Verslunartíðindi - 01.09.1923, Page 8

Verslunartíðindi - 01.09.1923, Page 8
100 VERSLUNARTÍÐINDI fialldúr BudmundssDn S Co, RafuirkjaíjElag Bankastræti 7. 5ími 815. REykjauík. H xfx xfx, ,xtx, X+X , xtx, ,xtx, ,xtíf. ,xtx, ,xtx. ,xtx. .xtx. ,xtx. ,xtx. ,xtx. .xtx. % Xi“ ....................... ” ■ iJf A ix i k % 3 I 3 * I xi A xi A i i i X Byggir rafmagnsstöðv- ar, áætlar kostnað við þær, og allskonar raf- virkjum. Efni og áhöld : altaf fyrirliggjandi : St If f \£ ix f/ ix £ & w íx K. >x i/ ix f/ IX i/ IX i/ K j/ iy ■x;v xjv v;v 'xíx' V|v* V|x' VJx' VJx' VJx' V|x V|x' VJx' VJx' V4X* V4X* ^ tap muni verða á farminum, þá kýs hann vitanlega hitt heldur, að taka við houm í umboðssölu, og láta farmeiganda bera á- hættuna af tapinu. Sjálfur fær umboðs- maðurinn 5% af söluverðinu, og hefur enga áhættu af því tapi er á kann að verða, og það er því ofur eðlilegt að hann kjósi heldur þennan kostinn, ef hann tel- ur nokkra tvísýnu á hagnaðinum á söl- unni. Það sést því af þessu, að þegar hinum hjerlendu farmeigendum tekst ekki að selja farm sinn í fasta sölu, og neyðast til að senda hann í umboðssölu, þá er það í flestum tilfellum vegna þess, að horfur eru slikar á erlenda markaðnum, að bú- ast megi við tapi á versluninni. í öðru lagi er það, og er ef til vill ekki síður mikiivægt og athugavert atriði, að venjulpgast er þ.ið svo, að hínn erlendi kaupmaður sem tekur að sér fisk í ura- boðssölu, hefur jafnframt fisk til sölu, er hann sjálfur á. Það er nú næstum því óþarft að lýsa því, hver hætta er í þessu fólgin fyrir umbjóðanda hans. Umboðs- manninum er þá í lófa lagið að haga söl- unni á fiski umbjóðanda síns algerlega eft- ir því, er hann telur best henta fyrir söl- una á sínum eigin fiski, láta hann sitja á hakanum, ef hátt verð fæst, og selja þá sinn fisk í staðinn, eða þá flýta sölunni á fiski umbjóðandans fyrir lágt verð, ef mikl- ar birgðir eru fyrir á staðnum, en geyma sinn eigin fisk þar til um hægist, og hækkar aftur verðið. Það er i stuttu máli svo, að oft á tíðum, og jafnvel oftastnær, ríða hagsmunir umboðsmannsins í bága við hags- muni umbjóðandans, þegar svo er, að hann hefur fisk til sölu fyrir báða, og er þá hætt við að svo fari, eins og gengur, að eiginhagsmunirnir verði látnir sitja i fyr- írrúmi, þó svo kunni að vera, að ekki eigi hjer allir óskift mál, af hinum erlendu fiskkaupmönnum. Það er nú bersýnilegt, að báðir þessir agnúar, sem hér hafa verið taldir, eru mjög alvarlegir, og að umboðssala með þessum hætti, er hið argasta áhættuspil, og getur valdið farmeigandanum stórtjóns. En þó er ótalið það, sem ef til vill er verst, en það er það, að slíkt tjón getur komið niður ekki einungis á þeim farm- eigandanum, er fiskinn sendir í umboðs- sölu, heldur einnig á hinum, sem ekki vilja taka á sig áhættuna af umboðssöl- unni, og þá jafnvel á öllum fraraleiðend- um og fiskkaupmönnum landsins. Þess hefur verið getið áður, að þegar mikið liggur fyrir af fiski óseldum á mark- aðnum, þá minkar við það eftirspurnin, eins og eðlilegt er, verðið lækkar og inn- flytjendurnir veiða tregari á a,ð festa kaup á f rmum, því þeir vita það, að þeir geta átt á hættu að liggja með fiskinn óseld- an um langan tíma. En ef þar við bæt- ist nú, að þessi fiskur sem fyrir liggur, hefur verið sendur í umboðssölu til ein-

x

Verslunartíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.