Verslunartíðindi - 01.09.1934, Qupperneq 16

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Qupperneq 16
72 VERSLUNARTÍÐINDI 2. Gegn fyrsta veðrjetti í frystihúsum, lifrarbræðslustoðvum, fiskimjölsverk- smiðjum og öðrum iðnfyrirtækjum, sem vinna eingöngu eða að langmestu leyti að hagnýtingu fiskafurða. 8. Gegn fyrsta veðrjetti í fiskverkunar- stöðvum. 4. Gegn fyrsta veðrjetti í hverskonar fiskiskipum landsmanna/stærri en 60 rúmlesta. Veiting lána samkvæmt þessum lið skal hafin jafnskjótt og sjóðurinn verður að- njótandi útflutningsgjaldsins af sjávar- afurðum, sbr. 4. og 5. lið, og skal þá sett sjerstök viðbótarreglugerð um þessa 'teg- und útlána. Eins og greinin ber með sjer, er til- gangur sjóðsins fyrst og fremst að veita lán til endurnýjunar fiskiflotanum. En eins og mönnum er kunnugt, hefir fiski- flotinn mjög gengið úr sjer á seinni ár- um. En auk þess er sjóðnum ætlað að veita lán til annara endurbóta, sem út- veginn snerta. Svo er fyrir mælt, að fyrst um sinn verði veitt lán út á skip alt að 60 smálestum, og er þetta gert til þess að bæta úr brýnni þörf smábátaútvegs- manna. Lántil stærri skipa er ekki ætlast til að veitt verði úr sjóðnum, fyr en eftir 1940, en þá er gert ráð fyrir, að útflutn- ingsgjaldið renni í sjóðinn. Fiskiráð. Frumvarp það um Fiskiráð, sem Ólaf- ur Thors flytur fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins, er á þessa leið : 1. gr. Atvinnumálaráðherra skipar 7 manna nefnd, er nefnist fiskiráð. Hún skal skipuð þannig, að ráðherra tilnefnir einn mann og er hann formaður nefndarinnar, en Sölusamband ísl. fiskframleiðenda, Fje- lag ísl. atvinnurekenda, Alþýðusamband íslands, Verslunarráð íslands, Samlag ísl. matjessíldarframleiðenda og Fiskifjelag íslands tilnefna sinn manninn hvert. Nefndarmenn skulu vera búsettir í Reykjavík eða svo nærri, að þeir geti hve- nær sem er sótt þangað fundi. 2. gr. Verkefni fiskiráðsins er að rann- saka og gera tillögur um breyttar og nýjar aðferðir um framleiðslu og sölu sjávaraf- urða, útvegun nýrra markaða og annað, sem lýtur að vexti og viðgangi sjávarút- vegsins. 3. gr. Fiskiráðið skal senda atvinnumála- ráðherra skýrslu um niðurstöðu rannsókna sinna og tillöguf þær, sem það gerir. Skýrslur þessar og tillögur skulu einnig sendar þeim aðiljum sjávarútvegsins, sem þær snerta, og skal fiskiráðið gera það, sem í þess valdi stendur, til þess að fá aðila til að framkvæma tillögurnar. Ráðið skal einnig senda ráðherra skýrslu um starf- semi sína eigi sjaldnar en á 6 mánaða fresti. 4. gr. Kostnaður af störfum fiskiráðsins greiðist úr verðjöfnunar- og markaðsleitar- sjóði fiskútflytjenda, eftir úrskurði ráð- herra. 5. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Tilgangur þessa frumvarps er fyrst og fremst, að tryggja það, að forustan í fisk- sölumálunum sjeu í höndum þeirra manna, sem hafa víðtækasta þekkingu og reynslu á þessu sviði. Hefir áður verið á það drepið, hvílíkur voði steðjar að sjávarútvegi vorum vegna haftaráðstafana viðskiftaþjóðanna. Þessu sjálfsagða máli hafa stjórnar- flokkarnir tekið með svo mikilli úlfúð, að undrun sætir. Hefir þó svo farið, að stjórn- in hefir aðhylst hugmyndina um fiskiráð, og tekið hana upp í írumvarp sitt um fiskimálanefnd. En auðvitað hefir stjórn- in skift um aðila, til þess að hafa forgöngu

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.