Verslunartíðindi - 01.09.1934, Blaðsíða 10

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Blaðsíða 10
66 Verslunartíðindí {wí erlenda eða innlenda fé, sem hann vinnur með og á ekki sjálfur. Þetta gerir hann með því að nota ,ekki allar tekjur sínar til neyzlu — til vörukaupa —, og hefir það að sjálfsögðu sínar afleiðingar á innflutninginn. Verði þessi kaupsýslu- maður aftur á móti fyrir vandræðum, standi ekki í skilum við erlenda lánar- drottna og valdi með því röskun á greiðslujöfnuðinum, þá er vert að geta þess, að úr þeim viðskiftavandræðum verður aldrei bætt með innflutningshöft- um, heldur eingöngu með því að stuðla að því að gera atvinnureksturinn arð- bæran. Hér má einnig benda á, að innflutnings- bönn eru illa til þess fallin, ef ekki óhæf, að koma greiðslujöfnuði okkar við útlönd í jafnvægi, ef það eru greiðslur ríkis- skulda, sem vandræðunum valda. Með takmörkun á kaupgetunni í landinu gegn- um skatta og tolla er hægt að tryggja ríkissjóði greiðslumöguleika á erlendum lánum, jafnframt því að halda á heil- brigðan hátt innflutningnum innan nauð- synlegra takmarka, eins og áður er bent á. Með því að skerða innflutninginn á þann hátt, að leyfa aðeins takmarkað innflutningsmagn eða banna innflutning vissra vörutegunda, er að sönnu dregið úr kaupgetunni í landinu, og þar með inn- flutningnum. En allt er þetta þó gert á miklu óheppilegri máta. Verðhækkun á sér stað, svo að menn fá einungis minna vörumagn fyrir tekjur sínar en áður. Með þessu er samt ríkinu, sem gert er að greiða af lánum til útlanda, ekki sjeð fyrir mögu- leikum til slíks; þvert á móti má gera ráð fyrir, að tekjur ríkissjóðs rýrni almennt við innflutningshöftin, — tolltekjurnar lækka, er úr dregur innflutningnum, og tekjur af sköttum rjena, er höftin þrengja að atvinnurekstrinum. Með þessu, sem að ofan er sagt, er sýnt, að með viturlegri skatta- og tollalöggjöf eru innflutningshöftin með öllu óþörf til að koma á jafnvægi í viðskiftum okkar við útlönd. Einnig hefir verið bent á þá villu, að gera innflutninginn ábyrgan fyr- ir röskun á viðskiftajafnvægi okkar við útlönd — orsökin liggur dýpra, eða í kaupgetu þegnanna, sem X'æður innflutn- ingnum. — Vilji löggjafinn ráða bót á þessu meini, þá verður hann að fást við sjúkdómsorsakirnar, en ekki sjúkdóms- einkennin. Áður en lagafrumvarp það, sem hér er til umsagnar, er tekið til athugunar sér- staklega, þykir rétt að b.enda á atriði, sem ekki er hægt að ganga fram hjá, er rætt er um innflutningshöft almennt. Skal þá fyrst geta þess, að fyrir nokkrum ár- um komu allar þær þjóðir, sem að Þjóða. bandalaginu standa, sér saman um að fella niður úr verslunarlöggjöfum sínum heimildir eða ákvæði um innflutnings- bönn. Nokkrar undantekningar voru að vísu gerðar með tilliti til heilbi'igðis- eða hernaðarlegra ástæðna. Þessi samningur strandaði á andstöðu eins .einasta lands, Póllands. Það hefir raunar margt breytst undanfarin þrjú ár, en þetta sýnir þó glögglega, hveimig þjóðirnar líta á þetta mál — og hvers er að vænta fyrir þjóð- ir, sem nota slíkar ráðstafanir til að bægja fi'á eidendum vörum og framleiðslu. Þá er þess oft getið, að innflutnings- höftin styrki innlendan iðnað og skapi honum þróunarmöguleika, og skal það fyllilega játað hér — en þó með þeirri at- hugasemd, að löggjafinn á völ á mörgum öðrum ráðstöfunum, sem tryggja betri ár- angur, en koma vægar við neytendur. Sé nú snúið sér að frumvarpinu sér- staklega, þá kemur i ljós, að meginkjarni þess er tvíþættur. Annars vegar er því stefnt að því marki að ná og tryggja jöfn- uð viðskiftanna við útlönd með innflutn-

x

Verslunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.