Læknablaðið - 01.10.2017, Page 12
412 LÆKNAblaðið 2017/103
unarransókninni, sem unnin var í samvinnu við National Institute
of Aging (NIA) í Bandaríkjunum og stóð sú rannsókn til ársins
2011.10 Í Öldrunarrannsókninni voru rannsakaðir tæplega 6000
einstaklingar sem voru á lífi á þeim tíma og tekið höfðu þátt í
Reykjavíkurrannsókninni. Monica-rannsóknin var stöðluð gagna-
skráning sem unnin var í samvinnu við Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunina (WHO) á tímabilinu 1981 til 1994. Hún náði til allra
tilfella af kransæðastíflu á landinu hjá einstaklingum milli 25 og
74 ára og var um leið áhættuþáttakönnun. Refine-rannsóknin var
slembiúrtak 9480 einstaklinga á Reykjavíkursvæðinu sem voru
fæddir 1935-1985 og var þátttökuhlutfall 73%.11 Rannsóknin var
unnin á tímabilinu 2006-2012. Í öllum þessum rannsóknum voru
þátttakendur skoðaðir og hefðbundir áhættuþættir mældir á staðl-
aðan hátt. Blóðmælingar voru gerðar fastandi.
Tafla 1 sýnir fjölda einstaklinga á aldursbilinu 50-69 ára úr of-
angreindum rannsóknum en það aldursbil er notað þar sem flest-
ir einstaklingar eru á því aldursbili og lægst vikmörk. Um er að
ræða umfangsmikið safn upplýsinga rúmlega 21 þúsund karla og
kvenna sem endurspeglar áhættuþætti og líffræðilegar mælingar
heillar þjóðar. Þessar upplýsingar ásamt upplýsingum um hjarta-
sjúkdóma og dauðsföll úr dánarmeinaskrá liggja til grundvallar
gagnasafni Hjartaverndar sem er í raun einstakt á heimsvísu.
Hér birtast uppfærðar faraldsfræðilegar upplýsingar um þróun
áhættuþátta fram til ársins 2013. Í þeim tilvikum þar sem um áður
birt gögn er að ræða er vísað til viðeigandi heimilda, annars er um
ný og áður óbirt gögn að ræða.
Hjartaáföll og dánartíðni af þeirra völdum
Mikil lækkun hefur orðið á nýgengi kransæðasjúkdóma og dauðs-
falla af þeirra völdum á Íslandi allt frá 1981.1 Mynd 1a sýnir aldurs-
staðlað nýgengi kransæðasjúkdóma í aldurshópnum 25-74 ára fyr-
ir tímabilið 1981-2009. Þar má sjá að nýgengi kransæðasjúkdóma
lækkaði um 66,5% yfir tímabilið. Áberandi er lækkandi nýgengi á
aldursbilinu 50-75 ára, bæði meðal karla og kvenna (mynd 1b) og
skýrir það að nokkru leyti aukið langlífi þjóðarinnar þar sem hluti
þessara áfalla verða síðar á ævinni en áður var.
Mynd 1c sýnir breytingar í aldursstaðlaðri dánartíðni vegna
kransæðasjúkdóma fyrir 75 ára aldur á tímabilinu 1981-2015.
Fækkun dauðsfalla var um 80% fyrir tímabilið 1981-2006 og hefur
haldið áfram í lok þessa tímabils þannig að lækkunin er orðin 86%
fyrir 1981-2015 (85,7% meðal karla og 86,2% hjá konum) (mynd 1c).
Horfur þeirra sem fá kransæðastíflu hafa batnað verulega á
síðustu áratugum.3,4 Á mynd 2 er sýnd 28 daga lifun eftir fyrstu
Tafla I. Fjöldi einstaklinga á aldrinum 50-69 ára, eftir tímabili og rannsókn.
Tímabil 1967-'69 1970-'74 1974-'79 1979-'86 1985-'91 1993-'94 1997-'03 2004-'08 2008-'10 2011-'13
Miðgildisár tímabils 1968 1971 1977 1983 1988 1993 2000 2006 2009 2012 Samtals
Reykjavíkurrannsóknin 1655 2421 3019 2304 1902 11301
Monica 1983 910 910
Monica 1988 912 912
Monica 1993 958 958
Ungir 1897 1897
Öldrunarrannsóknin (AGES) 238 238
REFINE - fyrri koma 1555 1811 137 3503
REFINE - seinni koma 348 1610 1958
Samtals 1655 2421 3019 3214 2814 958 1897 1793 2159 1747 21677
Mynd 1a. Aldursstaðlað nýgengi kransæðasjúkdóma samkvæmt aldurssamsetningu
2009.
Mynd 1b. Nýgengi kransæðasjúkdóma í fimm ára aldurshópum 25-74 ára, árin 1981
og 2009.
Y F I R L I T S G R E I N