Fréttablaðið - 22.09.2018, Page 4
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
formaður Mið-
flokksins
hefur í átaki
misst 30 kíló á
sjö mánuðum.
Hann segist
feiminn nörd sem
vill aftur verða for-
sætisráðherra.
Steinunn Þóra Árnadóttir
þingmaður VG
sagði í tilefni
fyrirhugaðra
heræfinga hér í
október og nóv-
ember ekkert
jákvætt vera við
heræfingar. Þær
væru æf ing í því hvernig ætti að ná
völd um yfir og drepa fólk.
Bjarni Bjarnason
forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur
stígur tíma-
bundið til
hliðar á meðan
úttekt er gerð
á vinnustaða-
menningu fyrir-
tækisins. Bjarna
Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra
ON, var sagt upp störfum vegna
„óviðunandi hegðunar“ í garð
kvenkyns starfsmanna. ON er
dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur.
Þrjú í fréttum
Átak, her og
ómenning
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Tölur vikunnar 16.09.2018 Til 22.09.2018
173 milljónir
króna rúmar kostuðu
sumarbústaðirnir 12 sem
íslenska ríkið hefur
keypt á Þingvöllum
á síðastliðnum
fimm árum.
Opna á aðgengi
almennings að
þjóðgarðinum.
22
milljónir króna
var kostnaðurinn
vegna lýsingar í
tengslum við há-
tíðarfund Alþingis
á Þingvöllum
þann 18. júlí
síðastliðinn.
160 milljónir
króna er leigukostnaður vegna
húsnæðis fyrir fastafulltrúa Íslands
í New York-borg frá því að sendi-
herrabústaður Íslands var seldur
árið 2009 á um 470 milljónir króna. 5.455
fólksbifreiðar voru nýskráðar á tíma-
bilinu maí-júní 2018 en það eru
1.522 (22%) færri en sömu mánuði
2017.
51 milljón
króna að meðaltali var söluverð
nýrra íbúða í Reykjavík á fyrstu sjö
mánuðum ársins.
Samgöngur Sigurður Ingi Jóhanns-
son, samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra, segir enga pólitíska við-
kvæmni hafa verið fyrir því að nota
orðið borgarlína í viljayfirlýsingu
hans, borgarstjóra og bæjarstjóra
sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu sem undirrituð var í gær.
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, veitti fjarveru
orðsins athygli í gær. Dagur B. Egg-
ertsson segir að í skjölum sem vísað
er í sé orðið notað.
„Mér finnst borgarlínuorðið mjög
gott og nota það gjarnan sjálfur um
hágæða almenningssamgöngukerfi
sem er hugtakið sem er notað í
þessu samkomulagi. Í þeim skjölum
sem vísað er í er orðið borgarlína
líka notað þannig að ég held að
það taki ekki langan tíma að fjalla
um það í þeirri vinnu sem fram
undan er,“ segir Dagur B. spurður
út í málið.
Skjölin sem Dagur vísar í eru að
hans sögn sameiginlegar tillögur
sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu, Vegagerðarinnar og sam-
gönguráðuneytisins sem lagðar
voru fram í febrúar síðastliðnum.
„Það er ekki nein einstök fram-
kvæmd tilgreind þarna, heldur
er talað um samgöngur á stofn-
brautum, umferðarflæði, nútíma-
almenningssamgöngur, ekkert hug-
tak eða nafn á neinum tilteknum
Engin pólitísk viðkvæmni fyrir
því að nota orðið borgarlína
Fram kvæmda stjórar sveitar fé laga á höfuð borgar svæðinu ásamt ráðherra við undirritunina í gær. Fréttablaðið/Ernir
Helstu punktar
l Samkomulag um fjármagnaða
áætlun um fjárfestingar í
stofnvegum og kerfi almenn-
ingssamgangna á höfuðborgar-
svæðinu.
l Hluti af langtímaáætlun ríkisins
í samgöngumálum til 2033,
fjármálaáætlun 2010-2024 og
fjárfestingaráætlana sveitar-
félaganna.
l Unnið að því að eyða flösku-
hálsum til að bæta umferðar-
flæði og öryggi.
l Framkvæmdir við hágæða al-
menningssamgöngur hefjist á
árinu 2020.
l Skoðaðar nýjar fjármögnunar-
leiðir m.a. með nýrri gjaldtöku
ríkisins og gjaldtökuheimildum
til handa sveitarfélögum.
l Hreinn Haraldsson, fyrrverandi
vegamálastjóri, leiði viðræð-
urnar og hópur hans leiði einnig
til lykta málefni Sundabrautar.
Orðið borgarlína kemur
ekki fyrir í viljayfirlýs-
ingu samgönguráðherra
og Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu
um viðræður um upp-
byggingu samgangna á
höfuðborgarsvæðinu
sem undirrituð var í gær.
framkvæmdum notað,“ segir Sigurð-
ur Ingi. Fjallað sé almennt um þetta
en afraksturinn verði síðan tilteknar
framkvæmdir og samkomulag um
þær.
Dagur sagði við undirritunina í
gær að öllum vafa væri nú eytt um
skiptingu kostnaðar við borgar-
línuverkefnið. Eyþór Arnalds sagði
á Facebook-síðu sinni í gær að það
væri vissulega fagnaðarefni að farið
yrði í framkvæmdir á höfuðborgar-
svæðinu eftir stórt stopp en að ljóst
væri að Miklabraut í stokk væri
ekki væntanlegt verkefni næsta
áratuginn og að borgarlínan væri
ófjármögnuð.
Viljayfirlýsingin er um að hefja
viðræður um uppbyggingu sam-
gangna á höfuðborgarsvæðinu.
Markmiðið er að ná samkomu-
lagi um fjármagnaða áætlun um
fjárfestingar í stofnvegum og kerfi
almenningssamgangna á höfuð-
borgarsvæðinu. Í viljayfirlýsingunni
er talað um að hefja framkvæmdir
við hágæða almenningssamgöngur
á þarnæsta ári, eyða flöskuhálsum
og stefna að sjálfbæru, kolefnis-
hlutlausu borgarsamfélagi og öfl-
ugri almenningssamgöngum í takt
við loftslags áætlun stjórnvalda og
áherslur sveitarfélaganna, eins og
það er orðað í yfirlýsingunni.
mikael@frettabladid.is
200
einstaklingar með heilabilun
eru á biðlista eftir að komast
inn á hjúkrunarheimili.
2 2 . S e p T e m b e r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
2
2
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
E
4
-8
5
4
0
2
0
E
4
-8
4
0
4
2
0
E
4
-8
2
C
8
2
0
E
4
-8
1
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
8
s
_
2
1
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K