Fréttablaðið - 22.09.2018, Síða 17

Fréttablaðið - 22.09.2018, Síða 17
Við látum framtíðina rætast. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.volkswagen.is Touareg Offroad. 3.0 TDI V6. Verð 9.290.000 kr. Tiguan Offroad. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 5.790.000 kr. Tilboðsverð 4.990.000 kr. T- Roc. Fjórhjóladrifinn og sjálfskiptur. Verð 4.590.00 kr. Tiguan Allspace. 7 manna og rúmgóður. Verð 7.635.000 kr. Tilboðsverð 6.990.000 kr. Vetrardekk, dráttarkrókur og gúmmímotta í farangursrými fylgir öllum nýjum jeppum og jepplingum í september. Vetrarpakki fylgir með í september. Fjórhjóladrifna fjölskyldan. haft vegna örra þjóðfélagsbreytinga eða umróts; áhyggjur til dæmis af afkomu sinni, eignum og jafnvel líkamlegu öryggi, í tengslum við mikla fólksflutninga. Þessar áhyggjur eru magnaðar upp í hugum fólks og búin til mynd sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Þegar búið er að hræða úr því líftóruna með slíkum aðferðum stilla popúlistarnir sér upp sem einu vörninni gegn þessari ógn og sem einu áskorendum innlendu svikaranna sem hafi svikið fólkið,“ segir Eiríkur. Tómarúm hjá gleymdri alþýðu Hann segir nokkrar ástæður fyrir því að popúlistar hafa náð til fólks með samsæriskenningum. Í fyrsta lagi hafi þeir í rauninni gengið inn í það hlutverk að verða málsvarar alþýð- unnar og taka þá stöðu sem sósíal- demókratar höfðu áður. Því það sem gerðist meðal sósíaldemókrata úti um alla Evrópu og í Bandaríkjunum var að þeir yfirgáfu margir alþýðu- baráttuna sem til þess tíma hafði verið rekin af verkalýðnum sjálfum. Smám saman hafi hins vegar nýir leiðtogar komið fram með breiðari áhuga á stjórnmálum og viðfangs- efnum eins og umhverfismálum, jafnréttismálum, alþjóðasamvinnu og þess háttar. Við þessa breytingu hafi tengsl stjórnmálaforingjanna og alþýðunnar trosnað og eyður orðið til sem popúlistarnir stigu inn í. Við það hafi bæst að meginstraums- demókratar hafi líka hundsað hinn lögmæta ótta fólks við breytingar og ekki tekist á við hann. Svo gerist það að uppgangur þess- ara popúlista sem hefst upp úr 1970 magnast stöðugt og nær hámarki sínu núna á síðustu árum með gjör- breytingu í fjölmiðla umhverfinu, fyrst með fréttastöðvum sem dæla út efni allan sólarhringinn bæði í Evruarabíukenningin Ein helsta stóra samsæriskenning okkar daga um að misindismenn í Miðausturlöndum sitji um Evrópu og ætli sér að leggja hana undir sig með fjandsamlegri yfirtöku. Þeim til aðstoðar séu svo inn- lendir svikarar á Vesturlöndum sem starfi að því sama. Af þessari kenningu spretta svo margar aðrar smærri samsæriskenningar sem miða allar saman að þessu stóra plani. Ein þeirra undarlegri er til að mynda frétt sem birtist í Rússlandi um að Margret Walström, utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, vildi láta vana alla sænska karlmenn, í því skyni að múslimar einir myndu fjölga sér í Svíþjóð. Antikristurinn Obama Eiríkur rekur í bók sinni áhugaverða þróun samsæriskenninga um Barack Obama. Þær snerust í upp- hafi eingöngu um að Obama væri ekki fæddur í Banda- ríkjunum og því ekki kjörgengur til forseta. Þessi samsæriskenn- ing varð svo almenn að meira að segja Hillary Clinton daðraði við hana meðan þau kepptu um útnefningu demókrata. Kenn- ingar um Obama þróuðust svo út í að hann væri múslimi og með áherslu á millinafnið Hussein þróaðist hún upp í tengsl Obama við heimsþekkt hryðjuverkasam- tök. Þar með var kenningin komin með snertiflöt við allsherjar- samsæri múslima um yfirtöku á Vestrinu. Meðal þeirra allra klikkuðustu var því jafnvel dreift að Obama væri Antikristur sjálfur. Kenningin um NAFTA Donald Trump hefur ekki farið leynt með andstyggð sína á NAFTA en samtökin hafa verið vinsælt skotmark samsæriskenningasmiða þess efnis að elítur í Bandaríkj- unum, Kanada og Mexíkó séu með leynd að undirbúa sameiningu þessara ríkja í eitt risa stórveldi. Sjúkdómar og lyf Samsæriskenningar um sjúkdóma, lyf og bólusetningar hafa einnig verið lífseigar. Ein þeirra vinsæl- ustu er sú að lækning við krabba- meini sé löngu fundin en stjórn- völd haldi því leyndu. Einnig var lengi lífseig sú samsæriskenning að HIV-veiran hefði verið búin til í bandarískum tilraunastofum í þeim tilgangi að útrýma svarta kynstofninum. Sú samsæriskenn- ing er vel þekkt að vísindamenn og stjórnmálamenn haldi því leyndu að efni sem notað er til bólusetninga valdi einhverfu. útvarpi og sjónvarpi og svo á inter- netinu. Sú bylting veldur því að hliðvarsla hinna hefðbundnu fjöl- miðla, sem gat vinsað út rugl frá réttum upplýsingum, heldur engu lengur og vitleysan flýtur út um allt. Ábyrgð stjórnmálamanna Eiríkur segir þessa orðræðu mjög hættulega enda hafi menn beinlínis drepið og verið drepnir eða fangels- aðir vegna hennar. Og þótt auðvitað sé ekki hægt að gera stjórnmálamenn ábyrga fyrir aðgerðum fólks sem ekki gengur heilt til skógar og grípur til aðgerða vegna falsfrétta af samsæris- kenningum, þá verði stjórnmála- menn sem vilja láta taka sig alvarlega, að hafa þetta í huga. „Skilaboð eru oft móttekin með öðrum hætti en þeim er ætlað,“ segir Eiríkur og bendir á að staðan sé þannig í dag að mjög valdamiklum stjórnmálamönnum og jafnvel þjóðarleiðtogum virðist alveg sama. Þeir gangi nánast fyrir samsæriskenningum og ali á ótta og sundrungu. „Það er beinlínis orðinn grundvöllurinn í þeirra pólitík.“ Af hverju eru þessi öfl svona sterk á Norðurlöndunum? Eiríkur segir þá þróun hafa átt sér stað á nokkrum áratugum og að hún hafi verið keyrð áfram af stjórnmála- mönnum. „Í Danmörku eru þetta Danski þjóðarflokkurinn, áður Framfara- flokkurinn. Þessir flokkar voru algjörlega á jaðri danskra stjórnmála og þóttu alls ekki í húsum hæfir. Síðan tókst þessum öflum að breyta umræðunni í Danmörku. Orðræða þeirra er talin fullkomlega eðlileg og lögmæt. Það er ekki þannig að mál- flutningur þeirra hafi mildast í takt við umræðuna heldur hefur þeim tekist að breyta umræðunni í sína átt.“ Eiríkur segir þessu öfugt farið í Noregi þar sem Framfaraflokkurinn hefur mildast mjög og færst í áttina að meginstraumnum. „Svíar eru hins vegar með hörðustu þjóðernis- popúlista sem hafa náð árangri á Vesturlöndum með flokk sem hefur nokkuð skýrar rætur í nýnasisma.“ Af hverju hafa þjóðernispopúlistar ekki náð viðlíka árangri á Íslandi? „Fyrir því eru þrjár ástæður. Þjóð- ernishyggja hefur ekki verið útskúf- uð hugmynd á Íslandi eins og víðast annars staðar. Það þarf ekki að skora meginstraumskerfið á hólm á þjóð- ernispopúlískum grundvelli hér því þessar hugmyndir hafa lifað góðu lífi innan meginstraumsflokkanna. Íslenskur stjórnmálamaður getur alveg sagt „ég er þjóðernissinni“ og það er allt í lagi. Það getur þýskur stjórnmálamaður ekki gert og ekki heldur norskur eða danskur. Ekki fyrr en núna.“ Í öðru lagi hafi árangur popúlista í þessari bylgju náðst í andstöðu við múslimska innflytjendur. „Hér eru til dæmis engin múslimsk hverfi eins og í löndunum í kringum okkur. Og þótt ekkert sé útilokað þá getur verið frekar erfitt að vera fyrst og fremst á móti einhverju sem er ekki til.“ Að lokum hafi þessir flokkar fyrst og fremst náð árangri þegar fram hafa komið kraftmiklir karismatískir leiðtogar. „Þannig að jarðvegurinn er alveg til hér eins og annars staðar. Hins vegar hafa popúlískir rasistar hér á landi ekki verið sérstaklega heppnir með talsmenn hingað til,“ segir Eiríkur en útilokar ekki að Íslendingar eignist harðskeytta þjóð- ernispopúlista, komi fram nægilega efnilegur leiðtogi. ✿ Nokkrar lífseigar samsæriskenningar sem stjórnmálamenn hafa gælt við f r é t t i r ∙ f r é t t A B L A ð i ð 17L A U G A r D A G U r 2 2 . s e p t e m B e r 2 0 1 8 2 2 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 E 4 -7 6 7 0 2 0 E 4 -7 5 3 4 2 0 E 4 -7 3 F 8 2 0 E 4 -7 2 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.