Fréttablaðið - 22.09.2018, Qupperneq 26
Um helgina
Það hefur mikla þýðingu fyrir RIFF og menn-ingarlífið á Íslandi að hátíðina sækja heims-frægir listamenn sem gestir geta spurt spjör-
unum úr á sérstökum spurt og
svarað sýningum og kynnst öllum
leyndarmálunum sem liggja kvik-
myndum þeirra að baki,“ segir Þórey
Eva Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
RIFF.
Það verður fjölbreytt úrval af
erlendum myndum en áhersla er
einnig lögð á að styðja við grasrótina
í íslenskri kvikmyndagerð. Óhætt er
að segja að RIFF sé mikilvægur vett-
vangur fyrir íslenska kvikmynda-
gerðarmenn til að kynna verk sín og
áhugi erlendra gesta á henni leynir
sér ekki.
„Í þetta skipti koma meðal ann-
ars leikararnir Mads Mikkelsen og
Shailene Woodley og leikstjórarnir
Jonas Mekas, Sergei Loznitsa og Laila
Pakalnina. Þar er boðið upp á samtal
milli áhorfenda og kvikmyndahöf-
unda. Það er einstakt tækifæri til
þess að fá innsýn í þann spennandi
og marglaga heim sem kvikmyndir
eru. Við trúum því einlæglega að
bíó breyti heiminum. Þegar ljósin
slokkna í salnum leggjum við af
stað í ferðalag og við kynnumst per-
sónum og upplifum sögur sem veita
okkur nýja sýn á heiminn.“
Börn fá innsýn í heim kvikmynda
Á RIFF er eitthvað fyrir alla, allt frá
listrænum myndum hins sögufræga
Jonas Mekas til sýninga á sjónvarps-
þáttunum Big Little Lies. Til viðbótar
við kvikmyndasýningar er pakkfull
dagskrá af sérviðburðum, sem marg-
ir hverjir eru ókeypis. Á Hlemmi
Square hóteli verður spennandi tón-
listardagskrá alla daga hátíðarinnar
og á Lofti Hosteli er fjölbreytt dagská
af kvikmyndasýningum og pall-
borðsumræðum. Það er því eitthvað
fyrir alla að finna sér á hátíðinni.
Einnig verður eitthvað fyrir fjöl-
skyldufólk og börn til að kynnast
heimi kvikmyndanna.
„Það er gaman að segja frá því að í
ár verður í samstarfi við Borgarbóka-
safnið, Bókasafn Kópavogs og Bóka-
safn Seltjarnarness vönduð dagskrá
fyrir alla fjölskylduna, þar sem er
boðið upp á hreyfimyndasmiðju
fyrir börn auk stuttmyndasýninga.
Þar fá börn tækifæri til að búa til
sína eigin mynd,“ segir Þórey.
„Sunnudaginn 30. september
verður fjölskyldudagur í Bíó Paradís,
þar sem verður lögð sérstök áhersla
á myndirnar Phoenix, Minding the
Gap og The Stranger, sem er tilvalið
fyrir ungmenni og foreldra að sjá
saman.“ gj@frettabladid.is
Bíó breytir
heiminum
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík fer
fram í 15. sinn í ár dagana 27. september til
7. október. Fjöldi erlendra fjölmiðla og fólks
úr kvikmyndabransanum leggur leið sína til
Íslands á hátíðina ásamt fjölda annarra gesta.
Á RIFF verður fjölbreytt úrval af erlendum myndum víðsvegar að úr heiminum en áhersla er einnig lögð á það að
styðja við grasrótina í íslenskri kvikmyndagerð. Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RIFF. FRéttaBlaðIð/EyÞóR
RIFF er handan við hornið!
Í kvikmyndunum sem hafa verið valdar á hátíðina í ár er tekið á ýmsum
málefnum á borð við flóttamenn, umhverfisáhrif, kynhneigð og fleira
sem er í hávegum haft. Vissulega eitthvað sem vert er að kynna sér
betur. Einnig eru ýmsir aðrir spennandi viðburðir á döfinni. Allar upp-
lýsingar má finna á riff.is en Fréttablaðið tók saman smá leiðarvísi fyrir
áhugasama.
RIFF um alla borg
RIFF sér um að gera hátíðina sýni-
lega sem flestum og koma há-
tíðinni til borgarbúanna.
Í ár mun RIFF vera í
samstarfi við The
One Minutes
sem er alþjóð-
legt tengslanet
helgað kvik-
myndum. Frá
árinu 1998 hafa
The One Minutes
framleitt og dreift
yfir 17.000 vídeó
verkum eftir lista-
menn frá yfir 120
löndum. Einnar mínútu myndirnar
verða sýndar í nokkrum bóka-
söfnum á höfuðborgarsvæðinu,
Mandí, strætó og á fleiri stöðum.
Hreyfimyndasmiðja
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir og Atli
Arnarsson, höfundar stillukvik-
myndarinnar Marglita marglytt-
an, halda hreyfimyndasmiðju
fyrir einstaklinga átta ára og eldri
á RIFF. Hreyfimyndasmiðjan er
um tveggja klukkustunda löng
og fá þátttakendur að gera sína
eigin stillukvikmynd í smiðjunni.
Skráning fer fram á heimasíðum
bókasafnanna en smiðjurnar
fara fram í Bókasafni Kópa-
vogs 29. september frá kl.
14.00–16.00, í Borgarbóka-
safninu í Grófinni þann 7.
október kl. 14.00–16.00 og
í Bókasafni Seltjarnarness
6. október kl. 11.30–13.30.
Flokkar kvikmynda á há-
tíðinni
Um 100 kvik-
myndir hafa
verið sýndar
á RIFF frá um
40 löndum
frá upphafi.
Kvikmynd-
unum er
skipt upp
í flokka til
að hafa
hátíðina
sem að-
gengi-
legasta. Flokkarnir eru: Erlendar
stuttmyndir, Fyrir opnu hafi,
Gulleggið, Heimildarmyndir,
Ísland í brennidepli, Íslenskar
stuttmyndir, LUX verðlaunin,
Norðurslóðir, Önnur
framtíð, Special screen-
ings, Upprennandi
meistari, Vitranir og
Sjónarrönd: Eystra-
saltslöndin.
Meistaraspjall
Á hátíðinni verða
nokkrir meistara-
tímar eða master classes
þar sem þekktir og fróðir kvik-
myndagerðarmenn stýra um-
ræðum um mikilvæg málefni eins
og kvikmyndagerð og jafnrétti.
Þannig verða sér umræður um
kvikmyndagerð Jonas Mekas sem
er kallaður guðfaðir bandaríska
framúrstefnubíósins og nokkrir
aðrir kvikmyndagerðarmenn fá
sérumræður, einnig verður þema
eins panelsins Konur og kvik-
myndagerð.
n Sergei loznitsa verður föstu-
daginn 28. september kl. 13.00
í Norræna húsinu. Í meistara-
spjalli sínu einblínir Sergei
Lozn itsa á hvernig mörkin
á milli skáldskapar og veru-
leika eru óðum að þurrkast
út á tímum falsfrétta og
síðsannleika. Til hliðsjónar
hefur hann nýjustu mynd
sína, Donbass, sem jafn-
framt er opnunarmynd
RIFF í ár.
n Jonas Mekas verður
fimmtudaginn 4.
október kl. 13.00 í
Norræna húsinu.
n laila Palkanina
verður fimmtu-
daginn 4. október
kl. 14.45 í Nor-
ræna húsinu.
Stefnumót við
athugunarbíó
Lailu Pakalnina
í samstarfi við
kvikmynda-
smiðjuna RIFF
Talent Lab.
Hægt er að kaupa sér hátíðarpassa sem veitir aðgang að öllum sýningum
hátíðarinnar. Einnig er hægt að kaupa klippikort sem gildir fyrir átta
sýningar og staka miða. Miðasala fer fram á tix.is.
Þegar ljósin slokkna
í salnum leggjum við af
stað í ferðalag og við
kynnumst persónum
og upplifum sögur sem
veita okkur nýja sýn
á heiminn.
Veikir bangsar fá aðstoð
Á morgun geta börn komið með veika bangsa
og dúkkur til aðhlynningar á Bangsaspítalann á
Barnaspítala Hringsins.
Bangsaspítalinn fer þannig fram að öllum
börnum ásamt foreldrum eða forráðamönnum
er boðið að koma með veika eða slasaða bangsa
í heimsókn til læknis, en fyrsta árs læknanemar
fara með hlutverk læknisins.
Fagri Blakkur
á Spotify
Tónlistarmaðurinn
Logi Pedro sendi
frá sér stuttskífuna
Fagri Blakkur á Spo-
tify, á plötunni er
að finna lögin
Fuðri upp og
Reykjavík en
í því syngur
Logi til ungs
sonar sins.
Myndlistarmessa
í Vesturbænum
Sýning myndlistarkonunnar
Siggu Bjargar, Blettur, verður
opnuð á Torginu í Neskirkju.
Verkin verða til umfjöllunar
í predikun og í framhaldi af
messunni verður sýningin
formlega opnuð. Messan
hefst klukkan 11 og sýningin
verður opnuð 12.30.
Gera allt vitlaust í London
Íslenska bandið The Post Performance Blues Band
er á túr í London og spilar á fernum tónleikum, þar
af tvennum þessa helgi. „Við fundum á okkur að
London væri tilbúin fyrir The Post Performance Blues
Band,“ segir leikkonan Álfrún Helga Örnólfsdóttir, um
útrásina til stórborgarinnar.
„Við viljum verða heimsþekktar af því að við
þurfum áhorfendur til að lifa af og þeir þurfa okkur til
að hjálpa sér við að takast á við spennuföll hvers-
dagsins. Við sérhæfum okkur nefnilega í vonbrigð-
um,“ segir Álfrún Helga um tilgang sveitarinnar sem
annars skipa ásamt henni Hrefna Lind Lárusdóttir,
Guðrún Heiður Ísaksdóttir og Saga Sigurðardóttir.
2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
helgin
2
2
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
E
4
-B
1
B
0
2
0
E
4
-B
0
7
4
2
0
E
4
-A
F
3
8
2
0
E
4
-A
D
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
2
8
s
_
2
1
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K