Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 16

Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 16
108 VERSLUNARTlÐINDI Bernh. Petersen Reykjavík. Simar: 598 og 900. Símnefni: Bernhardo. Kaupir allar tegundir af lýsi hæsta verði. Móttekið á hvaða höfn sem er. — — G-reitt við útskipun. ♦ $ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ verða lokið, og hafa þær gefið heldur minna af sjer en í fyrra. Humaraflinn heflr verið líkur og síðastl. ár. Hefir verið flutt út af honum 549.600 kg., en 520.400 kg. í fyrra. Kópsíldveiðar hafa gengið vel í júlímánuði. Tíðin verið góð í júlí og uppskeruhorfur því sæmilegar. Reikningur Noregsbanka, dags. 31/8 sýnir að seðlaumferðin hefur lækkað niður i 402,2 milj. kr. úr 404,8 milj. kr. næsta mánuð á undan. Vöruverð hefur heldur lækkað. Vísitala ökonomisk Revy's fyrir ágúst er 231, en 235 mánuðinn á undan. Málmverð og pappírsverð hefur staðið i stað, matvörur úr dýraríkinu hafa hækkað en aðrar vör- ur lækkað. Tala atvinnulausra hefur hækkað; taldir 9,500 í ágústlok, en 8,100 í júlílok. Þessi tala er þó nálægt 50% lægri en um sama leyti í fyrra. Meira fjör hefur færst bæði i peninga og verðbrjefamarkaðinn, en á hlutabrjefa- markaðinum má heita kyrstaða, en þó nokkur viðskifti með iðnaðarhlutabrjef. Farmgjaldamarkaður er áframhaldandi daufur. Framan af mánuðinum var nokk- ur eftirspurn eftir námutimbri, en verðið fór lækkandi þegar leið á mánuðinn. Af hefluðum við hefur litið selst. Trjáviðar- útflutningur Noregs fyrstu 6 mánuði árs- ins hefur numið 45,5 milj. kr., en 39,3 milj. kr. á sama tíma í fyrra. Litlar breytingar hafa verið bæði á trjá- mauks og trjákvoðumarkaðinum. í jan. — júní 1923 nam trjákvoðu og trjámauks- útflutningurinn 81,1 milj. kr., en 67,3 milj. kr. á sama tíma í fyrra. Eftirspurn eftir fínni pappírstegundum hefur aukist, en litlar verðbreytingar hafa verið á pappírn- um. Pappírsútflutningurinn í jan. — júní nam 55,2 milj. kr., en 53,0 milj. kr. á sama tima í fyrra. Fitusildveiðarnar hafa ekki verið arð- samar það sem af er. Frá 1. júlí til síð- asta ágúst var aflinn samtals 167,000 hl., en 260,000 á sama tíma í fyrra. Laxveið- ar hafa gengið fremur vel í ágúst og humaraflinn sömuleiðis verið sæmilegur. Útflutningurinn hefur numið samtals í júlímánuði ca. 50 milj. kr., en 52,9 milj. kr. á sama tíma í fyrra. A tímabilinu jan. — júní nam vöruútflutningurinn 439,9 milj. kr., en 404,3 milj. kr. í fyrra. Tolltekjurnar numu í ágúst 5,4 milj. kr., en 4,5 milj. kr. í fyrra. Heyaflinn lítur út fyrir að muni verða í meðallagi, en verkunin er ekki góð nema aðeins í norðurhluta landsins. Kornið þroskast seint í ár og útlit ekki sem best með uppskeruna. Sama er að segja um kartöflurnar, en þær hafa góðan tíma til að þroskast ennþá, ef tíðin verður bagstæð. Síldarafli. 9. september 1923 var aflinn. Saltaö Kryddað tunnur tunnur A Akureyrl..................... 32.733 9.454 Á Siglufirði.................. 148.966 25.735 Á ísafirði .... 4.738________218 Áfli alls 186.437 35.407

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.