Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 38
Veiði og mataráhugi hafa verið stór hluti að lífi Hauks Guð-mundssonar, lögfræðings hjá Seðlabankanum, frá því hann man eftir sér. Í fjölskyldu hans eru miklir og vandaðir veiðimenn að hans sögn, bæði lífs og liðnir, sem hafa átt stóran þátt í að gefa honum gott uppeldi í veiðimennskunni. „Veiðin hefur vissulega breyst og þróast gegnum árin. Sem barni fannst mér allt spennandi við veiðiferðir, t.d. ferðalagið á veiðistað á „alvöru“ jeppum, græjurnar, veiðin og fiskarnir. Þetta hefur reyndar lítið breyst en annað hefur bæst við, t.d. útivera, vinskapurinn og fjölskyldu- lífið. Eftir að ég varð fullveðja hefur skotveiði einnig átt hug minn.“ Óhætt er að segja að Haukur stundi nær alla veiði sem algengust er hér á landi. „Ég veiði fisk í vötnum og ám, bæði lax og silung. Ég á afar góða vini úr mennta- og háskóla sem skipuleggja stangveiði- ferðir á hverju ári. Þetta hafa oftar en ekki verið miklar svaðilfarir og við höfum lagt mikið á okkur til þess að komast í veiði. Við höfum alloft veitt lax í Hvannadalsá í Ísa- fjarðardjúpi og Eystri-Rangá svo eitthvað sé nefnt og „skroppið“ yfir helgi til að veiða sjóbleikju í Norð- fjarðará.“ Ný kynslóð veiðimanna Þegar kemur að skotveiði hefur Haukur undanfarin ár gengið til rjúpna, aðallega á Kili, setið fyrir gæs og elt hreindýr. „Rjúpnaveiðin er afskaplega gefandi þar sem blandast saman hreyfing, útivera, fallegt landslag, einbeiting og færni. Á Kili upplifir maður ógnarlega fegurð íslenskrar náttúru og skynjar hversu afskaplega smár maður sjálfur er. Ég hef líka undanfarin haust farið austur á Hérað og setið fyrir heiðagæs og veiddi t.a.m. jóla- matinn í fyrra þar auk þess sem ég hef líka farið nokkrum sinnum á hreindýraveiðar.“ Eftir að Haukur og veiði- félagar hans stofnuðu fjölskyldur og eignuðust börn hafa veiðiferðirnar breyst. „Einhverjar mínar fyrstu og bestu minningar eru af slíkum veiðiferðum og ómetanlegt að hafa tækifæri til skapa nýjar minningar með börnunum mínum. Þá kann ég ágætlega við nýtt hlutverk í veiðinni. Það mætti e.t.v. segja að ég sé farinn að ala upp næstu kynslóð veiðimanna.“ Gjörnýtir allt Haukur gjörnýtir það sem hann veiðir eins vel og mögulegt er enda álítur hann það skyldu sína. „Ég hef grillað, pönnusteikt og grafið lax og silung, búið til kavíar úr lax- ahrognum og nýlega er ég byrjaður að reykja fiskinn heima sem hefur gengið vonum framar.“ Hreindýrið hefur svo til allt verið nýtt, segir hann. „Þannig grilla ég hjartað, nota lifrina í paté og súta skinnið svo dæmi séu tekin. Gæsina hef ég ýmist reytt og sviðið heila eða hamflett og úrbeinað. Gæsalifrina nota ég í paté en annan innmat, bein og afskorninga, notaði ég til að búa til soð. Síðustu jól eldaði ég gæsaleggja confit í vatnsbaði (sous- vide) sem var afbragð. En annars er eldamennskan mín á villibráð nokkuð hefðbundin og reyni ég að láta þetta úrvalshráefni fá að njóta sín.“ Lært af góðu fólki Hauki hefur aldrei þótt leiðinlegt að borða að eigin sögn en áhugi hans á eldamennsku er að stórum hluta stjúpföður hans, Gilla, Sverri Gísla Haukssyni, að þakka. „Hann sá oftast um eldamennskuna í veiðiferðum og kenndi mér undirstöðuatriðin. Tengdamóðir mín, Ragnhildur, er algert séní þegar kemur að eldamennsku og hef ég líka lært ýmislegt af henni. Undanfarið hef ég verið að prufa mig áfram með hægeldun, súpur og kássur og lagt upp með að auka hlut grænmetis í matseldinni.“ Auk veiðinnar hefur Haukur mikinn áhuga á garðrækt og var í nokkur ár með lítinn grænmetis- garð þar sem fjölskyldan bjó í Norðurmýrinni í Reykjavík. „Ég stefni að því í framtíðinni að geta eldað fjölbreytta máltíð úr hráefni sem ég hef aflað sjálfur. Svo erum við hjónin að setja upp nýtt eldhús á nýjum stað og höfum ákveðið að setja upp gufuofn, sem ég er mjög spenntur fyrir að byrja að nota.“ Haukur gefur lesendum góða uppskrift að hreindýrakássu sem virkar einnig með nautakjöti. „Ég geri hana reglulega heima fyrir en hef einnig tekið hana með mér í útilegur og veiðiferðir. Kássan er síst verri upphituð á veiðislóð eða í veiðikofa.“ Hreindýrakássa Fyrir 4-5 500-600 g hreindýra- eða nauta- gúllas 3 rauðar paprikur 6 vel þroskaðir tómatar 1 rauður chili 1 stór laukur 2 sellerístilkar 3 gulrætur 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 1 lítil rófa söxuð smátt 2-3 kartöflur saxaðar smátt 750 ml nautasoð 2 matskeiðar tómatpúrra Ólífuolía Kryddvöndur þar sem lárviðarlauf, timían og steinselja eru bundin saman í vönd Salt og pipar Heppilegast er að nota þungan pott úr steypujárni. Paprikan og chili skorin í fernt og fræin fjar- lægð. Tómatar skornir til helminga og öllu velt upp úr ólífuolíu og sett á ofnplötu með bökunarpappír. Grillað í ofni í 10 mín. eða þar til hýðið á paprikunni verður svart. Afhýðið grænmetið og skerið mjög smátt eða blandið saman í mat- vinnsluvél. Kjötið skorið í hæfilega munnbita og steikt upp úr ólífu- olíu. Best er að þurrka kjötið með eldhúspappír og steikja það í 2-3 hollum svo það brúnist vel. Næst er laukurinn, selleríið, gulræturnar og hvítlaukurinn svissað í pott- inum. Nautasoðinu bætt við og skófirnar í pottinum leystar upp. Næst er kjötinu, papriku-, chili- og tómatamaukinu og restinni af grænmeti og kryddi bætt út í og piprað vel. Kássan er bökuð með loki í 160°C heitum ofni í 2½ til 3 tíma eða þar til kjötið verður vel meyrt. Að lokum er kássan söltuð eftir smekk. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Evonia er hlaðin bæti- efnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Myndirnar hér til hliðar sýna hversu góðum árangri er hægt að ná með Evonia. Evonia www.birkiaska.isFyrir Eftir Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Lifir fyrir veiðar og mat Haukur Guðmundsson hóf snemma að veiða og áhugi á matreiðslu fylgdi í kjölfarið. Hann legg- ur mikla áherslu á að nýta sem mest það sem hann veiðir og hefur m.a. búið til kavíar og paté. Um þessar mundir reynir hann að skapa nýjar og góðar veiðiminningar með börnunum sínum. Haukur Guðmundsson, veiðimaður og fagurkeri. MYND/ANTON BRINK Laxasnitta með reyktum laxi sem Haukur veiddi í Hvítá við Iðu og reykti sjálfur á svölunum heima. Þarna má sjá t.d. súrdeigshrökkbrauð, lárperu, vorlauk, rauðlauk, tómat og svartan pipar svo eitthvað sé nefnt. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . S e p T e M B e R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 C 4 -A 1 1 8 2 0 C 4 -9 F D C 2 0 C 4 -9 E A 0 2 0 C 4 -9 D 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.