Verslunartíðindi - 01.09.1934, Síða 18

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Síða 18
74 VERSLUNARTlÐINDI skilja, og því er það, að Verslunarskóli íslands er lítið yngri en stjettin sjálf. Þá er það einkennandi fyrir þessa aðal- mentastofnun verslunarmanna, að vöxt- ur hennar og gengi hefir verið samfara vexti stjettarinnar sjálfrar. Árið 1931 er svo komið, að skólinn er svo gersamlega vaxinn upp úr þeim stakk, er honum hafði verið sniðinn, að til róttækra ráða varð að grípa, ef gera átti þörfum hans full skil. Hið ytra voru skólanum skorð- ur reistar með því að leiguhúsnæði það, sem hann fram til ársins 1931 hafði not- ið, var orðið altof lítið. Þessi ytri skilyrði voru ekki einungis illur þrándur í götu, er því var að skifta að taka upp kenslu í nýjum greinum, til að fylgjast með auknum kröfum breyttra atvinnu- og við- skiftahátta, heldur höfðu þessi ytri skil- yrði einnig lamandi áhrif á hið innra starf skólans og stóð fjelagslegu uppeldi nemenda mjög fyrir þrifum. Við þetta bættist, að ýmsra endurbóta virtist þörf á kenslu og daglegri stjórn skólans. Fram úr þessu var meðal annars ráðið á þann hátt, að Verslunarráðið gekst fyr- ir því, að stofnað var sjerstakt hlutafje- lag, Verslunarskólahúsið h.f., og festi það kaup á húsi handa skólanum. Sýndi hjer margur kaupsýslumaðurinn hug sinn til skólamála stjettarinnar, því að um þetta leyti var Verslunarskóla íslands, sem sjálfseignarstofnun, gefið mörg þúsund krónur í hlutabrjefum áðurnefnds fje- lags. Og er nú svo komið, að skólinn sjálfur er orðinn einn stærsti hluthafinn í fjelaginu. Til viðbótar þeim endurbót- um, sem með húskaupunum voru gerðar á ytri starfsskilyrðum skólans, má geta þess, að um þetta sama leyti voru keypt ný húsgögn handa skólanum og kenslu- tæki hans aukin að miklum mun. Þá var og þessu samfara sú breyting gerð á, að ráðinn var nýr skólastjóri og yfirstjórn skólans fengin í hendur sjerstöku skóla- ráði, sem í eiga sæti fulltrúar frá ýmsum fjelögum kaupsýslumanna og verslunar- manna. Formaður skólaráðs er fulltrúi frá Verslunarráðinu. Um það, hvernig breytingar þessar hafa reynst, ber skýrsla skólans frá 1930 —’34 glöggan vott. Eftir lestur hennar er í sannleika ekki of djúpt tekið í árinni, þótt fullyrt sje, að skólinn hafi á þessum þremur síðustu árum gerbreytst, eflst og batnað á öllum sviðum. Sú staðreynd, að Verslunarskóli ís- lands er nú stærsti framhaldsskóli á land- inu, að aðsókn að honum hefir tvöfald- ast á þeim stutta tíma, sem skýrslan nær yfir, svo að skráðir nemendur eru nú 280, talar svo ómyrku máli, að ekki þarf frekar vitnanna við um vinsældir skólans hjá almenningi. Um námið sjálft, svo og það aðalmark- mið skólans, að sjá þjóðinni fyrir vel- mentuðu verslunarfólki, segir skýrslan sitt af hverju. Þannig upplýsist, að náms- tíminn hefir verið lengdur um tvö ár, svo að skólinn getur nú talist fimm ára skóli, sjeu undirbúningsdeild og framhalas- deild taldar með. I skólanum eru nú 18 starfandi deildir, þar af 11 í aðalskólan- um. Þá hefir námið verið gert fjölbreytt- ara. Kenslugreinum hefir verið fjölgað að mun, svo að nemendum er nú gefinn kostur á að leggja stund á 16 fög, og er þar, eins og að líkindum lætur, ekki ein- göngu um skyldunámsgreinir að ræða. Hefir hjer verið lagt inn á þá braut að starfrækja námskeið í ýmsum fræðum, utan daglegrar stundaskrár, og hefir það fyrirkomulag orðið sjerlega vinsælt, ef dæma má eftir því, hve vel þessi nám- skeið hafa verið sótt. I þessu sambandi ber og að geta þess, að haldnir hafa verið ýmsir fyrirlestrar almenns og viðskiftalegs efnis. Ennfrem-

x

Verslunartíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.