Fréttablaðið - 31.08.2018, Qupperneq 21
Framhald á síðu 2 ➛
Hollt og
bragðgott
F Ö S T U DAG U R 3 1 . ág ú s t 2 0 1 8
Sólveig
Gísladóttir
solveig@frettabladid.is
Hanna Þóra í eldhúsinu heima, en það er einn af hennar uppáhaldsstöðum. Við hlið hennar má sjá fallega leirpotta sem hún hefur búið til en í þeim má til dæmis baka brauð. Mynd/Stefán
Matreiðsla er mín slökun
Hanna Þóra th. guðjónsdóttir hefur óþrjótandi áhuga á matargerð. Hún heldur úti vefsíðunni
hanna.is þar sem er að finna ljúffengar uppskriftir og fagrar ljósmyndir af fjölbreyttum réttum.
Matargerð er eitt aðal-áhugamál Hönnu Þóru en mataráhuginn vaknaði
snemma. „Mamma er mjög góður
kokkur og ég er alin upp við mikla
matseld og áhuga á mat. Mamma
var líka ævintýragjörn og tileinkaði
sér til dæmis sænska matargerð
þegar við bjuggum í Svíþjóð í
nokkur ár,“ segir Hanna. Það
voru einmitt uppskriftir mömmu
hennar sem ýttu við Hönnu og
systur hennar, Ernu Guðrúnu, að
setja uppskriftavefsíðu í loftið.
Vefsíða í jólagjöf
„Við Erna Guðrún höfðum velt
fyrir okkur hvernig væri best að
halda utan um uppskriftirnar frá
mömmu. Systir mín er hugbún-
aðarverkfræðingur og gaf mér það
í jólagjöf ein jólin að setja upp
vefsíðuna hanna.is. Síðan hefur
hún þróað þetta með mér. Ég tek
myndirnar og set inn uppskriftir
en hún sér um tæknivandamálin
ef þau koma upp,“ segir Hanna
glaðlega. Uppskriftunum á
síðunni fjölgar ört enda er Hanna
dugleg að prófa sig áfram með
uppskriftir.
Fjölskylduáhugamál
Öll fjölskylda Hönnu hefur áhuga
á matargerð en hún á eiginmann,
fjögur börn og eitt barnabarn.
„Maðurinn minn er með mér í
þessu og við eldum bæði saman
og sitt í hvoru lagi. Svo hittumst
við alltaf öll á sunnudögum og
borðum saman en elsta dóttir mín
er farin að heiman.“
Hanna segist ekki aðhyllast
neina sérstaka matarstefnu. „Mér
finnst allt spennandi og er alltaf
að prófa eitthvað nýtt. Hugmynd-
irnar koma víða að, stundum
spretta þær upp þegar ég fer út
að borða og smakka eitthvað nýtt
en svo skoða ég líka tímarit og fæ
uppskriftir í gegnum vinkonur.“
Hún segist sjaldnast elda eftir
uppskriftum heldur breyti þeim
og bæti. „Matargerðin er mín
slökun.“
Hanna er viðskiptafræðingur
að mennt og starfaði um tíma
sem slíkur og seinna við kennslu.
Síðan skipti hún um gír og er í dag
með keramikstúdíó með tveimur
öðrum auk þess sem hún málar.
Hún reynir að blanda saman
keramik- og mataráhuga sínum.
„Ég hef verið að þróa leirpotta
sem hægt er að baka brauð í en
má einnig nota undir annan mat.“
Hanna gefur hér nokkrar góðar
uppskriftir en fleiri slíkar má
finna á www.hanna.is.
Kynningarblað
3
1
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
B
5
-C
A
E
C
2
0
B
5
-C
9
B
0
2
0
B
5
-C
8
7
4
2
0
B
5
-C
7
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K