Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 42

Læknablaðið - 01.10.2017, Qupperneq 42
442 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R að þeir sem eru með vísbendingar um æðakölkun í hálsslagæðaskönnun eru að fjórum árum liðnum með um 40% aukna æðakölkun að meðaltali. Þeir sem voru á blóðfitulækkandi lyfjum sýndu hins vegar hægari aukningu. Það sem við erum að reyna núna í samvinnu við heilsugæsluna er að sjá hvort það má fara í fyrirbyggj- andi aðgerðir til að lækka blóðfitu og hafa áhrif á framgang æðakölkunar með virku inngripi. Við erum líka að skoða árangur af lífsstílsráðleggingum og -breytingum. Þannig viljum við komast að því hvort unnt er að hægja á sjúkdómnum. Erlendis eru til rannsóknir sem beinast að fólki með lága eða miðlungsáhættu, og það hefur verið sýnt að með litlu inngripi er hægt að bjarga mannslífum. Í þessum rannsóknum er ekki endilega verið að skoða æðakerfi þessa fólks. Þetta ætti að vera hvatning til inngrips. Það sem vantar í klínískar leiðbeiningar til lækna er að sýna að það er ef til vill hægt að hafa áhrif á framgang æðakölkunar. Nú er læknum í samráði við sjúkling í sjálfsvald sett hvort þeir kjósa að meðhöndla lítil einkenni æðakölkunar. Ef við skoðum niðurstöður úr áhættu- þáttakönnuninni og uppreiknum á alla þjóðina, þá sjáum við að í aldurshópnum 50 til 70 ára eru tíu til fimmtán þúsund manns sem eru að kljást við afleiðingar æðakölkunar og annar eins fjöldi hjá þeim sem eru eldri. Þeir hafa fengið hjarta- eða heilaáfall, þurft að fara í hjáveituaðgerð eða blásningu, eða æðaútvíkkun með stoðneti. Auðvitað eru þetta mikilvægar aðgerðir en ef við næðum árangri í að fyrirbyggja áföll í stað þess að meðhöndla þau eingöngu væri mikið unnið. Það er ekki nóg að skoða tölur um hve margir eru lifandi eftir að fá hjarta- og heilaá- föll. Langflestir lifa áföllin af en það eru mismunandi lífslíkur eftir aldurshópum. Það þarf að taka með í reikninginn þær þjáningar sem þetta fólk þarf að líða og kostnaðinn fyrir samfélagið. Fræðilega séð er þetta allt saman fyrirbyggjanlegt. Nýja áhættuþáttareikninum er sem sagt ætlað að reyna að finna þetta fólk. Við erum að tala um tugi þúsunda með dýra og þján- ingafullar fyrirbyggjanlegar afleiðingar sjúkdóms. Það er asnalegt að breyta þessu ekki til betri vegar. Það verður okkar aðalvinna á næstu árum að taka þá þekkingu sem við höf- um fengið í rannsóknum okkar og beita henni í náinni samvinnu við heilsugæsl- una. Þrjár heilsugæslustöðvar hafa þegar unnið með okkur á þessum nótum. Við höfum þekkinguna og nú er kominn tími til að nýta hana. Með því að ná markvisst til þess hóps með áhættureikni finnum við þá sem ella myndu fljóta sofandi að feigðarósi af því einkenni undirliggjandi sjúkdóms eru svo ósýnileg.“ Velvild þjóðarinnar mikilvæg ,,Við höfum notið ótrúlegrar velvildar hjá þjóðinni. Þátttaka í rannsóknum Hjarta- verndar hefur aldrei verið undir 70% og einn fimm þúsund manna hópur sem boðið var að koma á fimm ára fresti var með 90% heimtur þegar við fórum að skoða hve margir höfðu einhvern tíma komið. Við erum sannarlega ekki eftirbát- ar annarra í þessum efnum. Sumir hlutar rannsóknanna eru umfangsmiklir, í öldr- unarrannsókninni voru til dæmis þrjár stífar hálfs dags rannsóknir. Ég spurði fólk stundum hvers vegna það vildi taka þátt í slíkum rannsóknum og undantekn- ingarlaust var fyrsta svarið að láta gott af sér leiða. Það kom alltaf á undan því að hafa persónulegan hag af því að taka þátt. Sú rannsókn hefur gefið okkur gífurlega Á myndinni er núverandi stjórn Hjartaverndar. Í fremri röð frá vinstri eru þau Arndís Ármann Steinþórsdóttir hagfræðingur, Karl Andersen prófessor og formaður stjórnarinnar, Laufey Steingrímsdót- tir prófessor, Gunnar Sigurðsson prófessor, Hilmar Björnsson íþrót- tafræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.