Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 6
98
VERSLUNARTlÐINDI
segir, og veitir það einungis heimild til
verslunar í ákveðnurn kaupstað, löggiltum
verslunarstað eða ákveðinni sveit (sbr þó
ákvæðin um lausaverslun. —
Eitt allra vandasamasta atriðið sem til
greina kom við samning frv. þessa var
það, hvort leggja skyldi til að sami mað-
ur gæti fengið leyfi bæði til heildsölu og
smásölu eða aðeins til annars hvors teg-
undarinnar og þá ef hið síðarnefnda yrði
ofaná, þá hvernig ætti að draga rjettmæt
takmörk milli þessa atvinnuvega. —
Eftir gildandi lögum veitir verslunar-
leyfi rjett til að versla hvort heldur er
sem heildsali eða smásali eða hvorutveggja.
Talsverð óánægja hefur risið út af því
meðal smásala að ýmsir heildsalar hafa
selt neytendum fyrir sama verð og þeim
ýmsar vörutegundir í smáum stíl. — Slíkt
framferði er að sjálfsögðu ekki rjett gagn-
vart smákaupmönnunurn og ekki nema
von að þeir firtist við það. —
En rjettmæt takmörk á milli smásölu
og stórsölu er .erfitt ef ekki ókleift að
draga.
Það er augljóst að heildsali fer inn á
atvinnusvið smásala ef hann selur t. d.
prívatmanni ein stígvel. — Hinsvegar
væri með öllu óréttlátt að meina. heildsöl-
um að selja til neytenda. —• Utgerðarfje-
lög, menn sem eru að reisa hús o. s. frv.
gera oft stærri kaup í einu en margir
smákaupmenn í heilt ár og væri rangt
bæði vegna heildsalanna og þessara manna
að meina þeim bein viðskifti, enda myndi
afleiðingin af því oft verða sú, að snúið
væri sjer til erlendra heildsala í stað þeirra
innlendu. *— Þannig raá lengi uppteljaog
þrátt fyrir þótt ýmsar tilraunir hafi verið
gerðar til að koma málinu þannig fyrir,
að sama manni væri aðeins leyfð önnur
verslunartegund bæði hjer á landi og ann-
arstaðar hefur ekki verið hægt að finna
viðunandi takmörk. —
Verslunarráðið hefur því litið svo á, að
rjett væri að sami maður gæti hjereftir
sem hingaðtil fengið leyfi bæði til heild-
sölu og smásölu, en kaupa verður hann
tvö leyfi ef hann vill reka hvortveggja
atvinnugreinina. —
Skírgreining sú, sem gefin er í frv.
um þessar mismunandi verslunar-
tegundir missa þá að miklu leyti
þýðingu sína fyrir aðra en þá, sem aðeins
hafa leyfisbrjef til annararhvorrar versl-
unartegundarinnar. —
Það mun líka sannast í framtíðinni að
löggjöfin er ekki einfær um að greina
svo milli söluheimildar heildsala og smá-
sala, að rjettlátt sje, — ef sama manni er
meinaður aðgangur til þess að reka hvor-
tveggja atvinnugreinina. — Það einasta,
sem getur komið í veg fyrir »illoyal konk-
urance« af hálfu heildsala eru öfiug samtök
smásalanna um að versla ekki við þann
heildsala, sem fer inn á verksvið þeirra.
Frb.
Fisksalan á Spáni.
Framh.
En svo er^jum fleiri fiskiþjóðir en oss,
að þær hafa fengið illan beig af um-
boðssölufyrirkomulaginu, og hafa fengið
litlu betri reynslu af því en vjer. Þann-
ig hefur t. d. verslunarblað New-Found-
landmanna, Trade Review, sem gefið er út
í St. John’s, New Foundland, tekið þetta
mál til alvarlegrar athugunar, og baríst
fyrir því og skorað á þarlenda fiskifram-
leiðendur og kaupmenn, að þeir hverfi frá
þessu fyrirkömulagi, og hefji samtök um
að taka upp hitt fyrirkomulagið, og selja
fiskinn eingöngu í fasta sölu. En vitan-
lega er ekki hlaupið að því, að umhverfa