Fréttablaðið - 31.08.2018, Page 24
Kuldinn og sólarleysið hafa óneitanlega haft áhrif á stærð grænmetisins í mat-
jurtagörðum Reykvíkinga þetta
sumarið. Það er allt minna sem
kemur upp úr moldinni núna en
á móti má segja að ekkert er úr
sér vaxið, eins og stundum gerist í
góðri tíð,“ segir Svanhildur Björk
Sigfúsdóttir garðyrkjufræðingur.
Bragðgæðin séu því ekki endilega
lakari þó sólin hafi ekki vermt
beðin. „Ánægjan af því að rækta
sitt eigið gefur manni einnig svo
mikið og sjálf er ég sannfærð
um að bragðið er betra af eigin
uppskeru. Það sem maður ræktar
sjálfur er líka nýtt beint upp úr
moldinni, en maður veit ekkert
hvenær það sem fæst úti í búð var
tekið upp.“
Ráðgjöf um ræktun
Svanhildur verður í hópi garð-
yrkjufræðinga sem veita ráðgjöf
í Grasagarðinum næstkomandi
þriðjudag en þá munu Garðyrkju-
fræðingar Grasagarðsins og félagar
úr Hvönnum – matjurtaklúbbi
Garðyrkjufélags Íslands fræða
gesti um leiðir til að meðhöndla
uppskeruna úr mat- og kryddjurta-
garðinum. Þá verður fjallað um
hvernig best er að undirbúa garð-
inn fyrir veturinn. Einnig munu
félagar úr Seljagarði – borgarbýli
kynna starfsemi sína.„Fræðslan
er ekki í fyrirlestrarformi heldur
erum við til staðar og fólk gengur
bara á milli okkar spyr.
Við erum yfirleitt með fræðslu
á vorin um undirbúning mat-
jurtagarðsins, sáningu og fleira
og á haustin höfum við blásið til
fræðslufundar um hvernig á að
nýta uppskeruna og hvernig ganga
á frá garðinum fyrir veturinn. Frá-
gangurinn er nefnilega ekki síður
mikilvægur. Fólk vanmetur oft
mikilvægi þess að reyta illgresið
fyrir veturinn. Ef það er ekki gert
kemur það tvöfalt til baka að vori,“
segir Svanhildur.
Matjurtarækt ekki flókin
Matjurtaræktun er ekki flókin þó
kalt sé hér á landi og það má til
dæmis vel rækta í pottum úti á
svölum, salat og harðgerar krydd-
jurtir eins og timjan og oregano.
Það er æðislegt að eiga til dæmis
salat í potti allt sumarið. Það rækta
líka margir kartöflur í pottum eða
kerum úti á svölum.
Kartöflur geta geymst lengi fram
á vetur og eins hvítkál, rauðkál og
rófur. Það má einnig súrsa græn-
meti svo það geymist lengur,“
útskýrir Svanhildur en ráðgjafar
matjurtaklúbbsins Hvanna eru
hafsjór af fróðleik um hvernig
vinna má grænmeti á ýmsan máta
svo það geymist fram á vetur.
Fræðslan fer fram í nytjajurtagarði
Grasagarðsins við Laugatungu
sem er rétt austan við aðalinngang
Grasagarðsins og er hægt að koma
við hvenær sem er á milli kl. 17.00
og 18.30. Aðgangur er ókeypis og
allir velkomnir.
Fólk vanmetur oft
mikilvægi þess að
reyta illgresið fyrir vetur-
inn. Ef það er ekki gert
kemur það tvöfalt til
baka að vori.
Svanhildur Björk.
Sigfúsdóttir
Ragnheiður
Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is Hægt er að fá
ráðleggingar
um matjurta-
rækt og frágang
á garðinum
fyrir veturinn í
Grasagarðinum
á þriðjudaginn.
Bragðið betra af eigin uppskeru
Fræðsla um nýtingu uppskerunnar og frágang á matjurtagarðinum fyrir veturinn fer fram í nytja-
jurtagarði Grasagarðsins á þriðjudaginn. Félagar úr Seljagarði – borgarbýli kynna starfsemi sína.
THERMOMIX®
NÚ LOKSINS FÁANLEGT Á ÍSLANDI!
Thermomix® hrærir, blandar, mixar,
saxar, malar, hnoðar, gufusýður, eldar
og er með innbyggða vigt og tíma- og
hitastillingu. Allt sem þú þarft í einu tæki.
Ef þú vilt velja hráefnin sjálf(ur) og elda
frá grunni, draga úr neyslu tilbúinna rétta,
matarsóun og kaupum á vörum í plast-
umbúðum þá er Thermomix® eitthvað
fyrir þig.
Kynntu þér Thermomix betur með
því að panta kynningu á
Thermomix á Íslandi
eða eldhustofrar.is
Thermomix á Íslandi
info@eldhustofrar.is
Thermomix® er hannað og framleitt af
þýska fyrirtækinu Vorwerk, hefur verið
á markaðnum í meira en 50 ár og nýtur
sívaxandi vinsælda um heim allan.
Samkvæmt nýlegum rannsóknum gæti hóflegt súkkulaðiát verið hollt fyrir hjartað. Samantekt úr fimm stórum rannsóknum sem náðu til meira en hálfrar milljónar einstaklinga leiddi í ljós að fólk
sem borðar þrjú súkkulaðistykki á mánuði er í 13 prósent minni hættu á
hjartabilun en þeir sem borða ekkert súkkulaði.
Þessar niðurstöður voru kynntar á ráðstefnu evrópskra hjartalækna
í München fyrir skömmu. Skýringin á þessu er talin vera sú að það eru
náttúruleg efni í kakóplöntunni sem eru holl fyrir æðakerfið og geta
minnkað bólgur.
Rannsakendur segja hins vegar að það sé hægt að auka hættuna á
hjartabilun um 17 prósent með því að borða súkkulaðistykki á hverjum
degi.
Dr. Chayakrit Krittanawong, sem stýrði rannsókninni, segir að hún telji
súkkulaði mikilvæga uppsprettu hollu efnanna sem sé að finna í kakó-
plöntunni. Þau bæta blóðflæði, minnka bólgur og auka gott kólesteról.
Hún bendir hins vegar á að súkkulaði geti innihaldið mikla mettaða fitu
og að mjólkursúkkulaði sé sérlega sykrað. Því sé það bara hófleg neysla á
dökku súkkulaði sem sé holl.
Rannsakendur taka fram að þarna sé um fylgni en ekki orsakasamband
að ræða, en segja að tilvist þessara hollu efna geti vel útskýrt fylgnina. Þeir
segja samt að það sé þörf á frekari rannsóknum til að staðfesta niðurstöð-
urnar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem rannsóknir segja að súkkulaði geti
verið hollt. Í fyrra kom út rannsókn þar sem því var haldið fram að einn
súkkulaðibiti á dag gæti verið góður fyrir hjartað og í apríl á þessu ári var
birt rannsókn þar sem leiddar voru líkur að því að dökkt súkkulaði geti
minnkað streitu.
Súkkulaði virðist hollt í hófi
4 KYNNINGARBLAÐ 3 1 . áG ú S t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RHoLLt oG BRAGÐGott
3
1
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
B
5
-B
2
3
C
2
0
B
5
-B
1
0
0
2
0
B
5
-A
F
C
4
2
0
B
5
-A
E
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K