Verslunartíðindi - 01.09.1934, Qupperneq 24

Verslunartíðindi - 01.09.1934, Qupperneq 24
80 VERSLUNARTÍÐINDI in ár, og verður því ekki vikið að þeim hér. En einokunarsinnar gerðust nú einn- ig frumlegir og skygndust um eftir nýjum rökum málum sínum til stuðnings. Var nú tekið til að vitna í hagskýrslur og tilfæra þaðan tölur, sem sýna áttu, að verslun- arstjettin íslenska væri orðin of fjölmenn. Reyndist þetta snjallræði mikið, því að nú gátu ,,yfirlýstir velunnarar" verslun- arstjettarinnar komið fram á sjónarsvið- ið og frætt almenning á því, að tími væri kominn til að gera það upp við sig, hvort ekki mætti reka verslunina á hagkvæm- ari hátt ■— og þá sjerstaklega með minna mannhaldi. Þannig birtist, skömmu fyr- ir þing, í einu af dagblöðum bæjarins, grein með fyrirsögninni „Verslunarstjett- in“. Enda þótt greinarkorn þetta sje frek- ar ómerkilegt, þykir samt rjett að taka það hjer lítillega til athugunar, einkum þó vegna þess, að mikið hefir verið gert að því undanfarið, að halda skoðunum þeim á lofti, sem þar koma fram. í stuttu máli fjallar greinin um það, hvort verslunarstjettin íslenska, eða „ein af þeim stjettum, sem ekkert framleiðir“, eins og komist er að orði, sje ekki altof fjölmenn. En eftir heimildum hagstof- unnar, upplýsir greinarhöfundur, að 7,5% allra landsmanna lifi af verslun eða af því „að úthluta vörum til 92,5% allra meðborgara sinna“, eins og þar er sagt. Það kann að stafa af vangá eða gleymsku, að greinarhöfundi hefir láðst að geta þess, að í þeirri hundraðstölu, sem hann upplýsir, að verslunarstjettin sje af allri þjóðinni, er einnig talið fólk, sem at- vinnu hefir við bankastarfsemi, við skrif- stofustörf hjá iðnaðar-, útgerðar-, vátrygg- ingar. eða siglingafyrirtækjum. í stuttu máli fólk, sem á harla lítinn þátt í „að út- hluta vörum til meðborgara sinna“. Af ofangreindri skilgreiningu höfundar á starfi íslensku verslunarstjettarinnar („út- hluta vörum til meðborgara sinna“) verð- ur heldur ekki dregin önnur ályktun en sú, að hann haldi því fram, að það sjeu ein- hverjir aðrir en íslendingar sjálfir, sem annist utanríkisverslunina. Því að naumast er hægt að tala um „vöruúthlutun til með- borgara sinna“, þegar ísl. útflutningur er seldur til Spánar, Englands, Þýskalands, Danmerkur, o. s. frv. En þessi fáránlega skoðun höfundar er í fullu samræmi við annað í greininni. Þá er hjer athugandi, hvernig greinar- höfundur kemst að því, að íslenska versl- unarstjettin sje of fjölmenn. Notar hann þar að líkindum þá einkennilegustu rök- semdafærslu, sem nokkurn tíma hefir sjest á prenti á íslensku, og er hún eitthvað á þessa leið: Af því að það þarf hjer að meðaltali eina 5-manna fjölskyldu til að fullnægja verslunarþörfum 13 5-manna fjölskyldum, þá verður það að teljast of mikið, að 7,5 % allra landsmanna starfi að verslun!! Menn fara nú nær um það, að 1/13. og 7,5/100. sjeu ekki mjög ólíkar stærðir — en þeir munu fáir, sem nokkra ályktun geta af þessu dregið um rjett eða rangt hlutfall verslunarstjettarinnar móts við aðrar stjettir þjóðfjelags okkar. Að þessu sinni verður hjer ekki gerð til- raun til að dæma um það, hvort íslenska verslunarstjettin sje of fjölmenn saman- borið við aðrar stjettir þjóðfjelagsins. Slíkir dómar verða að byggjast á fleiri atriðum, en hjer er hægt að taka til athugunar. En þó skal hjer bent á tvent, sem greinarhöfundur hefði mátt athuga, hefði hann af samviskusemi ætlað sjer að svara þeirri spurningu, sem grein hans fjallar um. Fyrra atriðið, sem hjer skal vakin at- hygli á, er samanburður á hlutfallsfjölda verslunarstjetta nokkra þjóða. Sá saman- burður leiðir í Ijós, hvort verslunarþörfum

x

Verslunartíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verslunartíðindi
https://timarit.is/publication/1296

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.