Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.09.2018, Qupperneq 36

Fréttablaðið - 22.09.2018, Qupperneq 36
Mikael Leó Aclipen er ungur og efni-legur bardaga-listamaður með háleit markmið um frama innan bardagalistarinnar. Hann er skýr og greindur strákur sem veit upp á hár hvert hann stefnir. Það kemur fljótlega upp í hugann að margur er knár þótt hann sé smár þegar maður sér hann framkvæma æfingarútínu sínar. Hreyfingarnar eru fumlausar og greinilega framkvæmdar af bæði hárnákvæmni og af klókum huga. „Ég byrjaði að æfa bardagalistir þegar barnastarfið hjá Mjölni var nýbyrjað og ég mætti þangað af því að ég sá vídeó af mömmu minni í kynningarmyndbandi hjá Mjölni. Þá langaði mig mjög mikið að prófa, ég var bara mjög lítill, kannski sjö eða átta ára gamall,“ segir Mikael Leó um hvað það var sem kveikti áhuga hans á bardagalistum. „Hún var í Víkingaþreki og ég gat ekki verið með þar, en um leið og það byrjaði glímunámskeið fyrir börn þá mætti ég strax þangað og fannst það mjög gaman. Síðan þá hef ég ekkert hætt og mér finnst þetta ofboðslega skemmtilegt,“ segir hann enn fremur um fyrstu kynni sín af glímu og ann- ars konar bardagalistum. „Við vorum bara nokkrir strákar fyrst og fáir á mínum aldri að stunda þetta. Þess vegna hef ég vanist því frá upphafi að vera í kringum eldri stráka og glíma við stráka sem eru bæði stærri og öflugri en ég. Með því að gera það öðlaðist ég góða tækni, fótavinnu og lærði að lesa í andstæð- inginn og nota klókindi í því sem ég er að gera. Reyna að gera eitthvað og hafa hugsun á bak við það sem ég er að gera. Það hjálpar þér ákveðið langt að hafa náttúrulegan styrk, en þú kemst ekki í fremstu röð nema þú hafir góða tækni og hraða fótavinnu eins og ég hef æft og er orðinn góður í að mínu mati,“ segir hann þegar hann er beðinn um að lýsa eigin styrkleikum í íþróttinni. „Við erum bara tveir eftir af þeim sem byrjuðu á sínum tíma í þessu og eru jafn gamlir og ég. Mér finnst það allt í lagi þar sem ég tengi betur við þá sem eru nokkrum árum eldri en ég. Mér finnst alveg strákarnir í skól- anum skemmtilegir og mér finnst fínt í skólanum, en mínir bestu vinir eru í Mjölni og nokkrum árum eldri en ég. Þessi iðkun á þessari íþrótt hefur því klárlega gefið mér mjög mikið,“ segir Mikael sem var að hefja nám í tíunda bekk í grunnskóla í haust, en það er ekki að merkja að hann sé einungis 15 ára gamall þegar rætt er við hann, slík er skynsemin og þroskinn. „Þegar ég var ellefu ára gamall byrjaði ég svo í unglingatímum og Finnur sig best þegar hann er að glíma Draumur Mikael Leós er að ná miklum frama í bardagalist. FréttabLaðið/Ernir Mikael Leó er einbeittur þegar hann æfir bardagalistir. FréttabLaðið/Ernir Mikael Leó aclipen með verðlaunagripina sem hann fékk fyrir sigur í glímu gegn andstæðingi sínum á móti á Írlandi fyrr í þessum mánuði. FréttabLaðið/Ernir þar er flokkað eftir getu. Fljótlega fór ég að keppa upp fyrir mig eins og ég sagði áðan. Við það að fara upp um flokka og vera að æfa með eldri og betri krökkum þá eignaðist ég mjög góða vini þar. Mér finnst krakkar á mínum aldri oft svolítið óþroskaðir og ég tengi betur við þá sem eldri eru. Það kemur alveg fyrir að ég hitti krakka á mínum aldri sem mér finnst skemmtilegir, en ég ver mestum tíma með eldri krökkum,“ segir þessi öflugi strákur sem leggur líkama og sál í æfingar sínar, enda á hann sér háleita drauma í íþróttinni. Hann hefur aldrei borðað nammi eða drukkið gos og borðar mikinn fisk og það sést vel á líkamsbyggingu hans að hann leggur stund á heilbrigt líferni. Nýlega fór hann með föður sínum í keppnisferð til Írlands þar sem hann keppti í þyngdarflokki upp fyrir sig í brasilísku jiu jitsu. Hann glímdi þar við andstæðing sem var höfðinu hærri en hann, en lét það ekki á sig fá og fór með sigur af hólmi. „Það var mjög gaman að fara út og keppa við nýjan andstæðing. Það var líka fínt að pabbi var að berjast sjálfur og þá var hann ekki jafn stressaður og hann og mamma verða stundum. Hann náði að dreifa hug- anum og var líka að hugsa um sinn bardaga,“ segir Mikael um ferðina til Írlands. „Fyrst æfði ég bara jiu jitsu, sem er bara glíman, um tíu ára aldur fór ég svo að fikra mig nær MMA, bardaga- íþróttinni, það er að kýla og sparka í púða og læra svona grunnstöður í þeirri íþrótt. Mér finnst skemmti- legast þegar ég fæ að blanda saman hlutum úr glímunni og MMA. Ég get ekki beðið eftir því að verða nógu gamall til þess að fá að keppa af fullum krafti í MMA,“ segir bardaga- listamaðurinn með glampa í augum þegar blaðamaður sem er blautur á bak við eyrun á þessu sviði spyr hvernig tröppugangurinn hafi verið hjá honum í bardagalistunum og hvað það sé sem veiti honum mesta ánægju á meðan hann stundar íþrótt sína. Þann tíma sem blaðamaður ver í glæsilegum húsakynnum Mjölnis á Flugvallarvegi í Öskjuhlíð sést glöggt hversu vinsamleg stemming er á meðal þeirra sem æfa þar þrátt fyrir að menn séu komnir til þess að taka hver á öðrum. Strangar reglur gilda um hvernig þeir sem æfa jiu jitsu og MMA nota það sem þeim er kennt innan veggja Mjölnis og er það skilyrði þess að heimilt sé að æfa þar að bardaga- listin sé einungis notuð í æfingum, keppni eða í sjálfsvörn. Eftir að viðtalinu lýkur spíg- sporar Gunnar Nelson, fremsti MMA bardagamaður Íslands, um ganga Mjölnis, en Mikael Leó er þá nýbúinn að nefna það í samtali við blaðamann að hann sé einn þriggja glímumanna sem hann lítur upp til. Þeir kumpánar heilsast eins og perluvinir, eins og raunar allflestir sem spássera um gangana í þessu fal- lega laugardagshádegi. Þetta virkar eins og ein stór og þétt fjölskylda sem er að hittast í vel heppnuðu fjöl- skylduboði. Framtíðarsýn Mikaels Leós hvað bardagalistina varðar er skýr og markmiðin ljós í hans huga. „Minn draumur er að komast jafn langt og Gunnar, Conor [McGregor] og Demetrious [Johnson]. Vonandi tekst mér að feta í fótspor þeirra. Ég mun allvega gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að svo verði. Næsta verkefni mitt er hins vegar Íslandsmeistara- mótið í jiu jitsu sem er fljótlega og einbeitingin er þar þessa stundina. Svo fer ég vonandi í fleiri ferðir til útlanda á næstunni,“ segir Mikael dreyminn um framtíðina og vonandi rætist framtíðarsýnin. Mikael Leó Aclipen er ungur og upp- rennandi bardaga- listamaður með stóra drauma. Hann hóf ungur að nema listina og dreymir um að komast á sama stall og Gunn- ar Nelson. Mikael elskar að glíma og færir miklar fórnir til þess að ná frama í íþróttagreininni. ÞESSi iÐKUN Á ÞESSARi ÍÞRÓTT HEFUR ÞVÍ KLÁRLEGA GEFiÐ MÉR MJÖG MiKiÐ. Hjörvar Ólafsson hjorvaro@frettabladid.is 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r36 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E 4 -D 4 4 0 2 0 E 4 -D 3 0 4 2 0 E 4 -D 1 C 8 2 0 E 4 -D 0 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.