Fréttablaðið - 22.09.2018, Page 34
- Ávarp Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ
- Réttarvernd fatlaðs fólks - þróun í íslenskri réttarframkvæmd
Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur
- Er fleira fatlað fólk á vinnumarkaði eftir kerfisbreytingar í Danmörku eða hefur einungis
verið dregið úr rétti fólks til félagslegrar verndar? Lars Midtiby framkvæmdastjóri Danske
Handicaporganisationer (systursamtaka ÖBÍ í Danmörku). Erindið verður flutt á ensku og heitir:
The Danish Reforms: More people with disability on the labour market or just less social security?
- Fulltrúar í samráðshópi um breytt framfærslukerfi svara spurningum málefnahóps ÖBÍ
Pallborðsumræður
- Lokaorð Rósa María Hjörvar formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál
Aðgangur ókeypis
Skráning á málþingið er á heimasíðu ÖBÍ: www.obi.is
Rit- og táknmálstúlkun í boði
- EKKERT UM OKKUR ÁN OKKAR!
Málþing málefnahóps ÖBÍ um kjaramál
Grand hótel 26. sept. kl. 13-16.30
í Háteigi á 4. hæð
Frá stjórnarskrá til veruleika
Réttarvernd fatlaðs fólks í dómskerfinu - Framfærsla fatlaðs
fólks í breyttu kerfi - Reynslan af kerfisbreytingu í Danmörku
Fundarstjóri: Ingveldur Jónsdóttir formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál
DAGSKRÁ
ALLIR VELKOMNIR - FJÖLMENNUM OG SÝNUM SAMSTÖÐU!
inni á spítölunum. Alla þá tíð sem
ég var þar varð ég fyrir mikilli kyn-
ferðislegri áreitni, aðallega frá
sjúklingum. Ég var líka að vinna við
heimahjúkrun og þar var ég ein með
körlum. Sem sjúkraliði var ég alltaf
að eiga við fólk á viðkvæmum stöð-
um, baða það og þvo því að neðan.
Þegar ég fór að hugsa um þetta eftir
á þá voru þeir karlmenn sem gengu
hvað lengst í áreitni karlar í valda-
stöðum. Þeir gáfu sig ekki heldur
héldu áreitninni áfram og fannst
mjög sjálfsagt að fá sitt fram. Hinir
létu sér fremur segjast þegar maður
brást við. Þessir gerðu það ekki. Þrír
karlar hafa setið í mér alla tíð og það
eru karlar sem höfðu haft töluverð
völd.“ Linda segist ekki vilja nefna
nöfn þeirra: „Ég hef heitið sjálfri mér
því og þeir eru allir látnir.“
Andstaða við breytingar
Þótt Smáa letrið fjalli að langstærst-
um hluta um konur koma karlmenn
mjög við sögu í þriðja hluta bókar-
innar þar sem er fjallað um uppreist
æru og Valhöll er oftar en einu sinni
nefnd. „Þegar uppreist æru-málið
kom upp og Höfum hátt-hópurinn
var í sviðsljósinu urðu þessi ljóð
til. Mér fannst nauðsynlegt að þar
væri einhvers staðar tenging inn í
samtímann sem hefði líka víðari
skírskotun. Þar liggur Valhöll vel
við höggi, því hún hefur víða skír-
skotun, ekki bara í hinum íslenska
nútíma heldur í trúarbrögðum og
guðatali.
Þessi þriðji hluti bókarinnar
tengist kaflanum á undan þar sem
eru stutt ljóð, eins og:
stundum líður mér
eins og síld í tunnu
og stundum
eins og þorskígildi í gjafakvóta.
Þau ljóð eru dæmi um líðan
mína og örugglega margra annarra
kvenna í samfélagi sem við erum
ekki sáttar við. Þetta er samfélag sem
hefur verið búið til handa okkur og
við þurfum að lifa og hrærast í. Við
eigum mjög erfitt með að breyta því
þar sem það er svo mikil mótspyrna
og andstaða við allrar breytingar.
Tökin herðast í hvert skipti sem við
förum eitthvað að hreyfa okkur.
Þessi þriðji kafli fjallar um þessi tök
sem verða æ harðari og þéttari og
hvernig feðraveldið gengur alltaf
lengra og lengra. Þótt konur, og þeir
karlar sem eru ekki hrifnir af feðra-
veldinu, rísi upp gegn þessu í meira
mæli en áður þá hefur feðraveldið
alltaf tögl og hagldir. Því tekst alltaf
að hreinsa sig og rísa upp aftur.“
Barátta við sjálfsniðurrif
Í bókinni er Linda einkar opinská
varðandi eigin tilfinningar og fjallar
meðal annars um vanmáttarkennd.
„Ég lagði upp með að vera opinská
um sjálfa mig. Það kostaði mikla
baráttu að taka á sjálfsniðurrifi sem
ég uppgötvaði að hefði verið rödd
í höfðinu á mér frá barnæsku. Mér
hafði aldrei fundist ég vera nógu
góð, heldur ömurleg og ómöguleg.
Ég málaði mig margoft út í horn og
þá loks reis ég upp og sagði: Ég skal
sýna fólki að það er eitthvað í mig
spunnið þrátt fyrir allt. Ég skamm-
aði mig áfram. Ég fór rækilega í
gegnum allt þetta á síðastliðnum
fimm árum og er komin á mjög
góðan stað. Ég er búin að sættast
við sjálfa mig.
Mér finnst það vel þess virði að
tala um það hvernig mér hefur tek-
ist að breyta lífi mínu þannig að ég
er orðin sátt. Þannig get ég kannski
á einhvern hátt hjálpað öðrum
konum.“
Aldrei passað inn í ramma
Ljóð í bókinni fjalla um konurnar
í ættinni og æsku hennar sjálfrar.
„Ég fer þar í gegnum æsku mína
og líf og fjalla um sjálfsniðurrif og
feðraveldið sem hefur sett mark sitt
á mig alla tíð. Þar var ég að berjast
við ósýnilegar reglur og ósýnileg öfl
og ramma sem var ætlast til að ég
héldi mig inni í.
Tökum til dæmis skrifin, þar hef
ég aldrei passað inn í neina ramma.
Það hefur kostað óskaplega tog-
streitu í mínum eigin huga. Það
hefur líka hamlað mér gríðarlega af
því mér fannst ég aldrei vera að gera
eitthvað nógu merkilegt. Svo hef
ég reynt að þvinga mig í þær stell-
ingar að skrifa eitthvað sem fellur í
kramið eins og skáldsögur, en það
er ekki mitt form. Það hentar mér
alls ekki og þá virka ég ekki. Þetta
hefur gert að verkum að ég var ósátt
við sjálfa mig árum saman, var í
sjálfsniðurrifi sem endaði iðulega
í miklu þunglyndi. Að skrifa er það
sem ég geri best og það sem mig
langar til að gera. Þegar ég svík
hæfileika mína og leyfi þeim ekki
að blómstra þá líður mér verulega
illa.
Nú er komin sátt. Það er líka
mikill munur að geta treyst því að
ég hafi eitthvað að segja. Núna veit
ég fyrir víst að ég hef alltaf haft eitt-
hvað að segja.“
Þegar ég fór að hugsa
um Þetta eftir á Þá
voru Þeir karlmenn
sem gengu hvað lengst
í áreitni karlar í
valdastöðum. Þeir gáfu
sig ekki heldur héldu
áreitninni áfram og
fannst mjög sjálfsagt
að fá sitt fram.
„Mér hafði aldrei fundist ég vera nógu góð, heldur ömurleg og ómöguleg.“ fréttABlAðið/eyþór
2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r34 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
2
2
-0
9
-2
0
1
8
0
4
:1
3
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
E
4
-C
0
8
0
2
0
E
4
-B
F
4
4
2
0
E
4
-B
E
0
8
2
0
E
4
-B
C
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
2
8
s
_
2
1
_
9
_
2
0
1
8
C
M
Y
K