Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 9

Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 9
VERSLUNAKTlÐINDÍ 101 hvers eins eða fleiri firma, þá verða hin- ir innflytjendurnir enn ragarí við að festa kaup, því auk þeirrar hættu, að þeir þurfi að liggja með fiskinn í langan tima, kem- ur þá líka hin, að umboðsmennirnir, sem ekkert, eða lítið sem ekkert eiga í húfi, lækki svo mjög verðið á umboðssölufisk inum, að hinum sje gert ókleyft að selja sinn fisk, nema þá með stórtapi. Afleið- ingin af þessu verður þá eðlilega sú, að annaðhvort býður innflytjandinn á hinum erlenda markaði mun lægra verð fyrir fisk- inn, en það, sem svarar markaðsverðinu á þeim tíma, eða þá, að ómögulegt verður að selja fiskinn í fasta sölu, og hinn hjer- lendi fiskikaupmaður neyðist til að senda hann í umboðssölu, svo glæsilegt sem það er, undir slíkum kringumstæðum. En í báðum tilfellunum hlýtur fiskverðið hér heima fyrir að stórlækka, eins og geta má nærri. — Með þessu móti getur því, eins og sjá má, einn maður gerspilt markaðnum, og orðið þess valdandi, að fiskverð lækkar í landinu, með því einu, að senda farma sína í umboðssölu, eftirlits- og athugalaust eða lítið. Nokkuð mætti að vísu draga úr ann- mörkunum við þetta fyrirkomulag, ef hver sá farmeigandi, er íisk sendir í umbo?s- sölu, gætti þess jafnan, að heimta, að um- boðssalínn hafi ekki fisk til sölu frá sjálf- um sjer, jafnhliða umboðsfiskinum, og að hafa ábyggilegan trúnaðarmann á mark- aðsstaðnum, er jafnan geti gætt hagsmuna hans, »kontrollerað« söluverðið, og jafnvel sagt til hvort og hvað mikið selja skuli á hverjum tíma, eftir því hvernig horfur kunna að vera á markaðnum, o. s. frv. En þetta er máske aldrei einhlítt, og síst nema samtök sjeu um það, svo að allir geri þetta, sem tæplega mun treystandi. En að öðrum kosti kemur það ekki að notum. GÆRUR kaupir Heilöverslun GARÐARS GÍSLASONAR. Móttaka í Skjaldborg við Skúlagötu. m m 4 Þegar á alt er litið, virðist mjer ann- markarnir við umboðssölufyrirkomulagið vera svo auðsæir, og kostirnir svo vafa- samir, að að því beri að vinna með oddi og eggju, að brjóta það á bak aftur, hvern- ig sem það kann að takast, og hver með- öl sem til þess kunna að verða valin. Með samtökum næst það varla, því ekki þarf nema einn til að skerast úr leik, svo að samtök hinna verði gagnslaus. Að banna þetta með lagaboði gæti tæplega komið til greina, enda mætti auðveldlega fara í kringum það. Hjer þarf því að finna aðr- ar leiðir, hvernig sem það kann að takast. Niðurlag. Einasta leiðin, sem mjer virð- ist fær til að lagfæra þetta og annað, sem aflaga fer í fiskverslun vorri, er sú, að breyta um fyrirkomulag fiskflutningsins, eins og eg hef áður leitast við að sýna

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.