Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 40

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 40
440 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Anna Ólafsdóttir Björnsson Á þeim fimmtíu árum sem liðin eru frá því Rannsóknarstöð Hjartaverndar var sett á laggirnar hefur verið unnið þar einstakt starf. Þekking og reynsla orðið til og magn þeirra gagna sem safnað hefur verið og unnið úr er gífurlegt. Enginn þekkir betur hvaða verkefni eru brýnust nú en dr. Vil- mundur Guðnason, forstöðulæknir Hjarta- verndar og prófessor í erfðafræði hjarta og æðasjúkdóma við Háskóla Íslands. Þau verkefni eru ekki fá. Þótt langt sé síðan fyrstu rannsóknir Hjartaverndar fóru af stað hefur aðeins náðst að vinna úr hluta þeirra gagna sem safnast hafa í megin- rannsóknum. Því er ekki að undra að aukin áhersla hefur á undanförnum árum verið lögð á úrvinnslu úr þeim gögnum sem fyrir liggja, bæði heima fyrir og í al- þjóðlegri samvinnu. Rannsóknir frá 1967 Rannsóknarsaga Hjartaverndar byrjaði af miklum krafti þegar Rannsóknarstöð Hjartaverndar hóf starfsemi sína árið 1967. Þá voru samtökin Hjartavernd aðeins fimm ára. ,,Stóra Reykjavíkur-stúdían (Reykja- víkurrannsókn Hjartaverndar) hófst strax í október 1967 og sjónum var þá beint að Íslendingum á höfuðborgarsvæðinu sem fæddir voru á árunum 1907 til 1935.“ Rannsóknin náði til um 55 af hundraði landsmanna í þessum aldurshópi. Á grunni fyrstu rannsóknarinnar náðist ár- angur sem fáa gat dreymt um. Dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma hefur lækkað um meira en helming frá því hún hófst og enn meira, eða um 86%, ef litið er á yngri hópana sem rannsakaðir hafa verið. Hver þáttur Hjartaverndar nákvæmlega er í þeim árangri er erfitt að dæma, en hann er umtalsverður. Hjartavernd varð til fyrir frumkvæði manna sem höfðu góða sýn á það hvað gera þyrfti til að sporna við auknum ótímabærum dauðsföllum vegna hjarta- áfalla. Sigurður Samúelsson var helsti frumkvöðull að stofnun Hjartaverndar, Ólafur Ólafsson, síðar landlæknir, var fyrsti yfirlæknirinn og leiddi Reykjavíkur- rannsóknina í upphafi og Nikulás Sigfús- son tók síðan við. Vilmundur Guðnason tók síðan við keflinu árið 1999 og í hans tíð hefur mikið starf verið unnið í því að miðla þekkingu og vinna úr þeim gögn- um sem safnað hefur verið í rannsóknum Hjartaverndar og tengja þau við alþjóðlega strauma á sama vettvangi. Sjötíu ritrýndar vísindagreinar á ári Ein öflugasta leiðin til að miðla upplýsing- um er birting vísindagreina. ,,Við gáfum út sjötíu ritrýndar vísinda- greinar á síðasta ári en alls hafa yfir 500 vísindagreinar birst úr efniviði Hjarta- verndar. Þær byggja annars vegar á okkar rannsóknum og gögnum eingöngu og hins vegar á rannsóknum sem við komum að í samstarfi við aðra. Við höfum borið gæfu til að vera meðstofnendur tveggja af öflugustu vinnuhópunum á okkar sviði. Öðrum sem fæst við hefðbundna faralds- fræði, hann heitir ERFC (Emergeing Risk Factors Collaboration) og starfar út frá Cambridge í Bretlandi.“ Það samstarf á rætur í samvinnu Vilmundar og manns sem heitir John Danesh, allt frá því hann var stúdent í Oxford. Hann er nú prófessor í Cambridge og gegnir Vilmundur einnig heiðursrannsóknarstöðu þar. ,,Við byrjuð- um á því að skoða Reykjavíkurrannsókn- ina og vinna úr henni einni og í safngrein- ingu (meta-analysis) en samstarfið þróaðist hratt og varð upphaf að löngu ferli. Alls höfum við komið að hátt í hundrað rann- sóknum saman. Hinn hópurinn heitir CHARGE (Cohorts for Heart and Aging Research in Geonomic Epidemiology) og heldur utan um erfðafræðirannsókn þar sem saman komu fimm framskyggnar rannsóknir í hjarta- og æðasjúkdómum. Öldrunarrann- sókn Hjartaverndar er ein þeirra ásamt hinni þekktu Framingham-rannsókn og þremur öðrum. Fjöldi annarra rannsókna hafa síðan bæst í hópinn á hinum ýmsu rannsóknasviðum. „Gögnin á ekki að loka niðri í skúffum“ – Segir Vilmundur Guðnason forstjóri Hjartaverndar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.