Fréttablaðið - 31.08.2018, Qupperneq 32
Í fyrra fékk ég mér stórt verk á
bringuna eftir geggjaðan lista-
mann frá Barcelona.
Svala Björgvins
Svala segir margt spennandi að gerast hjá sér þessa dagana. Ekki bara er hún flutt heim
heldur hefur hún tekið að sér ýmis
skemmtileg verkefni. „Nýja lagið
mitt heitir For the Night en það er
Sony í Danmörku sem dreifir því.
Einnig var að koma út myndband
við nýja lagið með mér og Reykja-
víkurdætrum sem heitir Ekkert
drama. Í haust og vetur kemur út
fullt af nýrri tónlist með mér og
alls konar spennandi verkefni eru
framundan,“ segir hún.
Svala var annars spurð út í áhuga
sinn á húðflúri sem margir taka
eftir þegar hún kemur fram. Svala
var tvítug þegar fyrsta húðflúrið
var hannað fyrir hana. „Það var
dreki sem ég er með á maganum.
Fjölnir hannaði það og flúraði á
mig. Ég er fædd á ári drekans og
þess vegna varð dreki fyrir valinu,“
segir hún. „Mig var búið að langa
lengi að fá mér tattú, fannst það
fallegt að safna list á líkamann. Ég
hef verið að bæta við mig smátt og
smátt. Mér finnst húðflúr æðislega
fallegt á líkama fólks.“
Svala segist vera fyrir alls konar
hönnun. „Það eru svo geggjaðir
listamenn sem eru að flúra og gera
alls konar stíla. Ég get eiginlega
ekki nefnt eitthvað eitt sem mér
finnst flottara en annað. Síðan
fer það líka eftir því hvernig týpa
manneskjan er hvað fer henni
best.“
Þegar Svala er spurð hvort hún
fái innblástur eða fari bara eftir
eigin hugviti þegar hún velur húð-
flúr, svarar hún: „Það er misjafnt.
Ég fékk mér til dæmis ugluna og
einhyrninginn úr Blade Runner,
fyrstu myndinni því hún er ein af
mínum uppáhaldsbíómyndum.
Síðan fengum við mamma okkur
sams konar tattú um daginn sem
er „eternity triangle“. Rosa fallegt
og mínímalískt. Þegar ég tók þátt í
Eurovision í fyrra fékk ég mér stórt
verk á bringuna eftir geggjaðan
listamann frá Barcelona sem var
að flúra á Memoria Collective en
þangað fer ég alltaf í flúr á Íslandi.
Fékk mér „sacred geometry tree
of life“ sem ég er afar hrifin af,“
segir Svala sem er með flúr út um
allt, eins og hún orðar það. „Á
báðum handleggjum, maganum,
á mjóbakinu og bringunni og ég
er alls ekki hætt. Er að fara fá mér
rosalega fallegt tattú á lærið sem
Haukur á Memoria er að hanna
fyrir mig. Ég er rosalega spennt
fyrir því.
Það er endalaust hægt að finna
falleg verk til að láta flúra á sig. Það
getur líka farið eftir því hvar maður
er staddur í lífinu hverju sinni.“
En er einhver saga á bak við hvert
flúr?
„Það kemur fyrir. Ég er með
japanskt „full sleeve“ á hægri hand-
legg og ég fékk mér það akkúrat
ári eftir að ég lenti í mjög alvarlegu
bílslysi. Ég vildi fá mér þetta „full
sleeve“ til að fagna lífinu og hafa
enga eftirsjá. Mjög góð vinkona
mín, Sofia, hannaði það flúr á mig
og það var virkilega eftirminnileg
stund. Þurfti samt að fara fjórum
sinnum til að láta klára allt verkið.
Hver sessjón tók 5-6 klukkutíma.
Þetta tók á en ég er samt furðu góð
þegar það er verið að flúra mig. Þoli
sársauka bara vel,“ viðurkennir
söngkonan.
Hún segist vera mjög ánægð
með öll húðflúrin. „Ég elska svarta
stóra pard usinn sem ég er með á
mjóbakinu. Hann er æðislegur. Ég
elska kisur, stórar og litlar, og ég er
sérstaklega ánægð með pardusinn,“
segir Svala sem er vinsæl á Insta-
gram og vill fá fleiri fylgjendur með
sér. „Þar kemur fram það helsta
sem ég er að fást við,“ segir hún en
Svala er með slóðina https://www.
insta gram.com/svalakali.
Húðflúr er list líkamans
Svala Björgvins söngkona er með fallega skreyttan líkama. Hún velur húðflúr gaumgæfilega. Svala
er flutt heim til Íslands og hefur nóg að gera, er meðal annars að gefa út nýtt lag og myndband.
Svala er afar
glæsileg kona og
líkaminn fagur-
lega skreyttur.
MYNDIR/úR EINKA-
SAFNI
Svala segist ekki
vera hætt að fá
sér tattú þótt
hún sé þegar
komin með
nokkuð mörg.
Svala segir að maður þurfi að velja húðflúr eftir því
hvernig týpan er.
Svala hefur
vandað til
verka og
hugsað vel út í
hvert smáatriði
í húðflúrinu.
HVER VANN?
Sportið á frettabladid.is færir þér allar nýjustu
fréttirnar úr heimi íþróttanna.
Fylgstu með á frettabladid.is/sport
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . áG ú S t 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
3
1
-0
8
-2
0
1
8
0
4
:1
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
B
5
-D
9
B
C
2
0
B
5
-D
8
8
0
2
0
B
5
-D
7
4
4
2
0
B
5
-D
6
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
8
_
2
0
1
8
C
M
Y
K