Verslunartíðindi - 01.09.1923, Síða 7

Verslunartíðindi - 01.09.1923, Síða 7
VERSLUMARTlÐINDI 99 þannig öllu verslunarlaginu, og þarf til þess sterk og mjög almenn samtök, því ekki þarf nema eina Þökk til þess að Baldur verði grátinn úr helju. — Eg skal nú leyfa mjer að fara nokkr- um orðum um þetta mál, og gefa. nokkrar skýringar, og þá aðallega um umboð3Sölu- fyrirkomulagið (consignationina). Um hitt fyrirkomulagið, föstu söluna, er óþarfi að fjölyrða sjerstaklega, enda er það tiltölu- lega óbrotið mál, og eg hef auk.þessvik- ið að því nokkuð nákvæmlega í fyrri skýrslum minura í sambandi við fiskflutn- ingafyrirkomulagið, og skal það ekki end- urtekið hjer. Eins og kunnugt er og oft hefur verið vikið að áður, er fiskur frá íslandi því nær eingöngu fluttur í stórförmum til mark- aðsstaðanna. Þegar þangað kemur tekur það oftastnær langan tíma, að selja allan þennan fisk út til smásalanna og neytend- anna, margar vikur og jafnvel mánuði. Eins og gefur að skilja stendur nú verð- ið á neyslustöðunum ekki í stað á svo löngum tíma, heldur ýmist hækkar það eða lækkar, eftir því hvernig horfur eru og ástæður á markaðinum, og hvort mik- ið eða lítið er þá fyrirliggjandi af fiski o. s. frv. Aðalmismunurinn á þessum tveimur fyr- irkomulögum, föstu sölunni og umboðssöl- unni, er nú sá, að í fyrra tilfellinu er það hinn erlendi fiskkaupmaður, sem teknr á- batann eða tapið af þessum verðbreyting- um, en í hinu tilfellinu, við umboðssöluna er það hinn hérlendi framleiðandi eða selj- andi, sem hefur hagnaðarvonina eða áhætt- una af tapinu. Nú er það svo að þegar fiskur er send- ur í umboðssölu, þá er salan jafnan falin einhverjum af hinum stærri innflytjendum á markaðsstaðnum. Um annað er ekki að ræða, því þeir einir hafa þann viðbúnað, Njálsgötu 21 -- Reykjavík framleiðir besta MALTEXTRAKT, PILSNER, og HVÍTOL. Óskar viðskifta kaupmanna og kaup- fjelaga úti um land. Styðjið innlendan iðnað! Símnefni: MJÖÐUR. Sími 390. og þau sambönd, sem nauðsynleg eru til að framkvæma söluna. En það hlýtur nú að verða hverjum manni ljóst, þegar við fyrstu athugun, að öll líkindi eru til þess, að það verði fisk- eigandinn, umbjóðandinn, sem skarðan hlut beri frá borði í slíkum viðskiptum. Hinn aðilinn, innflytjandinn eða umboðsmaður- inn á erlenda markaðinum, hefur í raun- inni öll ráð hans í hendi sjer. Það er fyrst, og er mikilsvarðandi at- riði, að hinum erlenda innflytjanda er vit- • anlega betur kunnugt um það en hinum er hjer situr, hverjar horfur eru á mark- aðinum í hinni nánustu framtíð, og hvort útlit er til þess, að hagnaður geti orðið á versluninni, með þvi verði er farmeigand- inn setur upp, og þarf að fá. Ef honum líst að svo muni vera er honum þá innan handar að kaupa farminn í fasta sölu. En ef honum virðist hinsvegar vera horfur á því, að markaðurinn sje fallandi, og að

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.