Fréttablaðið - 22.09.2018, Page 42

Fréttablaðið - 22.09.2018, Page 42
Hvernig kom það til að Gutt-ormur var fenginn frá litla Íslandi til að meðhöndla fótboltamann í einu besta liði heims? „Ég rak eigin naprapat-stofu á Spáni í 22 ár og á þeim tíma náði ég að hjálpa fjölda fólks. Þannig jókst orðspor mitt jafnt og þétt, meðal annars innan knattspyrnuheimsins, og því er stundum hringt í mig þegar í óefni er komið með meiðsl og verki fótboltamanna,“ segir Guttormur, sem einnig hefur meðhöndlað leikmenn úr Liverpool og Real Madrid, svo fátt eitt sé nefnt. Vegna trúnaðareiðs má Guttormur ekki gefa upp nafn fótboltastjörnu Barcelona en blaðamaður getur staðfest að leik- maðurinn er í aðalliði Barcelona og landsliðsmaður í einu af bestu landsliðum heims. Hvernig er að vinna með atvinnuíþróttamenn í fremstu röð? „Þessir einstaklingar eiga vita- skuld allt undir að líkami þeirra virki sem allra best og því er mjög gefandi að vinna með þeim. Maður getur verið viss um að þeir fylgi ráðum manns og svíkist ekk- ert um,“ segir Guttormur og hlær. Hvernig stendur á því að stór- stjörnur fótboltans leita í þína meðhöndlun? „Sem naprapat (e. doctor of naprapathy) býr maður yfir góðri þekkingu á stoð- og taugakerfi líkamans. Heili okkar stjórnar því í raun hvar við erum veik eða sterk fyrir. Mín meðhöndlun snýst því ekki bara um að ná þeim verkja- lausum heldur einnig að finna og styrkja veikleika (miðtaugakerfi og vöðva) og þar með fyrirbyggja framtíðarmeiðsli. Ef við líkjum líkamanum við dekk getum við sagt að ég sé að jafnvægisstilla dekkin svo að þau slitni síður og aksturseiginleikar verði betri,“ útskýrir Guttormur. Í hverju fólst meðhöndlunin á leikmanni Barcelona? „Það fyrsta sem við gerðum var að greina viðkomandi og í hans tilfelli sá ég minni virkni í vinstra heilahveli. Þegar greining lá fyrir byrjuðum við að vinna með hnykkingar, nudd, styrktar- og jafnvægisæfingar; allt í samræmi við miðtaugakerfið,“ upplýsir Guttormur. Meðhöndlarðu þá sem koma til þín í Orkuhúsið á svipaðan hátt? „Já, eins og ég sagði er aðalat- riðið að greining á miðtaugakerf- inu sé rétt. Síðan vinnum við í að styrkja veik svæði með æfingum, hnykkingum, nuddi og fleiru. Það er mikilvægt að vinna í samræmi við „stjórnstöðina“ (miðtauga- kerfið), því ef við gerum það ekki mun líkaminn halda áfram að framkalla sömu stoðkerfisvillur, sama hversu oft við hnykkjum, togum og teygjum.“ Hvernig gengur að samræma vinnu á Spáni og að vera nú búsettur á Íslandi? „Það var auðvitað miklu ein- faldara að standa í þessu þegar ég var búsettur á Spáni. Þegar maður tekur að sér svona verkefni er ætlast til að maður klári það. Barcelona-verkefnið gekk vel. Ég flaug út sex helgar í röð, en ef svona verkefni dragast á langinn er það fljótt að segja til sín að vera búsettur á Íslandi.“ Hvaða heilræði átt þú handa íþróttamönnum sem vilja vera í toppformi og ná sem lengst í sinni íþrótt? „Mikilvægast af öllu er að þekkja veikleika sína og halda þeim sterkum. Maður verður í raun aldr- ei sterkari eða betri en taugakerfið leyfir. Taugakerfið stýrir því meðal annars hvernig við notum stoð- kerfi okkar og ef taugakerfið setur til dæmis meiri spennu í hægri bakvöðva mun það með tíð og tíma valda skekkjum í stoðkerfinu sem eykur líkur á meiðslum. Að sjálfsögðu mun það svo hafa áhrif á getu okkar sem íþróttamenn,“ segir Guttormur. Varð albata á 8 vikum Alexander Helgi Sigurðarson, miðjumaðurinn knái úr Breiða- bliki, var á samningi hjá hollenska félaginu AZ Alkmaar þegar hann reif liðband í hné árið 2016. „Það var til þess að ég þurfti heim að hverfa og það var auð- vitað erfitt,“ segir Alexander sem eftir bata á hnénu sneri aftur til Breiðabliks en meiddist þá á nára í fyrstu vikunni hjá Blikum. „Ég glímdi við nárameiðslin í hálft þriðja ár, gekk á milli sjúkraþjálfara og lækna án þess að nokkur fyndi hvað amaði að og fór í skurðaðgerð en án árangurs. Svo var það dag einn að ég sá blaðaviðtal við Guttorm naprapat og ákvað að prófa að fara til hans í meðhöndlun. Það reyndist gæfu- spor því Guttormur styrkti það sem þurfti að styrkja, fann veik- leika mína, lét mig gera æfingar og lagaði stellingar hjá mér, og við það lagaðist ég. Nú er ég orðinn jafngóður og áður, ef ekki betri, og það sem hrjáði mig er einfald- lega gleymt,“ segir Alexander og þykir árangurinn hjá Guttormi magnaður. „Ég hefði ekki trúað því fyrir- fram að lækning á nárameiðsl- unum fælist í nýjum hreyfingum og öðruvísi beitingu líkamans. Ég hafði verið svo lengi frá og var farinn að trúa því að ekkert yrði hægt að gera. Svo tók ekki nema átta vikur að verða albata á ný,“ segir Alexander sem er aftur farinn að spila með Breiðabliki og skoraði meira að segja mark í fyrsta leiknum, en Alexander spilaði einnig með U17- og U19- landsliðum Íslands. „Guttormur bjargaði mér og lagaði svo ég gæti enn og aftur spilað fótbolta. Svo einfalt er það. Ég hvet því allt íþróttafólk til að leita sér bata með naprapat-með- ferðum Guttorms og veit að enn fleiri knattspyrnumenn eru nú að nýta sér þessa árangursríku tækni með frábærum árangri.“ Hnykkir, nuddar og teygir Meðhöndlun naprapats felst meðal annars í hnykkingum, með- höndlun á band- og stoðvefjum, og sérsniðnum æfingum við hvers kyns stoðkerfisvandamálum. „Bein þýðing á orðinu napra- pat er „að leiðrétta orsökina“,“ útskýrir Guttormur, en starfs- heitið naprapati tilheyrir sænska heilbrigðiskerfinu og hefur starfs- greinin verið löggild í Svíþjóð síðan 1994. „Þriðji hver Svíi hefur leitað til naprapats með stoðkerfis- vandamál sín og það hefur gert naprapata að vinsælustu stoð- kerfismeðhöndlurum Svíþjóðar. Niðurstöður rannsókna í sam- vinnu við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi sýndu að napra- pat-meðferðir á stoðkerfinu séu með þeim bestu sem völ er á. Þá má einnig benda á niðurstöður rannsóknar sem birtist í Clinical Journal of Pain, einu virtasta læknatímariti heims, undir yfir- skriftinni „Naprapathic manual therapy or evidence-based care for back and neck pain“,“ segir Guttormur. Með stofur á Spáni og Íslandi Guttormur útskrifaðist sem naprapat árið 1996. Eftir útskrift opnaði hann naprapat-stofuna Natt Center í Madrid sem hann starfrækir enn. Árið 2016 flutti Guttormur til Íslands og opnaði naprapat-stofu í Orkuhúsinu á Suðurlandsbraut. „Þar meðhöndla ég ekki bara þá sem eiga við meiðsli eða verki að stríða, heldur einnig þá sem vilja fyrirbyggja stoðkerfisvandamál og hámarka vellíðan. Naprapat býr yfir mikilli þekkingu og tækni til að tryggja að líkaminn virki sem allra best.“ Stofa Guttorms er í Orkuhús- inu, Suðurlandsbraut 34. Sími 625 0011. Frekari upplýsingar á naprapat.is og á Facebook undir Naprapat-Orkuhúsinu. Netfang er info@naprapat.is. Guttormur flutti heim til Íslands á ný árið 2016. Hann rekur enn naprapat-stofu sína í Madrid og nú einnig nýja stofu í Orkuhúsinu. MYND/SIGTRYGGUR ARI Alexander Sigurðarson í Breiðabliki hafði gefið upp alla von um bata þegar hann leitaði til Guttorms þar sem hann varð albata á átta vikum. MYND/EYÞÓR Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveg@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@ frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@ frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Ef við líkjum lík- amanum við dekk getum við sagt að ég sé að jafnvægisstilla dekkin svo að þau slitni síður og aksturseiginleikarnir verði betri. Guttormur Brynjólfsson 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . S E p T E M B E R 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 2 2 -0 9 -2 0 1 8 0 4 :1 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 E 4 -F 6 D 0 2 0 E 4 -F 5 9 4 2 0 E 4 -F 4 5 8 2 0 E 4 -F 3 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.