Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 17

Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 17
VEKSLUNAKTÍÐINDI 109 Póstmál. Póststjórnin hefur nýlega leyft að senda megi póstinnheimtur innanlands, milli sömu staða og þeirra er taka þátt í póst- ávísanaviðskiftum, og ennfremur innan umdæmis kaupstaðanna. Póstinnheimtur má nota við kvittanir, reikninga ávísanir, víxla og aðrar skulda- kröfur, sem greiðast án kostnaðar. í sömu sendingu má leggja skuldakröf- ur á 5 skuldunauta, sem búa í umdæmi sama pósthúss, ef skuldkrafi er einn. Skuldakröfur í einni sendingu verða að hafa sama gjalddaga og mega samtals ekki fara fram úr 1000 krónum, eða að- alupphæð krafanna, sem búið er um í einni sendingu má ekki fara fram úr þeirri upphæð. Skuldarköfurnar innfærir sendandi á sjerstakt eyðublað, sem fæst á pósthúsun- um og sendir þær í ábyrgðarbrjefi til póst- hússins sem á að innheimta þær. Póststjórnin tekur] 25 aura fyrir hverja innheimta skuldakröfu og 15 aura fyrir hverja óinnheimta og ennfremur venjulegt póstávísanagjald fyrir aðalupphæð inn- heimtra skuldakrafa. Viðvíkjandi tíma þeim er póstinnheimt- ur mega liggja á ákvörðunarpósthúsinu gilda sömu reglur og um póstkröfur. Til kaupstaðanna Akureyrar, Hafnar- fjarðar, ísafjarðar, Reykjavíkur, Seyðis- fjarðar, Siglufjarðar, og Vestmannaeyjar má nú senda póstávísanir allt að 5000 krónur hverja. Innan umdæmís sömu kaupstaða má nú einnig senda póstávísanir, en það hefur ekki verið hægt hingað til. ^ xtx, xfx .xfx, .x+x, xfx, xtx, xfx xfx, xfx, xfx, xfv xfx xfX xf>. % 4 - ■ - ..... | Málaflutningsskrifstofa | Saltfiskssala í Ðrasilíu. Stjórnarráðið hefur sent Verslunarráðinu brjef frá danska sendiherranum í Rio de Janeiro um horfur á saltfiskmarkaði þar, og fara aðaldrættir úr því hjer á eftir: Af opinberum skýrslum má sjá að árið 1922 hefir fiskinnflutningur verið 16.321 tonn og er það 31.673.833 milreis virði eða 964.500 £. Þessi innflutningur er ekki nema y3 af því, sem var fyrir stríðið, og skiftist hann þannig niður: Frá Bretlandi kom 2.304 tonn, frá Canada og New Found- landi 10.815 tonn, frá Bandaríkjunum 144 tonn og frá Noregi 2.790 tonn. Innfiutningsskýrslur fyrir það, sem af er árinu 1923 eru ekki komnar ennþá, en búist er við að innflutningurinn verði lítið meiri en hann var árið á undan. Að fisk- innfiutningurinn er orðin svo mikið minni en hann var fyrir stríðið, stafar af því að fiskurinn er of dýr, borið saman við aðrar matvörur, sem hafa hækkað minna í Bra- silíu en víða annarstaðar. Til þess að salt- fiskurinn geti kept þar við aðrar matvörur má hann ekki vera dýrari en 1.38 milreis pr. kg., en er seldur nú á 1.80 milreis. Gengismismunurinn á einnig sinn þátt í því hvað fiskurinn er dýr, og mundi lag- ast með markaðinn, ef Brasiliskir pen- ingar hækkuðu í verði. Talið er að nokkur hluti af þeim fiski,

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.