Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2017/103 427
R A N N S Ó K N
Tafla VIII. Innbyrðis hlutföll (%) meiriháttar beinþynningarbrota í
Hjartaverndarhópnum.
Tegund brots Konur Karlar
Framhandleggur fjærendi 47,8 37,6
Upphandleggur nærendi 12,5 13,8
Hryggur 17,6 21,8
Mjöðm 22,0 26,7
Tafla VII. Tíu ára meðallíkur (%) eftir aldri og kyni á einhverju meiriháttar bein-
þynningarbroti á Íslandi (fjærendi framhandleggs, nærendi upphandleggs,
hryggur og mjöðm).
Aldur Konur Karlar
50 8,0 2,4
60 11,3 3,8
70 15,8 6,2
80 24,3 11,0
sem fengist höfðu úr stórum framskyggnum fjölþjóðlegum hóp-
rannsóknum. Þessir þættir eru, auk mældrar beinþéttni í mjöðm,
aldur, kyn, líkamsþyngd og hæð, saga um fyrri beinbrot eftir að
fullorðinsaldri var náð, saga um mjaðmarbrot foreldra og nokkur
önnur atriði. Saman gefur þetta líklega áhættu á beinbroti næstu
10 árin. FRAX Ísland var opnað á veraldarvefnum árið 2013 þar
sem Hjartavernd lagði til áðurnefndar nýgengistölur fyrir öll
meiriháttar beinþynningarbrot. Ísland varð þannig númer 54 í
röðinni til að opna slíkan áhættureikni og gera hann aðgengi-
legan öllum á veraldarvefnum (https://www.sheffield.ac.uk/
FRAX/?lang=ic ).2
Tafla VIII sýnir innbyrðis hlutföll helstu beinþynningarbrot-
anna í Hjartaverndarrannsókninni. Hlutföllin héldust svipuð
hvort sem um var að ræða fyrsta eða seinni brot.
Hlutföllin voru hinsvegar mismunandi eftir aldri. Þessi rann-
sókn Hjartaverndar sem nær til allra þessara brota er því ítarlegri
en flestar aðrar og gefur möguleika á að nýta hlutföllin milli
brotanna ef eingöngu mjaðmarbrotatíðnin er þekkt. Þetta gefur
því möguleika á að reikna brotaáhættuna samkvæmt FRAX fyrir
meiriháttabrot út frá FRAX fyrir mjaðmarbrot meðal þjóða sem
ekki hafa upplýsingar um nýgengi hinna brotanna.2 Oftast fer þó
há tíðni mjaðmarbrota saman við háa tíðni framhandleggs- og
hryggsúlubrota.15
Niðurlag
Beinbrot meðal miðaldra og sérstaklega meðal eldri einstak-
linga er algengt vandamál á Íslandi eins og meðal annarra vest-
rænna þjóða. Meiriháttar beinþynningarbrotin valda viðkomandi
einstaklingum þjáningum og þjóðfélaginu miklum búsifjum.
Stærsti hluti þeirra verður við lítinn áverka. Rannsóknir Hjarta-
verndar varpa ljósi á faraldsfræði þessara brota hérlendis sem ætti
að nýtast við heildarmat á þessum vanda og hvernig unnt sé að
lágmarka hann. Þrátt fyrir að aldursstöðluð tíðni meiriháttar brot-
anna hafi hætt að vaxa um aldamótin, má búast við að vaxandi
öldrun þjóðarinnar komi til með að auka þennan vanda enn frekar
á næstu árum. Áhættureiknirinn FRAX Ísland (https://www.
sheffield.ac.uk/FRAX/?lang=ic ) sem þróaður var af Hjartavernd
í samvinnu við prófessor John A. Kanis, háskólanum í Sheffield,
Englandi og fleiri aðila, ætti að nýtast vel við áhættumat, forvarnir
og meðferð einstaklinga.
Þakkir
Sérstakar þakkir til þátttakenda í Hóprannsókn Hjartaverndar og
Springer Science and Business Media fyrir leyfi til birtingar á mynd-
um 1-4.