Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2017, Side 43

Læknablaðið - 01.10.2017, Side 43
LÆKNAblaðið 2017/103 443 miklar upplýsingar um öldrun og spannar 40-50 ára skeið. Í mörgum tilfellum er hægt að rekja sögu fólks allt frá fæðingu, skólagöngu og kynnast atvinnusögu þess. Það gefur auga leið að við verðum að útvega okkur meira af höndum og heilum til að vinna úr þessu öllu. Hér innanhúss störfum við tíu vísindamenn og erum í mikilli samvinnu við lækna sem hafa komið að ýmsum þáttum í rannsóknum sínum. Auk þess höfum við mikil og góð tengsl við Háskóla Íslands, þar sem ég er prófessor í erfðafræði hjarta- og æðasjúkdóma og fleiri frá okkur starfa þar. Til að tryggja að unnið verði úr gögnunum með öruggum og góðum hætti þurfum við að laða til okkar fólk.“ Úrvinnsla og ný tækni ,,Við höfum nú dregið úr rannsóknum á fólki Öldrunarrann- sókninni, erum hætt innköllun og erum aðeins að fylgja eftir örfáum litlum þráðum. Við höfum þegar birt um 400 vísinda- greinar úr Öldrunarrannsókninni einni saman, sjálf og með öðrum. Svo höfum við einnig birt mikið af öðrum rannsóknar- niðurstöðum, meðal annars heilmikið um erfðafræði, í virtum tímaritum. Vegna samstarfs og vinnu okkar margra við Há- skóla Íslands birtum við þessar greinar í nafni hans. Einhver benti mér á að við hjá Hjartavernd stæðum að um nærri 7% af öllum birtum vísindagreinum Háskóla Íslands síðastliðin fimm ár. Svo er rétt að geta þess að við erum með góða myndgrein- ingardeild sem sett var upp árið 2002 sem hluti af Öldrunar- rannsókninni þegar við fluttum í Holtasmárann. Við vorum með fyrstu filmulausu myndgreiningardeildina á landinu. Hún gerir okkur kleift að taka upplýsingar allt frá fyrstu rannsóknum Hjartaverndar og vinna úr myndunum tölulegar upplýsingar sem unnt er að nota til dæmis í faraldsfræði. Þar má nefna mælingu á rúmmáli ýmissa af litlu hlutum heilans. Einnig rannsókn á mjaðmaliðum þar sem bæði íslenskir og er- lendir vísindamenn hafa nýtt gögn frá Hjartavernd til að finna nýjar aðferðir og hanna módel til að spá fyrir um mjaðmabrot. Stefna okkar er skýr, alls staðar þar sem hægt er að nýta okkar gögn til að framfleyta þekkingunni, þá er það gert.“ Hvað skyldi valda því að svo margir nota gögn frá Hjarta- vernd? ,,Við þurfum ekki lengur að hafa mikið fyrir því að láta vita af okkur, flestir vita að það er hægt að leita til okk- ar, bæði vegna samstarfs okkar í alþjóðlegum vinnuhópum, vegna lýsinga á rannsóknum sem eru tiltækar og vegna þess að fyrri rannsóknir okkar eru orðnar vel þekktar. Í viðbót við rannsóknir okkar sjálfra og alþjóðlegar rannsóknir, þá nýtast gögnin fjölda lækna á ýmsum sviðum læknisfræði. Margar rannsóknir, svo sem krabbameinsrannsóknir, gigtarrannsóknir, beinarannsóknir, elli- og heilasjúkdómarannsóknir, svo sem á alzheimer, hjarta rannsóknir og nýrnarannsóknir, hafa byggt á gögnum frá okkur.“ Vinnulag ,,Í öllum okkar verkefnum erum við með ákveðinn ramma, ,,task-box“ þar sem verkefnið er skilgreint, hvaða eiginleika

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.