Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 74

Fréttablaðið - 08.09.2018, Side 74
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það er einfalt að gera sparimat úr kjúklingi. Hér eru nokkrar útgáfur sem gaman er að prófa. Kjúklingur frá Marokkó Ótrúlega spennandi marokkóskur kjúklingaréttur sem passar vel á þessum árstíma. Hentar vel hvort sem er hversdags eða um helgar. Það er vel hægt að bjóða gestum upp á þennan rétt. Fyrir þá sem eiga tagine er upplagt að elda kjúklinginn í henni. Uppskriftin miðast við sex manns. Í réttinn má nota úrbeinuð kjúklingalæri eða læri á beini eftir smekk hvers og eins. 600 g kjúklingabringur 1 tsk. túrmerik 1 msk. cumin 1 msk. kóríander 1 tsk. kanill 1 tsk. salt 2 laukar, smátt skornir 4 cm fersk engiferrót, smátt skorin 3 hvítlauksrif, smátt skorin 3-4 gulrætur, skornar í sneiðar 1 dós tómatar í bitum 5 dl kjúklingakraftur 100 g döðlur, smátt skornar Setjið túrmerik, cumin, kóríand er, kanil og salt í skál. Blandið saman og kryddið kjúklinginn. Steikið hann síðan upp úr olíu þar til hann fær smá lit. Takið kjúklinginn til hliðar og steikið laukinn, síðan hvítlauk og engifer. Bætið olíu á pönnuna eftir þörfum. Bætið restinni af kryddinu á pönnuna og þá ætti að koma yndislegur ilmur. Bætið gulrótum á pönnuna og veltið með lauknum. Því næst eru tómatar settir út á pönnuna ásamt kjúklingasoði. Látið suðuna koma upp, lækkið hitann og setjið kjúklinginn aftur út í. Lok er sett á pönnuna og allt látið malla í klukkustund. Bætið þá döðlum út í. Bragðbætið með salti. Skreytið réttinn með steinselju, apríkósum og pistasíum. Berið fram með kúskús. Kjúklingur með spænskri chorizo-pylsu Þetta er mjög góður réttur sem hentar fyrir 4-6. Athugið að chorizo- pylsa er bæði fáanleg sterk og mild. Veljið það sem ykkur finnst best. 1,5 kg kjúklingaleggir á beini 1 tsk. paprika ½ tsk. óreganó 1 tsk. salt Nýmalaður pipar Olía til að steikja upp úr 100 g chorizo-pylsa, smátt skorin 2 laukar, smátt skornir 3 hvítlauksrif, smátt skorin 3 paprikur, gjarnan sín í hvorum litnum 1 dós niðurskornir tómatar 300 ml kjúklingakraftur Hitið ofninn í 200°C. Kryddið kjúklinginn með papriku, óreganó, salti og pipar. Hitið olíu á stórri pönnu og steikið kjúklinginn á öllum hliðum. Takið hann þá til hliðar. Þá er chorizo sett á pönnuna og steikt ásamt lauknum, síðan paprika og hvítlaukur. Loks er tómötum Kjúklingur og frábær krydd Kjúklingur er alltaf góður. Hann er hægt að matreiða á marga vegu og flestum þykir hann góður. Kjúklingur og framandi krydd fara einstaklega vel saman. Það er um að gera að prófa sig áfram. Kjúklingur sem er ættaður frá Marokkó er spennandi réttur. Indverskur kjúklingaréttur sem einfalt er að matreiða en tekur smá tíma þar sem marinera þarf kjúklinginn yfir nótt til að fá sem best bragð. og kjúklingasoði bætt við. Látið suðuna koma upp. Setjið kjúkling- inn aftur á pönnuna og látið hana inn í ofninn. Látið eldast í ofninum í 25-30 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar ef þarf. Indverskur kjúklingur Það er gott að ákveða þennan rétt sólarhring áður en hann verður eldaður. Hann er svo miklu betri ef kjúklingurinn fær að marinerast yfir nótt. Uppskrift fyrir fjóra. 6 kjúklingalæri 150 ml hrein jógúrt 1 msk. ferskt engifer, rifið 3 hvítlauksrif, pressuð Salt og pipar Olía til steikingar Kryddblanda fyrir karrí 6 hvítlauksrif, smátt skorin 4 cm engiferrót, smátt skorin 1 rauður chilli-pipar, fræhreins- aður ef þú vilt hafa hann mildari 1 laukur, smátt skorinn 2 msk. tómatmauk (tomato purée) 1 tsk. garam masala 2 tsk. paprikuduft 2 dósir smátt skornir kirsuberja- tómatar 1 dós kókosmjólk Vatn Salt 100 g ferskt spínat Ferskt kóríander Hitið ofninn í 200°C. Blandið jógúrt, engifer, hvítlauk, salti og pipar í skál. Setjið kjúklinginn í plastpoka og hellið marinering- unni yfir. Lokið pokanum og þekið kjötið með sósunni. Geymið í ísskáp, helst í sólarhring en minnst í eina klukkustund. Takið þá kjúklinginn upp og leggið á bök- unarplötu og inn í heitan ofninn. Á meðan er sósan gerð. Steikið hvítlauk, engifer og chilli-pipar og bætið síðan lauknum við. Þá er tómatmaukið sett út í og loks kryddið. Látið malla smávegis áður en tómatarnir eru settir á pönn- una. Fyllið aðra dósina af vatni og setjið út í. Látið malla í 10-15 mínútur. Núna er kókosmjólkinni bætt saman við. Bragðbætið með salti og pipar. Takið kjúklinginn úr ofninum og setjið í sósuna. Látið malla áfram þar til kjúklingurinn er gegneld- aður. Í lokin er spínatið sett saman við. Skreytt með kóríander og borið fram með hrísgrjónum og naan-brauði. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 512 5429 / jonivar@frettabladid.is VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Veglegt sérblað Fréttablaðsins um vörubíla og vinnuvélar kemur út 25. september nk. T yggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . S e p t e M B e R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 0 8 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :2 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 C 4 -A 1 1 8 2 0 C 4 -9 F D C 2 0 C 4 -9 E A 0 2 0 C 4 -9 D 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 7 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.