
5
-C
C
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K