Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 5
VERSLUNARTÍÐIIDI
NIÁNAÐARRIT GEFIÐ ÚT AF VERSLUNARRAÐI ÍSLANDS
PrentaíS í ísafoldarprentsmltSju.
6. ár.
September - Október 1923.
Nr. 9-10
V erslnnartíðindi koma út einu sinni í mánuði venjul. 12 blaðsíður. — Árgangurinn kostar kr. 4.50.
Ritstjórn og afgreiðsla: Skrifstofa Yerslunarráðs Islands, Eimskipafjelagshúsið. Talsími 694. Póstbólf 514
Atvinnulög.
Frh.
Leyfisbrjef til verslunar heimilar þeim,
er það fær, rjett til að reka verslun með
allar vörutegundir með þeim takmörkun-
um, sem leiða af almennum og sjerstök-
um lögum og nánara eru tilgreindar í frv.
Skal greina glögt í verslunarleyfi, hvers
konar verslun sje leyfð. —
Leyfisbrjef til heildverslunar veitir heim-
ild til að selja þeim, sem verslunarleyfi
hafa svo og opinberum stofnunum, sýslu-
og sveitafjelögum og þeim, sem undan-
þegnir eru verslunarleyfi skv. 1. og 5. lið
1. gr. frv. (lyfsalar og pöntunarfjelög),
vörur, hvort heldur eru í stóru eða smáu.
— Iðnaðarmönnum sem iðnleyfi hafa mega
heildsalar á sama hátt selja vörur og
verkfæri, sem þeir nota við iðnreksturinn.
Öðrum mega heildsaiar ekki selja vörur
og aldrei mega þeir hafa opna sölubúð í
þeim kaupstað eða kauptúni, sem þeir
reka heildverslun í, nema þeir leysi einnig
leyfisbrjef til smásölu. —
Leyfi til smásölu veitir rjett til að hafa
opna sölubúð í þeim kaupstað eða kaup-
túni, sem leyfi er veitt og selja einstökum
mönnum vörur til eigin afnota (neytslu).
Leyfi til sveitaverslunar veitir sama rjett
til verslunar utan kaupstaðar eða löggilts
kauptúns og smásöluleyfið í kaupstað eða
löggiltu kauptúni. — Leyfi til sveitaversl-
unar má ekki af hendi láta, nema sýslu-
nefnd telji heppilegt að verslun sje rekin
í þeirri sveit, enda telji húu umsækjanda
hæfan til að reka þá verslun. —
Leyfi til umhoðsverslunar (Kommission)
veitir rjett til að annast kaup og sölu á
varningi í eigin nafni, en fyrir hönd ann-
ars manns. — Það felst í leyfi til heild-
verslunar og verður ekki veitt sjerstakt.
Leyfi til lausaverslunar veitir heimild til
að versla hvar við land sem er, ef það
hljóðar um verslun á skipi, og til að versla
hvar á landi sem er, ef það hljóðar um
verslun í landi til næsta nýárs eftir dag-
setning leyfis. — Taka skal fram í ieyfis-
brjefi hvort það heimilar verslun í landi
eða á skipi. — Takmarka má þær vörur,
sem heimilt er að selja. — Leyfi til Jausa-
verslunar veitir lögreglustjóri þar sem
leyfisbeiðandi er heimilisfastur eða þar sem
hann hyggst að byrja verslun sína. —
Leyfisbrjef til tilboðssöfnunar um vöru-
sölu eða vöriikaup (Agentur) felur í sjer
rjett til söluframboðs í nafni framleiðanda
eða kaupmanns og kaupleitunar á varn-
ingi í nafni neytanda eða kaupmanns. —
Sje tilboðssöfnunin gjörð í nafni þess manns,
er hefir heildsöluleyfi er hún .heimil án
sjerstaks leyfisbrjefs — Lög nr. 78., 22.
nóv. 1907, um erlenda farandsala halda
þó gildi sínu. —
Leyfi til einnar tegundar vöru felur
ekki í sjer heimild til að reka annars kon-
ar verslun umfram það, sem að framan