Verslunartíðindi - 01.09.1934, Side 19
VERSLUNARTÍÐINDI
75
ur segir í skýrslunni, að skoðuð hafi ver-
ið ýms verslunar- og iðjufyrirtæki og
haldin sýning á skrifstofuvjelum og skrif-
stofuvinnu. Færi vel á því, að þessu yrði
haldið áfram á komandi árum og frekar
aukið en hið gagnstæða.
I einum kafla skýrslunnar eru til-
færð sýnishorn af prófverkefnum skól-
ans. Sá, er þetta ritar veit að sönnu ekki,
hvernig þau voru alment af hendi leyst,
en hafi árangurinn yfirleitt verið sæmi-
legur, má telja, að skólinn hafi fyllilega
náð því takmarki sínu, að sjá landinu fyr-
ir vel mentuðum verslunarmönnum. —
Verkefnin voru síst ljettari en verkefni
samskonar verslunarskóla nágrannaland-
anna.
Eitt af því, sem ekki má vanta í góðan
skóla er fjörugt fjelagslíf og holt sam-
starf nemenda um áhugamál sín utan
námsins. Um það, hvernig ástatt er í þess-
um efnum í Verslunarskólanum, fjallar
einn kafli skólaskýrslunnar. Þar er skýrt
frá, að í skólanum hafi starfað málfunda-
fjelag, íþróttafjelag, taflfjelag, söngfje-
lag og dálítil hljómsveit. Ennfremur hafa
nemendur gefið út blað, Viljann, þar sem
þeir ræða hverskonar áhugamál sín. Þá
er einnig skýrt frá nemendamótum eða
skemtisamkomum, sem nemendur stofna
til öðru hvoru. Alt miðar þetta að því, að
auka fjelagslegan samhug og þroska
nemenda og verður að teljast holl og
nauðsynleg viðbót við þá bóklegu ment-
un, er skólinn veitir sjerstaklega.
Það, sem hjer að ofan hefir verið tií-
fært úr skýrslu skólans, og er það þó að-
eins fátt eitt, ber glöggan vott um þann
blóma, sem skólinn stendur nú í og þær
framfarir, er hann hefir tekið á undan-
förnum árum. Án þess að vanmeta starf
þeirra mörgu, sem skólinn á framfarirn-
ar að þakka, þá mun samt öllum, sem til.
þekkja, koma saman um, að skólastjór-
inn sjálfur eigi drýgstan þátt í núverandi
gengi skólans. Það er hann, sem verið
hefir lífið og sálin í að hrinda hinum
mörgu endurbótum í framkvæmd, og sem
átt hefir hugmyndina að fiestum þeim ný-
mælum, sem komið hefir verið á undan-
farin þrjú ár. Hefir hann með þessu unn-
ið verslunarstjettinni hið þarfasta verk,
sem hún má lengi minnast.
Þá er það að lokum eitt atriði, sem ekki
má ganga fram h.já, þegar rætt er um
Verslunarskóla íslanns. Það er sem sje
fjárhagur skólans. Á einum stað í hinni
nýútkomnu skýrslu eru birtir reikningar
skólans fjögur síðustu ár. Við athugun
þessa kafla kemst lesandi að því mjög
svo einkennilega fyrirbrigði, að samfara
hinum mikla vexti skólans undanfarin ár,
þá hefir styrkur ríkisins til þessarar stofn-
unar verið lækkaður ár frá ári. Þetta
kennir því einkennilegar fyrir sjónir, er
reikningarnir upplýsa, að hinum marg-
víslegu endurbótum hefir að nokkru leyti
verið komið á með söfnun skulda. Þetta
ástand er með öllu ófært. Ríki og bæjar-
fjelagi ber siðferðileg skylda til að
greiða betur fyrir skólanum en gert hefir
verið. Með núverandi fyrirkomulagi er
stjórn skólans neydd til að krefja nem-
endur óeðlilega hárra skólagjalda, sem
tvímælalaust reynast mörgum heimilur.i
tilfinnanleg byrði, auk þess, að ekki er
útilokað, að einhverjum nemendum sje
beinlínis bægt frá skólanum, .einungis
vegna skólagjaldanna.
Hjer skal ekki farið út í samanburð á
því, hve aðrir sjer- og framhaldsskólar
eru betur styrktir, því að sjálfsagt munu
þessir skólar þurfa á öllum sínum styrk
að halda, aðeins bent á, að Verslunar-
skólinn hefir orðið áberandi afskiftur, er
allur sá opinberi styrkur, er hann nýtur,
nemur einum 5000 kr.
Stjórn skólans sækir nú til Alþingis um