Verslunartíðindi - 01.09.1923, Blaðsíða 15
VERSLUNARTÍÐINDI
107
undan. Er það 16% hærra en var á sama
tíma í fyrra. Hækkunin stafar aðallega
af verðhækkun á smjöri, eggjum, ull og
málmvöru. Fleskverð og kartöfluverð
hefur lækkað.
Samkvæmt fjárlaga frumvarpinu danska
fyrir 1923—24, sem fjármálaráðherrann
lagði fyrir fólksþingið nýlega, verða tekj-
ur ríkisins 411 milj. kr. og útgjöld þess
358 milj. kr., eða tekjuafgaugur áætlaður
53 milj. kr., En með því að tekjuhalli á
eignareikningi ríkisins er áætlaður 14,6
milj., verður hreinn tekjuafgangur nálægt
38 milj. kr. Á ríkisreikningnum fyrir
1922—23 hefur orðið 3,5 milj. kr. tekju-
afgangur, í stað þess að áætlaður var
17 milj. kr. tekjuhalli en tekjuhallinn
á eignareikningi er 63,6 'milj., en hafði
verið áætlaður 95 milj. krónur.
Noregur.
Útdráttur úr frjettaskeytum, sem norski
aðalkonsúllinn hefir sent Verslunarráðinu.
Reikningur Noregsbanka, dags. 31/7 sýn-
ir að seðlaumferðin hefir minkað; er þá
404.8 milj. kr., er var 415.0 milj. kr. 3%.
Verðlagið hefir farið heldur hækkandi í
júlímáuuði, og er vísitala »ökonmisk Re-
vues* 235. Hækkað hafa matvörur bæði
úr jurta og dýraríkinu, steinolía, járn,
málmar, húðir og byggingarvörur, en lækk-
að hafa aftur á móti kol, koks og pappír.
Fóðurbætir og trjáviður hafa staðið í stað.
Atvinnuleysi hefir farið minkandi, og
eru taldir atvinnulausir 31. júlí ca. 8.100,
en 11.000 síðasta júní.
Litlar breytingar hafa verið bæði á pen-
inga og verðbrjefamarkaðinum. Talsverð
viðskifti hafa þó verið með bankaverð-
brjef, og hvalveiðaverðbrjef hafa haldið
áfram að hækka.
Tolltekjurnar voru 6.8 milj. kr. í júlí,
en voru 10.7 milj. kr. á sama tíma í fyrra.
Hjörtur Hansson
Umboðs- og heildverslun
Hafnarstræti 29. Reykjavík.
Hefur umlboS fyrir ýms fyrsta flokks erl.
verslunarliiís, er liafa íi botSstölum: Járnvör-
ur (smíöatól) allsk. Hreinlætisvörur. Mat-
vörur. Ávexti allsk. Glysvörur. Körfuvörur.
Kaffi, fl. teg. Sápur. Kemiskar vörur. Farfa-
vörur. Trjevörur. Leðurvörur. Kryddvörur.
Drifreimar, þær bestu fáanlegu, o. m. m. fl.
Útvega eiunig: Gúmmí-handstimpla. Dyra-
nafnspjöld úr látúni og postulíni, stóra og-
litla. Mána'öardaga-stimpla. Eiginhandar-
nafnstirnpla. Tölusetningarvjelar. Signet.
Brennimerki. Stóra Firma-stimpla til aö
stimpla meö pappírspoka og aörar umbúöir.
Stimpilblek. Blekpúöa.
Allar pantanir afgreiddar mjög fljótt, og'
stimplarnir þeir bestu fáanlegu.
|oe^^ogogo&0®o^ogogo|óg <z?©c
Eru áætlaðar 110 milj. kr. fyrir fjárhags-
árið 1923—24.
Síðasta júni er talið að útflutningur hafl
numið 386 milj. kr. en 352 milj. kr. á sama
tíma í fyrra.
Talsverð viðskifti hafa verið á trjávið-
armarkaðinum og mest eftirspurn eftir
hefluðum við. Daufara hefur aftur á móti
verið með trjámarkað og trjákvoðu, en
sem þú hefir farið heldur hækkandi síðara
hluta mánaðarins. Sama er að segja um
pappírsverslunina; verðið er lágt, en útlit
fyrir að það fari hækkandi.
Fitusildveiðar byrja venjulega 1. júlí,
en aflinn hefir verið lítill í júlímánuði.
Makrílaflinn hefir aftur á móti verið betri
en í fyrra, en verðið heflr verið lægra.
Talið að hafl numið 2.6 milj. kr. í ár, en
2.9 milj. kr. í fyrra. Þorskveiðin var
einnig talsvert rýrari í júlímánuði en á
sama tíma í fyrra. Laxveiðum fer að