Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 11

Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 11
VERSLUNARTÍÐINDI 103 þar sem svo er þröngt um, eins og fyr er lýst, og þrengist óðum á þeim fáu mark- aðsstöðum, er nú skifta við oss. — Eg tel það því enn sem fyr lífsnauðsyn og blátt áfram skilyrði fyrir því, að fisk- verslun vor geti náð að þroskast eðlilega i framtíðinni, í stað þess að fara hnign andi, að breytt verði hið bráðasta um flutningafyrirkomulagið, eins og eg hef minst á hjer og annarsstaðar, og að það verði gert með tilstyrk ríkisins, ef það þykir ekki kleyft í fyrstu á annan hátt. Frh. Yfirlits-skýrsla til Stjórnarráðs íslands um erindi P. A. Ólafssonar til Norður- og Suður-Ameríku á timabilinu frá September 1922 til maí 1923. Reykjavík 25. maí 1923. Frh. Frágangur á hleðslusTcjölum: Áríðandi er mjög, ef fiskur yrði sendur, að ganga nákvæmlega frá hleðsluskjölum, að eng- in ónákvæmni eigi sjer stað, hvorki í tölum eða merkjum, og að merkin á um- búðunum sjeu i samræmi við pappirana; að þeir sjeu uppáritaðir af hlutaðeigandi þjóðarkonsúl, og að eitt eintak af pappír- unum sje sent með annaii ferð, helst á undan, svo að þeir verði komnir móttak- anda í hendur, áður en sendingin kemur fram, og að það sjáist af þeim eða með- fylgjanda brjefi með hvaða skipi sending- in hefir farið til móttöku staðarins. En alt þetta er nánar útskýrt í undanfarandi skýrslum. Bandaríkin: Þó jeg að vísu ekki hafi mikla trú á markaði fyrir islenskan fisk í Bandríkjunum, þá spurðist jeg þó, að gefnu tilefni, dálítið fyrir um söluhorfur þar, samkvæmt áður gefinni skýrslu. — Evere tte Lawrence & Co., New Orleans, sögðust hafa gjört fyrirspurnir til íslands, en ekkert svar fengið. — Hitt verslunar- húsið, American Produce Trading Co., New York, virtist líka vera mjög hugleik- ið að ná í íslenskan fisk. New Orleans verslunarhúsið vildi gjarnan fá cif tilboð, en verslunarhúsinu New York gaf eg upp nokkra helstu útflytjendur hjer í Reykja- vík, og býst við að þeir snúi sjer til þeirra. Síldarmarkaður: I suður og mið-Ame- riku, býst jeg vegna hitans varla við að geti verið að tala um neinn markað. Eg sá að vísu saltaða síld í nokkrum stöðum, en óverulegt var það. Aftur á móti sá jeg allvíða reykta skoska síld í kössum og dunkum. I norður Ameriku er aftur um töluverðan markað að ræða og er hann kunnur fleirum hjer. Jeg fer því ekki frekar út í það atriði, en skýrt er frá í skýrslu minni frá 1. apríl. Meðalalýsi: Um söluhorfur fyrir það í Buenos Aires, ritaði jeg stjórnarráðinu 2. janúar og sendi sýnishorn af norsku með- alalýsi, sem jeg fjekk þar. — Hefi jeg að svo komnu engu við þá skýrslu að bæta. Samgöngur: við suður og mið-Ameríku eru bestar frá Liverpool, London og Ham- borg, og svo með Bergenska sem tekur vörur með gegnumgangandi fragt all leið hjeðan. Frekari upplýsingar um þessar ferðir og flutningsgjöld fást hjá mjer, Eim- skipafjelaginu og argreiðslu Bergenska-fje- lagsins hjer. Annars eru gegnumgangandi fragtir hjeðan til suður og mið-Ameríku nú um 20—24 kr. pr. skp. Danskir sendiherrar og rœðismenn: Víð- ast hvar sem jeg fór um hafði eg mikinn styrk af sendiherrum og ræðismönnum Dana. Ög viða sýndu þeir mikinn áhuga á því, að sambönd tækjust með íslenskan flsk Vil eg þar sjerstaklega tiltefna sendi-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.