Fréttablaðið - 31.08.2018, Síða 38

Fréttablaðið - 31.08.2018, Síða 38
Alltaf eitthvað sögu-legt er yfirskrift ljós-myndasýningar Báru Kristinsdóttur sem verður opnuð í kvöld, föstudag, í Hafnar- borg. Þar sýnir hún myndir frá næl- onhúðunarverkstæði. Í tengslum við sýninguna kemur út ljósmyndabók með myndunum. „Árið 2013 átti ég erindi á verk- stæði sem hét Nælonhúðun og var í Garðabæ. Þetta hafði verið stórt og mikið verkstæði, með fjölda starfs- manna á sínum tíma. Ég hafði komið þangað áður fyrir mörgum árum en í þessari ferð sá ég að þar var orðið frekar tómlegt um að litast og allt orðið gamalt og þreytt,“ segir Bára. „Eigandinn, Elías Guðmundsson, var þarna að störfum og með einn starfs- mann, Baldvin Þórarinsson. Ég sagði við Elías: Má ég ekki mynda hérna svolítið? Hann sagði að ég mætti mynda allt sem ég vildi nema hann sjálfan. Eftir einhverjar vikur var ég búin að mynda allt í bak og fyrir og búin að drekka heilu lítrana af kaffi og hlusta á Elías segja sögur. Hann var mikill sögumaður og vel lesinn. Einn daginn sagði ég: Elías, má ég ekki mynda þig? Hann svaraði: Jú, en vertu fljót að því!“ Ég fylgdi Elíasi og Baldvini allt þar til verkstæðinu var lokað. Ég mynd- aði þá báða og allt sem þeir voru að sýsla og verkstæðið sjálft. Þeir voru báðir skemmtilegir og miklir katta- vinir. Myndirnar lýsa þessum tíma. Þegar ég byrjaði að mynda var verk- stæðið enn starfandi en undir lokin var ekkert þar nema auðir veggir. Allt var búið. Í myndunum vildi ég laða fram hughrifin og stemninguna sem ég upplifði þarna. Elías var svolítið dapur, sem er skiljanlegt þegar menn eru að skilja við ævistarfið. Hann hafði stofnað fyrirtækið árið 1970 og kom því á koppinn og nú var hans allt í einu ekki þörf því það sem gert var á fyrirtækinu var hægt að gera í Kína á auðveldan hátt.“ Auk þess að taka myndir bjó Bára til vídeó þar sem Elías sagði frá ýmsu sem hann hafði upplifað. „Einn dag- inn þegar Elías var að segja sögur setti ég vélina á vídeó án vitneskju Elíasar. Ég sagði honum síðan frá því og til varð 14 mínútna vídeó- mynd sem var sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Elías kom á þá sýningu og sá vídeóið. Þegar ég sagði honum að ég ætlaði að gera ljósmyndabók um verkstæðið þá hló hann, honum fannst svo ómerkilegt að ég skyldi vera að eltast við tvo karla á verk- stæði.“ Rithöfundurinn Jón Kalman Stefánsson skrifar texta ljósmynda- bókarinnar. „Hann er minn uppá- haldsrithöfundur og allt sem hann skrifar er svo fallegt. Hann skrifaði textann út frá myndunum og vídeó- inu og þar er ýmislegt sem kemur beint frá Elíasi,“ segir Bára. Elías lifði það ekki að sjá ljósmyndabókina en hann lést í fyrra. Myndir sem Bára tók af Elíasi og félaga hans Baldvini eru í ljós- myndabókinni en ekki á sýningunni í Hafnar borg. „Þar læt ég umhverfið tala,“ segir Bára. Nokkrar af myndum hennar af verkstæðinu, þar á meðal myndir af Elíasi og Baldvini, hafa verið valdar til að fara á samsýningu í Gautaborg, sem ber heitið Encounters Nordic Photography Beyond Borders. Lætur umhverfið tala Bára við uppsetningu sýningar sinnar í Hafnarborg en ljósmyndirnar tók hún á verkstæði í Garðabæ. FréttaBlaðið/Ernir ljósmynd Báru af Elíasi Guðmundssyni sem var skemmtilegur sögumaður. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Bára Kristinsdóttir sýnir ljósmyndir frá nælonhúðunar- verkstæði. Ljós- myndabók kemur út með texta eftir Jón Kalman. ára s. 511 1100 | www.rymi.is Brettatjakkar Kynningarverð: 43.179 kr. m/vsk Flísabúðin Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is Finndu okkur á facebook Gæði og g læsileiki e ndalaust ú rval af há gæða flísu m 30 ára 2018 Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is Slakaðu á með Slökun g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, kippir og spenna g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartsláttur g Kvíði g Streita g Pirringur Einkenni magnesíum- skorts www.mammaveitbest.is lakaðu á eð lö g Lítil orka g Þróttleysi g Veik bein g Hormóna ójafnvægi g Svefntruflanir g Vöðvakrampar, ki pir og spe na g Kölkun líffæra g Óreglulegur hjartslá tur g Kvíði g Streita g Pi ringur Einke i agnesí skorts i t.i Ertu í lEit að draumastarfinu? Finndu þitt starf á atvinna.frettabladid.is 3 1 . á g ú s t 2 0 1 8 F Ö s t U D A g U R18 m e n n i n g ∙ F R É t t A B L A ð i ð menning 3 1 -0 8 -2 0 1 8 0 4 :1 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 B 5 -A D 4 C 2 0 B 5 -A C 1 0 2 0 B 5 -A A D 4 2 0 B 5 -A 9 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 8 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.