Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 29

Læknablaðið - 01.10.2017, Page 29
LÆKNAblaðið 2017/103 429 R A N N S Ó K N Inngangur Hjartabilun er bæði algengt og alvarlegt sjúkdómsástand sem orsakast af því að vinstri slegill tapar getu sinni til að sjá vefjum líkamans fyrir nægjanlegu blóðmagni eða getur það aðeins við verulega hækkaðan fylliþrýsting í vinstri slegli.1 Sjúkdómurinn leggst fyrst og fremst á fólk yfir 65 ára aldri og nýgengið hækkar stöðugt með vaxandi aldri.2-4 Hjartabilun getur bæði borið skjótt að og þróast á löngum tíma, og þótt flestir hjartasjúkdómar geti leitt til hjartabilunar eru háþrýstingur og kransæðasjúkdóm- ur algengustu orsakirnar.5 Almennt einkennir það sjúkdóminn að hann er stigvaxandi og töluverðar breytingar verða á bæði starfsemi og uppbyggingu hjartans eftir því sem á líður. Í kjölfar hjartabilunar fara ýmis aðlögunar- eða leiðréttingarferli af stað í líkamanum sem, til að byrja með, hamla afleiðingum skertrar af- kastagetu hjartans en reynast oft skaðleg til lengri tíma og auka hjartabilunareinkennin.6 Skipta má hjartabilun í tvær megingerð- ir, hjartabilun með minnkuðu útstreymisbroti vinstri slegils (heart Inngangur: Hjartabilun er bæði algengur og alvarlegur sjúkdómur sem leggst fyrst og fremst á eldra fólk. Skipta má hjartabilun í tvær megin- gerðir, hjartabilun með minnkað útstreymisbrot (HFrEF) og hjartabilun með varðveitt útstreymisbrot (HFpEF). Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi, nýgengi, undirliggjandi sjúkdóma og lífshorfur beggja gerða hjartabilunar meðal eldri Íslendinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn samanstóð af 5706 þátttak- endum Öldrunarrannsóknar Hjartaverndar. Sjúkdómsgreiningar byggðust á gögnum úr sjúkraskrám Landspítala og voru sannreyndar á grundvelli fyrirfram ákveðinna skilmerkja Öldrunarrannsóknarinnar. Upplýsingar um undirliggjandi sjúkdóma og útstreymisbrot voru einnig fengnar úr sjúkraskrám Landspítala. Nýgengi var reiknað út frá sjúkdómsgreiningum þeirra þátttakenda sem greindust með hjartabilun eftir að þátttaka þeirra í Öldrunarrannsókninni hófst og fram til 28.2.2010. Algengi hjartabilunar var hins vegar reiknað út frá þátttakendum sem greinst höfðu með hjartabilun fyrir upphaf Öldrunarrannsóknar. Langtímalifun hjartabilunarsjúklinga er lýst með aðferð Kaplan-Meier. Niðurstöður: Algengi hjartabilunar mældist 3,6% miðað við árið 2004 og var það marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengið mældist 16,2 tilvik á 1000 mannár og var það marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengi HFrEF mælidst 6,1 tilvik á 1000 mannár og reyndist það einnig marktækt hærra hjá körlum en konum (p<0,001). Nýgengi HFpEF mældist 6,8 tilvik á 1000 mannár, en ekki var marktækur kynjamunur (p=0,62). Fimm ára lifun hjartabilunarsjúklinga reyndist vera 32,5% en ekki var tölfræðilega marktækur munur á hlutfallslegri lifun kynj- anna (p=0,46). Þá var ekki tölfræðilega marktækur munur á lifun einstak- linga með HFpEF og HFrEF (p=0,52). Umræða: Algengi og nýgengi hjartabilunar er hátt meðal aldraðra á Íslandi og eykst í takt við hækkandi aldur. Karlar fá frekar hjartabilun en konur og að auki greinast þeir frekar með HFrEF en konur greinast frekar með HFpEF. Hjartabilun er alvarlegt sjúkdómsástand sem hefur mikil áhrif á lífshorfur. Hjartabilun meðal eldri Íslendinga Algengi, nýgengi, undirliggjandi sjúkdómar og langtímalifun Haukur Einarsson læknanemi1, Guðmundur Þorgeirsson læknir,1,2,3 Ragnar Danielsen læknir,1,2 Örn Ólafsson tölfræðingur,3 Thor Aspelund tölfræðingur,1,3 Vilmundur Guðnason læknir,1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítalinn Hjartadeild, 3Hjartavernd Fyrirspurnum svarar Haukur Einarsson haukure77@gmail.com https://doi.org/10.17992/lbl.2017.10.155 Greinin barst blaðinu 27. maí 2017, samþykkt til birtingar 11.september 2017. Á G R I P failure with reduced ejection fraction, HFrEF) og hjartabilun með varð- veittu útstreymisbroti (heart failure with preserved ejection fraction, HFpEF). Þótt einkennin séu svipuð eru orsakir þessara tveggja gerða hjartabilunar oft ólíkar, algengi þeirra er mismunandi eftir sjúklingahópum og meðferð þeirra er misárangursrík.7,8 Í úttekt á hjartabilun frá árinu 2013 kemur fram að nýgengi hjartabilunar í Bandaríkjunum eykst úr 20 tilvikum á 1000 mann- ár fyrir aldurshópinn 65-69 ára í yfir 80 tilvik á 1000 mannár eftir 85 ára aldur.9 Tölur um algengi hjartabilunar eru mismunandi eftir rannsóknum en talið er að tæplega 6 milljónir einstaklinga séu hjartabilaðir í Bandaríkjunum og rúmlega 23 milljónir á heims- vísu.2 Þá greinast yfir 550.000 ný tilvik í Bandaríkjunum á ári hverju.2 Í rannsókn Zarrinkoub og fleiri sem tók til 2,1 milljónar Svía á öllum aldri reyndist algengi hjartabilunar vera 2,2%.10 Það reyndist hins vegar öllu hærra í Rotterdam-rannsókninni sem tók til einstaklinga á aldrinum 55-95 ára, en þar mældist algengi 3,9%.11 Ýmsar rannsóknir hafa sýnt hærra nýgengi hjartabilunar hjá körlum en konum.10,12 Einnig eru konur yfirleitt eldri þegar þær greinast og fá oftar HFpEF en HFrEF.7,13 Hlutfallslegur fjöldi HFrEF og HFpEF er breytilegur í hinum ýmsu rannsóknum enda er oft miðað við mismunandi útstreymisbrot í mismunandi rann- sóknum til að greina á milli gerðanna tveggja. Árið 2005 voru

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.