Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 12

Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 12
104 VEKSLUNARTÍÐINDI herrann í Rio de Janeiro, hr. Carl Mohr og sendiherrann hr. Otto Wadsted og verslunarfulltrúann hr. J. Riedel í Buenos Aires, sem allir eru mjög liðlegir menn og höfðu kynt sjer þetta mál ótrúlega vel og skoðuðu sjálfir sýnishorn þau, sem eg hafði meðferðis. En einnig má tilnefna ræðismanninn i Valþaraiso hr. Olaf Knud- sen, aðalkonsúlana Mr. Grimwood í Mexi- co og v. Biilow í Sao Paulo, sem tóku sjer- staklega vel á móti mjer og var mjög umhugað um að ferð min kæmi að sem bestum notum, og sama má segja um málaflutnÍDgsmann Grandjean i Mexico D. F. öllum þessum mönnum votta jeg bestu þakkir fyrir þá afstoð og þann á- huga, sem þeir sýndu á því að erindi mitt kæmi að sem bestum notum Ræðis- mennirnir í La Paz (Bolivia), Caracas (Venezuela) og Guayaquil (Ecuador), voru þeir einustu sem ekkert ijetu heyra frá sjer, upp á fyrirspurnir og upplýsingar, sem jeg hafði beiðst. I sambandi við dönsku sendisveitirnar, sem fara með Islands-mál í útlöndum skal jeg leyfa mjer að vekja athygli á einu atriði, sem mikla þýðingu mætti hafa til að vekja athygli á íslandi í útlöndum, og það er, að í öllum bæjarskrám, opinber- um skýrslum, á brjefhausum, umslögum o s. frv. væri bætt inn í orðinu »ísland«. Sem stendur sjest það hvergi, og hafa fæstir hugmynd um hvert þeir eiga að snúa sjer með upplýsingar viðvíkjandi ís- landi eða ísleuskum verslunarmálum. ís- lenski fáninn er það eina, sem útávið ber vott um, að einhverjir annist um íslands- mál í útlöndum, en hann sjest aðeins við einstök tækifæri, samsæti og tyllidaga, og þá helst hjá sendiherrunum, en þetta er sjaldan og tiltölulega fáir sem njóta þess Að Islands sje ekki getið í skjaldarmerk inu er kanske öðru máli að gegna með því fyirkomulagi sem er á utaniíkisum- boðsmenskunni. Það hefir líka minni þýð- ingu, og breytíng á því hefði mikinn kostnað í för með sjer. Jeg mintist á þetta við sendiherranna í Rio de Janeiro og Buenos Aires, og sögðust þeir ekki sjá neitt því til fyrirstöðu, að því fyrtalda yrði breitt, en tilkynning yrði að koma um það frá dönsku stjórninni. Teldi jeg æskilegt og Ialandi til gagns, að islenska stjórnin vildi hreyfa þessi máli. Til yfirlit8 læt jeg meðfylgja á sjerstöku blaði, skýrslu um stærð, íbúatölu, innflutn- ing á fiski, verð, tollkostnað etc. og gengi í hinum ýmsum löndum er jeg fór um, eins og það var um það leyti, sem jeg var þar á ferðinni. Einnig meðf. skrá yfir helstu fiskikaupmenn á hinura ýmsu stöð- um. Útaf ýmsum fyrirspurnum sem gerðar hafa verið til mín, um greinar sem birtar hafa verið í »Morgunblaðinu« frá stud. Karl Þorsteins, um markaðshorfur fyrir islenskan fisk í Brasiliu og fyrirheit um sama efni frá Argentínu, þá tel jeg að lokum rjett að geta þess, að þessi ungi maður var í fylgd með mjer frá London alla leið til Buenos Aires og fjekk borg- un frá mjer fyrir aðstoð, og afskriftir af sendum skýrslum til Stjórnarráðsins, og sem hann ekkL-á* neinn hátt vann að upplýsingum að, og þó það í sjálfu sjer ekki skípti miklu, þá er þó fremur óvið- feldið að sjá sjálfstæðar skýrslur frá hon- um um trúnaðarmál, sem hann að öllu leyti hefir frá mjer. — Virðingarfyllst Pjetur A. Olafsson.

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.